Fréttablaðið - 15.03.2014, Qupperneq 16
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16
Lögfræðiþjónusta Lögréttu veitir endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð
skattframtala í samstarfi við KPMG og Arion banka.
Ráðgjöfin verður veitt laugardaginn 15. mars kl. 13-17 í Háskólanum í Reykjavík,
Menntavegi 1 í Sólinni (aðalbyggingu) og eru allir velkomnir.
Hvað þarf að hafa meðferðis?
• Lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka
• Veflykil inn á rsk.is
• Verktakamiða síðasta árs (ef við á)
Skilafrestur á skattframtali einstaklinga er til 21. mars.
Horft til framtíðar í uppbyggingu
raforkuflutningskerfisins
Landsnet býður til fundar um stöðu og
framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi.
Einnig verður staða jarðstrengjamála rædd og kynnt
fyrirkomulag þeirra mála í Danmörku og Noregi.
Fundarstaður: Hilton Reykjavík Nordica, 1. hæð,
20. mars 2014 kl. 9:00-11:30.
Morgunhressing frá 8:30 og á fundi.
Skráning á www.landsnet.is eða í síma 563 9430.
Allir velkomnir!
Áskoranir næstu ára
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets.
Grundvöllur bættra lífskjara er aukin verðmætasköpun.
Dreifing raforku um landið í ljósi umræðu um verndun
náttúrunnar.
Hvaða breytingar þurfa að verða á rekstrarumhverfi
Landsnets til að auka hagkvæmni flutningskerfisins.
Þyngri rekstur, ný kynslóð mannvirkja
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.
Óviðunandi rekstur raforkukerfisins – aðgengi að
öruggri raforku háð búsetu.
Nútímalegri hönnun háspennumastra og tengivirkja.
Flutningskerfið þarf að styrkja í sátt við
samfélagið
Guðmundur I. Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets.
Forgangsröð framkvæmda – Sprengisandslína?
Jarðstrengir – mismunandi útfærslur sem koma
til greina á Íslandi.
Opinn kynningarfundur Landsnets
Dagskrá:
Stefna Noregs í jarðstrengjamálum
Tanja Midtsian, frá NVE (Orkustofnun Noregs).
Loftlínur á hærri spennustigum.
Skipulagsvald raforkumála á einni hendi.
Stefna Danmerkur í jarðstrengjamálum
Jens Møller Birkebæk, frá Energinet.dk.
Þéttbýlt land sem gengur hvað lengst í
heiminum í lagningu jarðstrengja.
400 kV í loftinu í dag – gætu farið í jörð í
framtíðinni.
Ávarp
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri:
Þorgeir J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets.
Bein útsending á www.landsnet.is
AT
H
YG
LI
ÚKRAÍNA Ekkert mark verður
tekið á niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslu um framtíð Krímskaga,
sem efnt verður til þar á skagan-
um á morgun.
Þetta fullyrti John Kerry, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að
loknum fundi hans í London með
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands.
Lavrov sagði viðræður þeirra
hafa verið gagnlegar, en ljóst væri
að Rússar og Bandaríkjamenn
hefðu ekki sama skilning á atburð-
unum í Úkraínu.
Íbúar á Krímskaga kjósa á
morgun um það hvort skaginn eigi
að segja skilið við Úkraínu og sam-
einast Rússlandi. Almennt virðist
talið að meirihluti íbúanna muni
samþykkja það, en um 60 prósent
íbúa skagans eru rússneskumæl-
andi.
Leiðtogar Vesturlanda hafa
ítrekað hvatt Rússa til þess að
draga herlið sitt frá Krímskaga
og hætta að hvetja vopnaðar sveit-
ir Krímverja til dáða.
Vesturlönd segja einnig að
þjóðaratkvæðagreiðslan á morg-
un standist hvorki úkraínsk lög
né alþjóðalög og geti aldrei orðið
grundvöllur að breytingum á stöðu
Krímskaga. - gb
Kerry og Lavrov ræddust við um Úkraínu:
Ekkert mark verður
tekið á kosningum
Rússar hafa sent fjölmennt herlið að austurlandamærum Úkraínu. Lavrov
utanríkisráðherra segir þó engin áform uppi um að ráðast inn í austan-
verða Úkraínu, en þar er mestur stuðningur meðal íbúa við nánari tengsl
við Rússland. Rússneska utanríkisráðuneytið sagði hins vegar í tilkynningu
í gær að átök sem urðu í fyrrinótt í borginni Donetsk sýndu að Úkraínu-
stjórn hefði misst tökin á ástandinu og gæti ekki tryggt öryggi íbúanna.
Þetta hefur verið túlkað sem óbein hótun um innrás.
Rússneskt herlið við landamærin
LAVROV OG KERRY Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna í London í gær.
NORDICPHOTOS/AFP