Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 15.03.2014, Qupperneq 28
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Við Margrét höfum mælt okkur mót í Brimhús-inu við höfnina þar sem hún undirbýr upp-færslu á stóru verkefni, Fantastar, sem er sam- vinnuverkefni Íslendinga, Græn- lendinga og Færeyinga og verður frumsýnt á Listahátíð í vor. Hún segir undirbúninginn hafa staðið í allt að fimmtán ár og búið sé að vinna í verkinu í þrjú ár. Áhug- inn og eldmóðurinn leynir sér ekki þar sem hún teymir mig um húsið á milli fiskikassa og lyftara og sér greinilega fyrir sér eitt- hvað allt annað en ég, enda búin að umskapa umhverfið í huga sér þannig að hún sér fyrir sér full- mótaða sýningu. Fantastar verður síðasta verk- efni Margrétar á Íslandi í bili því strax að því loknu flytur hún til Berlínar þar sem maður hennar, Egill Heiðar Anton Pálsson, er orðinn prófessor við hinn virta leiklistarháskóla Ernst Busch. Með þeim fara börnin þeirra tvö sem þau tóku að sér fyrir tveimur árum. „Já, við erum að fara, fjölskyld- an, þau eru meira að segja að fara á undan mér strax í næstu viku, svo mamma geti unnið allan sólar- hringinn. Við erum reyndar vön því að vera sitt á hvorum staðnum því Egill vinnur aðallega erlend- is, en nú ætlum við sem sagt öll að búa í Prenzlauerberg, búin að finna íbúð og leikskóla, þann- ig að við erum rosalega spennt. Ég hlakka sérstaklega til að geta verið meira með börnunum, þetta er svo dýrmætur tími og ég vil ekki missa af honum, þau vaxa alltof hratt. Ég sé fyrir mér að fyrst um sinn verði ég aðallega með þeim, reyni að læra þýsku og venjast nýjum aðstæðum.“ Ekki ætlarðu að hætta að leika samt? „Nei, ég ætla að taka mér smá hlé og sjá svo til hvaða verk- efni koma til mín. Ég er líka með endalausar hugmyndir að verkum sem mig langar að gera sjálf, en það kemur bara allt í ljós. Og þótt við séum að flytja til útlanda verð- um við auðvitað hér með annan fótinn. Hér er allt okkar fólk, vinir og vandamenn, og það er nauðsyn- legt að viðhalda tengslunum.“ Var það ekki mikil breyting að vera allt í einu komin með tvö börn til að sjá um? „Auðvitað er það mikil breyting en þetta var svo ótrúlega langþráð að gleðin yfirskyggir allt annað. Fókusinn breyttist mjög mikið og við sem aldrei höfðum þurft að hugsa um annað en vinnuna erum yfir okkur ánægð. Maður getur ekki enda- laust verið í störukeppni við sjálf- an sig, hún verður svo hundleiðin- leg þegar maður eldist.“ Femínismi og pólitík Margrét er mikill femínisti og talar sig heita um hversu mjög heimurinn þurfi á kvenlegum áhrifum og sjónarhorni að halda á þessum síðustu og verstu tímum. Hún segir þó nauðsynlegt að yngri konur stígi fram, því við sem eldri erum séum meira og minna meng- aðar af gömlum karlveldishugs- unarhætti. „Ég uppgötvaði mjög seint að við værum ekki á vakt- inni. Mín kynslóð fékk allt upp í hendurnar. Móðir mín sagði mér stöðugt að mér væru allir vegir færir, það væri búið að koma á jafnrétti. Hún fór í gegnum alla söguna með manni og mér leið eins og ég hefði þetta allt í hendi mér; það var búið að gera allt. Síðan kemur þetta rosalega bak- slag af því við sofnuðum á vakt- inni, eins og á reyndar við um alla aðra pólitík finnst mér, til dæmis fasismann og rasismann. Við erum ekki að halda við sögunni og passa upp á að hún endurtaki sig ekki. Viðhorfið hefur verið að fyrst búið var að ná árangri í þessum málum þá þyrfti ekkert að tala um þau. Þetta er stórhættulegt. Það tekur svo stuttan tíma fyrir bakslagið að eiga sér stað og allt í einu er eins og við höfum farið hundrað ár aftur í tímann á einni nóttu. Við höfum verið svo líberal og passað okkur að dæma engan, það hafa allir mátt hafa sínar hugmyndir og við höfum bara yppt öxlum yfir röddum sem eru öfgafullar eins og þær væru eitthvað sem myndi ganga yfir. Það er ekki að gerast.“ Eins og sést hefur Margrét mikl- ar skoðanir og er mjög pólitísk en það kom samt á óvart að finna nafn hennar á lista yfir borgar- starfsmenn Reykjavíkurborg- ar. Hvernig gerðist það? „Ég var aftar lega á lista fyrir Besta flokk- inn í síðustu kosningum og datt ekkert í hug að það þýddi að ég yrði í ráðsmennsku fyrir borgina. En svo fengum við svo góða kosn- ingu að ég varð varaborgarfulltrúi auk þess að sitja fyrir flokkinn í samgöngu- og umhverfisráði í fyrra, en í vetur hef ég ekki tekið þátt í starfinu, enda var fjórum ráðum steypt í eitt til að spara fyrir hönd borgarinnar sem riðaði á barmi gjaldþrots. Það er ýmis- legt búið að gerast á þessu kjör- tímabili þótt fólk hafi kannski ekki séð mikla uppbyggingu, til þess voru einfaldlega ekki til peningar, en það fer vonandi að lagast núna.“ Alltaf með söguna á bakinu Margrét útskrifaðist úr Leiklistar- skólanum árið 1994 og hefur síðan leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru. Hún hefur líka sett upp nokkrar sýningar sem leikstjóri, hvernig þróaðist leiklistaráhug- inn í þá áttina? „Ég held nú að það hafi aldrei blundað í mér leikstjóri, en starf leikarans er auðvitað allt- af samvinna og það er alltaf mest gjöfult að vinna með leikstjóra sem býður leikurunum að leggja sínar hugmyndir í púkkið. Það er líka annað sem fólk veit kannski ekki um leikhúsið að þótt æfinga- ferlið sé átta vikur þá er maður búinn að vera að vinna með text- ann og sögulegan bakgrunn verks- ins miklu, miklu lengur. Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA- ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heim- speki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann. Þar að auki er maður alltaf að vinna með myndlistarfólki og tónlistar- fólki og það var í rauninni ótrúlegt frelsi að fá að vera sá sem leiðir hópinn, eða einn af þeim. Ég hefði örugglega farið í Fræði og fram- kvæmd sem í dag heitir Sviðshöf- undabraut ef það hefði verið í boði þegar ég fór í Leiklistarskólann því mér finnst ekki nógu mikið gert af því að láta allar listgreinar njóta sín í leikhúsunum, við erum oft dálítið stöðluð í forminu. Ég hef líka lært það í mínum sýningum að það borgar sig að hafa marga sterka listræna leiðtoga því að þá fá verkin svo margslungna skír- skotun, í stað þess að sýn eins leik- stjóra ráði.“ Trúði þessu ekki upp á Dani Ertu ein að leikstýra Fantastar? „Í rauninni ekki. Ég er með leik- myndahönnuði sem móta mjög mikið listræna sýn í verkinu enda er leikhúsið alltaf samvinna. Það er oftast erfiðara fyrir myndlist- armennina að aðlagast því þar sem þeir eru vanir því að vinna einir, en þegar þeir venjast því þá hefur þetta alltaf tekist mjög farsællega. Núna erum við einmitt að hrinda því sem við erum búin að vera að hugsa síðustu þrjú árin í fram- kvæmd og ég er óskaplega spennt. Ég vona að þessi sýning veki fólk til umhugsunar um að vestnor- ræn samvinna er ekki bara póli- tískt mál heldur ekki síður sam- félagslegt. Þetta eru grannþjóðir okkar og það er fáránlegt hvað það er lítill samgangur á milli okkar. Við getum veitt þeim svo mik- inn stuðning því að umræðan hjá þeim er að mörgu leyti eins og hún var hjá okkur áður en við fengum sjálfstæði.“ Áður en Margrét ákvað hvað hún vildi gera að ævistarfi vann hún um skeið sem f lugfreyja og f laug þá oft til Grænlands sem hún segir hafa heillað hana algjörlega. „Þá sá ég í fyrsta skipti þjóð í neyð. Þarna sá maður allar sögurnar sem maður hafði lesið og heyrt um yfirgang nýlenduveld- anna raungerast, maður gat eigin- lega ekki trúað þessu upp á Dani. En þetta snýst auðvitað allt um auðlindir. Auðlindirnar hér í Norð- urhöfum eru gígantískar gullnám- ur og hafa verið það svo lengi. Þess vegna vilja Danir halda Græn- landi, til þess að missa ekki yfir- ráðin yfir auðlindunum. Þetta eru miklir hagsmunir og mikil barátta og mér finnst við þurfa að skipa okkur í lið með Grænlendingum og Færeyingum í sjálfsmyndar- uppbyggingu. Við erum sjálf enn að glíma við afleiðingar nýlendu- stefnunnar og það er stórfurðu- legt að við skulum ekki samsama okkur þessum þjóðum meira.“ Sögufrík eins og mamma Margrét er algjör viskubrunnur þegar kemur að sögu þjóðanna í Norðurhöfum, datt henni aldrei í hug að gerast sagnfræðingur? „Jú, en ég fæ útrás fyrir sagn- fræðinginn í vinnunni í leikhúsinu. Reyndar ætlaði ég alltaf í sálar- eða mannfræði og var uppalin í tónlist þannig að mig langaði allt- af að tengja hana við það sem ég væri að gera. Leikhúsið var eigin- lega eini staðurinn þar sem ég gat tengt þetta allt saman.“ Foreldrar Margrétar eru Vil- hjálmur Auðunn Þórðarson, fyrr- verandi flugstjóri, og Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir heitin kennari, sem hún segir hafa verið mikið kúltúrfólk og óskaplega forvitin um allt sem er skapandi. „Ég fór gríðarlega mikið í leikhús sem barn og mamma tók mig með á allar kvikmyndahátíðir sem boðið var upp á, ég var mikið í dansi, fór á ballettsýningar, var alltaf í tónlistarnámi og þau hvöttu mig bæði áfram í öllu sem mig lang- aði að gera. Ég er auðvitað bara niðurstaðan úr þessu dásamlega uppeldi, eins og við öll erum. Það var mikill samgangur innan fjöl- skyldunnar og lagt upp úr því að rækta tengslin og viðhalda sög- unni. Mamma var líka alltaf að hamra á sögulegu samhengi og leggja áherslu á að það mætti ekki gleyma því hvaðan rætur manns væru. Hún hafði reyndar enn stærra samhengi en Íslandssöguna því hún elskaði Forng-Grikkina og var algjört sögufrík, þannig að ég hef það beint frá henni.“ Það er erfitt að tala um mann- kynssöguna án þess að talið beinist að hlutverkinu sem Mar- grét æfir nú í Þjóðleikhúsinu, Elizabeth Proctor í Eldrauninni eftir Arthur Miller sem frumsýnt verður í apríl. Miller skrifaði verkið um McCarthy-ismann og kommún istaofsóknirnar í Banda- ríkjunum á sjötta áratugnum en notaði galdraofsóknir í Salem í lok sautjándu aldar sem dæmi- sögu. Margrét segir það hafa hrifið sig mest við verkið hversu tímalaust það sé og eigi jafn vel við okkar tíma og þegar það var skrifað. „Ef maður tekur orðið djöfullinn út úr orðræðunni og setur múslimi, femínisti eða eitt- hvert annað orð í staðinn þá er bara eins og þetta sé runnið úr orðræðu dagsins í dag. Það er dálítið skelfilegt að upplifa hversu lítið samskipti okkar hvers við annað hafa breyst síðan á sautj- ándu öldinni og hversu stutt er í ofstækið og fordómana.“ Og verður það síðasta hlutverk þitt í Þjóðleikhúsinu? „Í bili, já, en eins og ég sagði áðan þá eru útlönd ekki lengur eitthvað rosa- langt í burtu þannig að maður veit aldrei hvað gerist seinna meir.“ Leiðist störukeppni við sjálfa sig Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Hún leikur í Svanir skilja ekki og æfir Eldraunina í Þjóðleikhúsinu, vinnur að uppsetningu vestnorrænnar leiksýningar í Brimhúsinu, sinnir börnum og undirbýr flutninga. MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR Fantastar verður síðasta verkefni Margrétar á Íslandi í bili því strax að því loknu flytur hún til Berlínar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Við höfum verið svo líberal og passað okkur að dæma engan, það hafa allir mátt hafa sínar hugmyndir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.