Fréttablaðið - 15.03.2014, Side 34

Fréttablaðið - 15.03.2014, Side 34
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía Ágústs-dóttir leika aðalhlut-verk í leikritinu Harm-sögu. Þau sýndu verkið í Þjóðleikhúsinu í haust við góðan orðstír. Nú halda þau utan, á leiklistarhátíðina World Stages í Washington D.C., höfuð- borg Bandaríkjanna, þar sem þau sýna meðal leikhúsfrömuða á borð við Peter Brook. Það er erfitt að leika Harmsögu að sögn Elmu og Snorra því verkið gengur nærri þeim. Elma er gift höfundinum, Mikael Torfasyni, og leikritið er byggt á raunverulegu morðmáli. Una Þorleifsdóttir leikstýrði verk- inu og John Grant sá um tónlist- ina. Úr Hlíðasmára í Kennedy Center Hvernig hefur það gengið að færa verkið yfir á ensku? Elma: Við erum ekki að læra þetta upp á nýtt heldur að flytja þetta einhvern veginn bara yfir á annað tungumál. Snorri: Já, ég fann einhvern hita í vinstra heilahvelinu, svæði sem ég var að nota sem ég hef bara aldrei notað áður. Að yfir- færa svona verk er mjög skrítið – og ég veit svosem ekkert hvernig ég er í ensku. Elma: Já, við pældum til dæmis í því að breyta nöfnunum yfir í ensk nöfn. En þá var búið að prenta út leikskrána í Kennedy Center. Þannig að við heitum enn þá bara Ragnar og Sigrún og búum í Hlíða smára í Kópavogi. En hvernig kom það til að þið voruð valin á þessa hátíð? Snorri: Það var algjör tilviljun. Konur frá World Stages-hátíð- inni heimsóttu Tinnu Gunnlaugs (innsk. blm. þjóðleikhússtjóra). Það hittist þannig á að þær kom- ust á frumsýninguna. Þær töluðu ekki um að þær væru komnar til að leita eftir verkum á hátíðina. Elma: Þær voru búnar að loka prógramminu. Snorri: Svo veit ég ekki hversu löngu seinna kemur póstur til Tinnu og þær vilja fá verkið út. Harmsaga er eina íslenska verkið á World Stages. Elma: Svo sýnir Peter Brook kvöldið áður en við frumsýnum. Snorri: Á sama sviði. Þannig að hann hitar upp fyrir ykkur? Snorri: Eigum við ekki bara að orða það þannig? Hvaða saga er Harmsaga? Elma: Í henni eru samskipti á milli tveggja persóna undir smásjá. Við erum að vinna með hvers- dagslega hluti. Fólk í samböndum alls staðar í heiminum er að tak- ast á við samskiptaörðugleika og ég held að það skipti engu máli hvert við förum með verkið því það munu alltaf einhverjir tengja. Snorri: Eftir sýningu vatt mjög góður vinur minn sér að mér. Hann grét og við féllumst í faðma því verkið hafði fengið svo á hann. Að hann hafði áttað sig á því að hann væri á vondum stað í sínu sambandi. Þetta er mesta hrós sem ég hef nokkurn tíma fengið, miklu meira en nokkur góð gagnrýni. Elma: Verkið fjallar um hið íslenska morð, það er ástríðu- glæpur. Ég segi eins og Snorri. Þó að væri ekki nema ein manneskja sem myndi hugsa sig tvisvar um í einhverju mynstri í samskiptum, þá er það þess virði. Oftar en við höldum erum við að leika okkur við dauðann og það er sjokkerandi að sjá það. Og Sigrún og Ragnar í Harmsögu eru bara venjulegar manneskjur. Raunverulegar tilfinningar Hvernig er að leika í verki þar sem nándin er svona mikil, bæði ykkar á milli, og svo ertu gift höfundin- um, Elma? Elma: Ég er mjög heppin með mótleikara. Við Snorri kynntumst í skólanum og fórum út í Harmsögu saman. Mér hefur alltaf liðið vel að vinna með honum. Varðandi það að eiginmaðurinn skrifaði verkið lít ég á það sem forréttindi. Að fá að vinna með honum og eiga greið- an aðgang að samtali við höfund- inn sjálfan um verkið fram og til baka hjálpaði mér að kafa dýpra í karakterinn og sú vinna skilaði sér á sviðinu. Elma heldur áfram: Mér fannst á vissan hátt þægi- legt að hafa Mikka þarna, af því að það gengur nærri manni að leika þetta, jafnmikið að Snorra og mér. Það skiptir engu máli þótt maður reyni að setja upp vegg gagnvart því, vegna þess að maður gengur í gegnum raunverulegar tilfinn- ingar. Snorri: Ég bið kærustuna mína (innsk. blaðamanns Harpa Ein- arsdóttir fatahönnuður) oft að lesa á móti mér og það var allt í einu orðið óþægilegt. Ég vil ekki að hún eigi eitthvað skylt við Sig- rúnu eða að ég sem kærasti eigi eitthvað skylt við Ragnar. Til- finningin þegar maður er að fara að sýna Harmsögu er eins og við séum að fara að stíga upp í bíl sem við vitum að er að fara að lenda á vegg. Hjónabandsráðgjafi sendi pör á Harmsögu Elma: Ég veit um hjónabands- ráðgjafa sem sendi pör á Harm- sögu. En maður veit líka sjálfur, ef maður lendir svo í rifrildi, sér- staklega eftir að vera búinn að leika þetta svona oft, að það borg- ar sig ekki að rífast. Snorri: Já. Það er kominn ein- hver litur, eitthvert bragð, sem kemur í hausinn á mér ef ég finn að ég er að fara inn í rifrildi sem hefur aldrei verið svona sterkt áður – og ég segi við sjálfan mig: Nei, ég ætla ekki að fara inn í þetta. Það mun ekki hjálpa. Læsti sig inni á klósetti og grét í alvöru Hvernig var að vinna með Unu Þorleifsdóttur leikstjóra í hennar fyrsta verki í stóru húsi? Og hvern- ig var umgjörðin í kringum Harm- sögu? Elma: Það var frábært í einu orði sagt. Snorri: Una kenndi okkur Elmu, og mér hefur alltaf þótt mjög vænt um hana. Hún er auðmjúk og æðrulaus og laus við öll leiðindi sem tengjast egói. Snorri: Svo var dramatúrginn okkar, Dóri DNA, algjör lykilmað- ur í hópnum. Hann er svo mikill peppari. Þegar við vorum búin að velta okkur upp úr handritinu heilu dagana, lyfti hann stemning- unni upp. Elma: Einu sinni rifumst við Snorri í alvöru. Ég fór að gráta og læsti mig inni á klósetti. Þá var það Dóri sem bjargaði deginum. Snorri: Ég kalla það nokkuð gott að það hafi bara verið ein svona uppákoma í öllu ferlinu. Þau hlæja. „Þetta er ömurlegasta sýning sem ég hef séð“ En það eru ekki allir sem kunnu að meta sýninguna? Snorri: Nei, svo sannarlega ekki. Ég man eftir einum manni í saln- um sem sagði hátt og snjallt yfir alla sýninguna: „Þetta er ömur- legt. Þetta er ömurlegasta sýning sem ég hef séð.“ Elma: Þetta var mjög erfitt, að sitja undir frammíköllum, af því að ég held að það muni alltaf vera fólk sem fílar ekki það sem maður gerir og hefur skoðanir á því sem manni sjálfum líkar ekki. Það er allt í lagi og fólk má alveg mynda sér þannig skoðanir á því sem það er að sjá, en það er ofboðslega vont að fá það í andlitið – sérstaklega þegar maður er svona, eins og í þessu verki, nak- inn á sviði. Þegar hann byrjaði, þá vorum við í senu þar sem ég er að byrja að labba á móti Snorra og ég horfði í augun á honum og við tókum ákvörðun án þess að segja nokkuð: Kýlum á þetta. Í staðinn fyrir að stoppa sýninguna, kveikja ljósin og biðja hann um að fara út. En hvað er fram undan hjá leik- urunum tveimur? Elma: Ég er að leika Abigail í Eldrauninni eftir Arthur Miller. Verkið verður frumsýnt í apríl á Stóra sviði Þjóðleikhússins þann- ig að ég fæ nokkurra daga frí frá æfingum til að stökkva út með Harmsögu. Snorri: Ég er að leika í Litla prinsinum sem verður líka frum- sýnt í apríl í Kúlunni – en ég er reyndar í fríi þessa dagana því mótleikkona mín var að eignast barn. En við æfum á kvöldin. Elma: Ég var einmitt að ræða það við Snorra og Unu, að ég er að leika hlutverk núna sem er annars vegar hin vonda Abigail í Eldraun- inni og hins vegar Sigrún. Þetta eru algjörar draumarullur, en ég verð að viðurkenna að um daginn horfði ég öfundaraugum á krakk- ana í Spamalot sem eru að syngja og dansa í sínum hlutverkum. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Harmsaga gæti hent okkur öll Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía Ágústsdóttir vöktu mikla athygli er þau frumsýndu leikritið Harmsögu síðastliðið haust. Í kvöld stíga þau á svið í Kennedy Center í Washington DC þar sem þessi harmsaga úr Hlíðasmára verður gædd lífi fyrir enskum áhorfendum. Leikararnir eru sammála um að verkið hafi gengið nærri þeim en æfingaferlið gekk ekki snurðulaust fyrir sig. VERKIÐ GEKK NÆRRI ÞEIM Leikararnir Snorri og Elma Stefanía rifust einu sinni í alvörunni á æfingaferlinu í Harmsögu og Elma endaði grátandi inni á klósetti en þá var það það dramatúrginn, Dóri DNA, sem bjargaði deginum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tilfinningin þegar maður er að fara að sýna Harm- sögu er eins og við séum að fara að stíga upp í bíl sem við vitum að er að fara að lenda á vegg. Snorri Engilbertsson leikari
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.