Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 36
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Fallegustu nýbyggingar landsins Ýmislegt spennandi hefur gerst í íslenskum arkitektúr á síðustu árum. Fréttablaðið fékk vel valinn hóp fagaðila til að velja fallegustu nýbyggingar landsins sem eiga það sameiginlegt að vera byggðar eftir árið 2007. Sundlaugin á Hofsósi er þar efst á blaði þar sem byggingin er talin einstaklega vel heppnuð og bera virðingu fyrir náttúrudýrðinni í umhverfinu. 1. Sundlaugin á Hofsósi – Arkitektar: Basalt / VA: Jóhann Harðarson, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Stefanía Sigfúsdóttir, Sigríður Sigþórsdóttir (2010). Arkitektúr sem í sjálfu sér er upplifun. Falleg lausn þar sem virðing er borin fyrir umhverfi og náttúru. Unnið er vel með samspil þess náttúrulega og manngerða og góð tilfinning fyrir hlutföllum, efnum, notkun og tilgangi. Byggingin er hógvær í landslaginu en myndar um leið sterkt samspil við umhverfið, haf og land. Elísabet V. Ingvarsdóttir Laugin og þjónustuhúsið eru hugvitssamlega felld inn í landið. Í einfaldleik sínum nær mannvirkið að magna áhrif umhverfisins þar sem vatnsflötur laugarinnar kallast á við hafflöt Skagafjarðar og eyjarnar við sjónarrönd. Pétur H. Ármannsson Sundlaugin á Hofsósi eftir Basalt arkítekta. Tekin í notkun 2010. Mögnuð bygging þar sem sundlaugin nánast snertir hafið og sjónsteyptir veggirnir flæða meðfram umhverfinu. Freyr Einarsson Sundlaugin við Hofsós býður upp á einstaka upplifun. Auðmýkt gagnvart umhverfinu og landslagi fjarðar, fjalla og Drangeyjar einkenna verkið. Öll staðarmyndun er til fyrirmyndar og upphefur fallegt útsýnið, en sjónrænt rennur sundlaugarvatnið og sjórinn saman í eitt þegar horft er frá laugarkerinu í átt til Drangeyjar. Bygging og landslag fléttast saman í sannfærandi heild og þakið á byggingunni rennur inn í bæjarumhverfið og myndar skemmtilegt útisvæði. Sigrún Birgisdóttir 2. Háskólinn á Akureyri, skipulag og kennsluhúsnæði, 4. áfangi. Arkitektar: Gláma-Kím arkitektar (2010–2012) Eldri og yngri byggingar mynda sannfærandi heild þar sem mikil alúð er lögð í mótun rýmis og öll útfærsluatriði. Sterk grunnhugmynd að skipulagi bygginga, samsett úr minni einingum sem unnt var að byggja í hóflegum áföngum. Pétur H. Ármannsson Háskólinn á Akureyri er byggður við og utan um eldri byggingar að Sólborg í nokkrum áföngum. Einstaklega vel hefur tekist til við flæði milli eldri og nýrri byggingarhluta og að skapa umhverfi sem þjónar vel háskólasamfélaginu. Sérstaða verksins felst í hversu vel hefur verið unnið með að skapa heildrænt yfirbragð með vandaða útfærslu á rýmum og efnisvali ásamt því að viðhalda vönduðum vinnubrögðum á löngum framkvæmdatíma. Sigrún Birgisdóttir 3. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ – Arkitektar: Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger hjá a2f Arkitektum (2014) Fyrst og fremst athyglisverð bygging sem þjónar vel tilgangi sínum, tekur mið af umhverfinu og er byggð með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Skipulag rýma og tengsl þeirra á milli bera vott um góðan skilning á starfseminni og eru hvetjandi til nýbreytni og sveigjanleika í kennsluháttum. Efnisval er áhuga- vert jafnt utan sem innan, hljóðvist er áberandi góð og eiga verk Bryndísar Bolladóttur sem skreyta skólastofur og önnur rými sinn þátt í því. Elísabet V. Ingvarsdóttir 4. Safnasafnið á Svalbarðsströnd – Arkitekt: Ragnheiður Ragnarsdóttir (2007) Falleg heildarlausn þar sem gott samspil er á milli tveggja eldri húsa við nýja byggingu sem tengir þær saman. Hún hefur að geyma óvænta og áhugaverða þætti sem skapa sjónræna upplifun með samspili við gróinn garðinn í kring. Vandað verk þar sem góður skilningur er á starfsemi safnsins og verkefninu í heild og vel unnið með samspil einkarýmis og safns. Elísabet V. Ingvarsdóttir 5. Kaffihúsið í Lystigarði Akureyrar– Arkitektar: Kollgáta– Logi Már Einars- son og Ingólfur Freyr Guðmundsson (2012) Bygging sem nær að tengjast viðkvæmu, sögulegu umhverfi með góðum hlutföllum og vönduðu efnisvali. Heildarform hússins vísar til eldri byggðar á Akureyri en um leið ber útfærsla þess samtíð sinni vitni. Pétur H. Ármannsson 6. Háskólatorg – Arkitekt: Hornsteinar arkitektar í samvinnu við Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar (2007) Velheppnuð bygging og skipulag sem virkar mjög vel, ekki síst fyrir kúltúrinn í Háskólanum. Tengingin við gömlu byggingarnar er snjöll og býr til skemmtilegt flæði sem sameinar allar deildir á torginu sem hefur valdið straumhvörfum fyrir menningu Háskólans. Freyr Einarsson Álitsgjafar: Elísabet V. Ingvarsdóttir - Hönnunarfræðingur/hönnuður og kennari Pétur H. Ármannsson - Arkitekt Freyr Einarsson - Sjónvarpsstjóri 365 miðla Sigrún Birgisdóttir - Deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MYND/AUÐUNN MYND/AUÐUNN FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MYND/RAFN SIGURÐSSON FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.