Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 46

Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 46
| ATVINNA | Staða aðstoðarskólastjóra við Öldutúnsskóla er laus til umsóknar. Öldutúnsskóli er heildstæður grunnskóli þar sem 530 nemendur stunda nám. Hornsteinar skólastarfsins eru virðing, virkni, vellíðan. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í að stjórna og leiða gott, faglegt samstarf og hafa að leiðarljósi að gott skólastarf má ávallt bæta. Skólinn hefur í áraraðir haft á að skipa góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Mikil áhersla er lögð á samvinnu, teymisvinnu og skapandi hugsun og starfsgleði. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni og hugmyndafræði Olweus. Eins er skólinn á grænni grein og hefur flaggað Grænfánanum fjórum sinnum, síðast í mars 2014. Umsækjandi þarf að hafa leiðtogahæfileika og góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennarapróf, kennslu- og stjórnunarreynsla • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg. • Frumkvæði og samstarfsvilji. • Góðir skipulagshæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi. • Reynsla og/eða þekking á SMT-skólafærni og Olweus. Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna stjórnunarstarfi. Allar upplýsingar um stöðuna veitir Valdimar Víðisson, skólastjóri í síma 555 1546/664 5898 eða í gegnum netfangið valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is Umsókn ber að skila á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Linnetsstíg 3, 220 Hafnarfjörður. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2014 Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðuna. Laun og kjör eru samkvæmt samningum KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Sviðsstjóri fræðsluþjónustu Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Aðstoðarskólastjóri Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra á gæðadeild Landspítala. Starfið er laust frá 1. maí 2014 eða eftir samkomulagi. Hlutverk gæða- og sýkingavarnardeildar er að veita forystu, leiðsögn og umgjörð um öryggis- og gæðamál spítalans í samvinnu við önnur svið og stuðla þannig að bættri þjónustu við sjúklinga. Verkefni gæða- og sýkingavarnardeildar eru m.a.; Gæði klínískrar þjónustu, úttektir, eftirlit og umbætur, atvika- skráning vegna sjúklinga, úrvinnsla, umbætur og eftirfylgni, kvartanir og kærur, fagleg þróun sjúkraskrár, sýkingarvarnir og efling opinnar gæða- og öryggismenningar. Helstu verkefni og ábyrgð » Umsjón og úrvinnsla gagna úr gagnagrunni atvikaskráninga » Þátttaka í gæða- og þróunarverkefnum deildarinnar í samvinnu við yfirlækni » Þátttaka í vísindastarfi og gæðarannsóknum Hæfnikröfur » Menntun á sviði heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi » Reynsla af gæðastjórnun og/eða verkefnastjórnun » Góð tölvufærni og þekking á rafrænum kerfum Landspítala » Góð færni í mannlegum samskiptum og öguð vinnubrögð Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2014. » Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. » Með umsókn skal leggja fram náms- og starfsferilskrá ásamt gögnum um vísindavinnu og ritsmíðar. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og starfsleyfi. » Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. » Upplýsingar veitir Elísabet Benedikz, yfirlæknir, netfang ebenedik@landspitali.is, sími 543 1000. GÆÐA- OG SÝKINGAVARNARDEILD Verkefnisstjóri Lyf- og skurðlækningasvið bjóða nýútskrifuðum hjúkrunar- fræðingum upp á sérstakt starfsþróunarár. Skipulag þess er með þeim hætti að hjúkrunarfræðingur ræður sig í 80-100% starf á deild innan lyf- eða skurð- lækningasviðs. Samhliða starfinu er skipulögð fræðsla í formi fyrirlestra og umræðufunda og einnig markviss stuðningur, handleiðsla og ráðgjöf. Gera má ráð fyrir að um 10% af starfshlutfalli viðkomandi sé helgað starfsþróun. Starfsþróunarárið hefst formlega þann 1. október nk. og lýkur í byrjun júní 2015. Áætlað er að 30 hjúkrunarfræðingar verði teknir inn, 15 frá hvoru sviði. Markmið starfsþróunarársins » Auka nýliðun hjúkrunarfræðinga á Landspítala » Styrkja og efla faglegar áherslur og fjölbreytni í hjúkrun » Stuðla að auknum gæðum hjúkrunar Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2014. » Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi. » Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. » Upplýsingar veita Þórdís Wium, mannauðsráðgjafi skurð- lækningasviðs, thordisw@landspitali.is, sími 824 5625 og Þórgunnur Hjaltadóttir mannauðsráðgjafi lyflækningasviðs, torghjal@landspitali.is, sími 824 5625. LYF- OG SKURÐLÆKNINGASVIÐ Starfsþróunarár hjúkrunarfræðinga Störf hjúkrunarfræðinga á heila-, tauga- og bæklunar- skurðdeild eru laus til umsóknar. Störfin eru laus frá 1. maí 2014 eða samkvæmt samkomulagi. Boðið verður upp á sérstakt starfsþróunarár fyrir ný- útskrifaða hjúkrunarfræðinga næsta haust í formi fyrir- lestra, umræðufunda, handleiðslu og ráðgjafar. Helstu verkefni og ábyrgð » Hjúkrunarfræðingur ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð á meðferð, samkvæmt starfslýsingu Hæfnikröfur » Íslenskt hjúkrunarleyfi » Faglegur metnaður » Góð samskiptahæfni » Sjálfstæði í vinnubrögðum Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2014. » Starfshlutafall er 60-100% vaktavinna. » Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. » Upplýsingar veitir Dröfn Ágústsdóttir, deildarstjóri, netfang drofna@landspitali.is, sími 824 5946. SKURÐLÆKNINGASVIÐ Hjúkrunarfræðingar Forstöðumaður búsetukjarna fyrir geðfatlaða Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir til umsóknar stöðu forstöðumanns tveggja búsetukjarna fyrir geðfatlaða í hverfi Árbæjar og Grafarholts. Um er að ræða 100% starf og heyrir forstöðumaðurinn undir framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir í síma 411 1200 eða með því að senda fyrirspurnir á solveig.reynisdottir@reykjavik.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Helstu verkefni og ábyrgð: • Fagleg ábyrgð á þjónustunni út frá hugmyndafræði Velferðarsviðs – VSL • Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri búsetukjarnanna • Yfirumsjón með daglegri þjónustu • Ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og framkvæmd þeirra • Stjórnun starfsmannamála og ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu • Samstarf við samstarfsaðila og hagsmunasamtök • Þátttaka í þverfaglegum teymum á þjónustumiðstöðinni • Þátttaka í mótun og uppbyggingu á skipulagi búsetunnar Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta eða félagsvísinda, meistaranám æskilegt • Þekking og reynsla af stjórnun • Þekking og reynsla af vinnu með geðfötluðum • Þekking og reynsla af vinnu með líkamlegar fatlanir og/eða vímuefnavanda kostur • Mikil færni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Velferðarsvið 15. mars 2014 LAUGARDAGUR2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.