Fréttablaðið - 15.03.2014, Side 84

Fréttablaðið - 15.03.2014, Side 84
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 52TÍMAMÓT Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN J. STEINSEN lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 20. mars kl. 13.00. Rúnar Steinsen Guðrún Guðmundsdóttir Steinn Steinsen Ásta María Björnsdóttir Anna Steinsen Sigurður Már Einarsson Ragnheiður Steinsen Rakel Steinsen barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar kæru HLÍFAR ERLENDSDÓTTUR Hátúni 10a, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við því starfsfólki í heimahlynningu sem annaðist hana með hlýju, virðingu og vináttu. Jóna María Eiríksdóttir Reynir Þorsteinsson Kristján Hjaltested Gerður, Frank og börn. KARL JÓHANN GUÐMUNDSSON leikari, þýðandi og orðsnillingur, lést aðfaranótt 3. mars á dvalarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 17. mars, kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Soffía Lára Karlsdóttir Sigríður Helga Karlsdóttir Garðar Hansen Steingerður Sigurjónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR Lækjasmára 8, Kópavogi, lést á Hrafnistu, Kópavogi, 27. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Valsdóttir Erla Valsdóttir Jón H. Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og bróðir, GYLFI GUNNARSSON þyrluflugmaður, lést 19. október síðastliðinn í Sebring á Flórída eftir skammvinn veikindi. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Gylfadóttir Hanne Sundt Gerður Gunnarsdóttir Gauti Gunnarsson Sigurður Ólafur Gunnarsson og fjölskyldur. MERKISATBURÐIR 1493 Kristófer Kólumbus kemur til baka til Spánar úr fyrstu Ameríkuferð sinni. 1905 Bæjarsíminn í Reykjavík er formlega opnaður. Leikið er á fiðlu í símann af tilefninu. 1953 Þjóðvarnarflokkur Íslands er stofnaður. Flokkurinn starf- ar í áratug. 1956 Söngleikurinn My Fair Lady er frumsýndur á Broadway. 1961 Suður-Afríka segir sig úr Breska samveldinu. 1964 Leikkonan Elísabeth Taylor og leikarinn Richard Burton ganga í hjónaband. 1983 Litlu munar að farþegaþota frá Arnarflugi og herflugvél rekist á rétt við Vestmannaeyjar. 2006 Bandarísk stjórnvöld tilkynna ríkisstjórn Íslands um þau áform sín að kalla allar orrustuþotur sínar og björgunarþyrlur heim frá Keflavík. Þegar nokkrir fyrrverandi félagar hins rómverska herforingja Júlíusar Sesars óttuðust að hann ætlaði sér að afnema lýðveldið og skipa sjálfan sig konung lögðu þeir á ráðin um að myrða hann. Fyrirsátin átti sér stað á þessum degi 44 f.Kr. þegar Sesar var á leið inn í samkomuhús öldunga ráðsins en þá var hann stunginn til bana af sínum eigin þingmönnum. Allt að sextíu háttsettir menn tóku þátt í samsærinu en á meðal þeirra var Brút- us, sonur hjákonu Sesars. Segir sagan að þegar Sesar sá Brútus meðal samsærismanna hafi hann mælt: „Einnig þú, barn?“ Samkvæmt öðrum heimildum féll hann án þess að mæla orð. Shakespeare leggur Sesari lokaorðin ódauðlegu í munn: „Et tu, Brute?“ sem er latína og þýða má: „Þú líka, Brútus?“ ÞETTA GERÐIRT 44 F.KR. Fyrirsát Júlíusar Sesars LÍFSSTÍLL AÐ VERA SKÁTI Júlíus Aðalsteinsson, verkefnastjóri Bandalags íslenskra skáta. „Þetta er svolítið merkilegt að starfs- maður í frjálsum félagasamtökum nái tuttugu ára starfsaldri og því vildum við fagna því með óvæntu teiti þar sem samstarfsmenn, sjálfboðaliðar og aðrir sem hafa unnið með honum í gegnum tíðina mættu og gerðu sér glaðan dag,“ segir Dagbjört Brynjars- dóttir, upplýsingafulltrúi Bandalags íslenskra skáta. Júlíus Aðalsteinsson, félagsmála- stjóri Bandalags íslenska skáta, hefur unnið fyrir æsku landsins síðastlið- in tuttugu ár. Starf hans hefur verið margþætt í gegnum árin en hann hefur unnið að stuðningi við skáta- foringja, aðstoðað við að stofna ný skátafélög í öðrum sveitarfélögum og sinnt öllum tengslum Bandalagsins við skátafélögin í landinu ásamt öðru. Æskulýðsstarf skáta hefur verið starfrækt á Íslandi í hundrað ár en var fyrst stofnað í Bretlandi árið 1907. Dagbjört segir að markmið starfsins snúist um að þroska börn og unglinga til að verða sjálfstæðir einstaklingar með því að prófa og upplifa aðstæður sjálf. „Þetta á alltaf að vera skemmtilegt og spennandi félagsstarf með áskorun- um til að prófa eitthvað nýtt. Við setj- um okkur markmið og gerum okkur grein fyrir því að við löbbum ekki á Everest á einum degi. Náttúrunni berum við virðingu fyrir og skiljum ekki eftir okkur spor.“ Dagný segir fjöldatölur skáta um allt land fremur stöðugar en á sumrin sé mikil aðsókn vegna ýmissa sumarnámskeiða. „Að byrja í skátunum verður í raun eins konar lífsstíll fyrir lífstíð,“ segir hún. marinmanda@frettabladid.is Skáti fyrir lífstíð Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri Bandalags íslenskra skáta, var heiðraður með teiti í gær fyrir tuttugu ára starf hjá skátunum. Ástkær faðir minn, afi, langafi og bróðir, GUÐMUNDUR HALLDÓR SNÆHÓLM lést þann 28. febrúar á Vífilsstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Hrefna Gróa Snæhólm Ómar Ólafsson Sunneva Jónsdóttir Snæhólm Stefán Halldór Fannbergsson Guðmundur Ómarsson Óttar Þór Ómarsson Snæhólm Tryggvi Ómarsson og langafabörn, Arnar Freyr Stefánsson Kristófer Jón Stefánsson Hrefna Karen Stefánsdóttir Edda Snæhólm
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.