Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 104
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 72
Tilbúinn í viðræður við þýska landsliðið
„Ég var í viðræðum við þýska sambandið áður en það réði Martin þannig það er ekkert skrítið að nafnið mitt hafi
komið upp,“ segir Dagur Sigurðsson við Fréttablaðið um þann orðróm að Degi verði á ný boðið starf sem lands-
liðsþjálfari Þýskalands í sumar.
Það er vægast sagt heitt undir Martin Heuberger, þjálfara liðsins, sem mistókst
að koma því á EM í Danmörku. Þjóðverjar voru frekar óheppnir í drættinum í
umspilsleikina fyrir HM en þar mætir það Póllandi sem þykir sigurstranglegra.
Komist Þýskaland ekki á HM þykir næsta víst að Heuberger verði rekinn og
hefur Dagur verið orðaður við liðið á ný.
„Ég myndi ekkert slá það frá mér og myndi alveg setjast niður með þeim. Ég
myndi samt ekkert leggjast flatur fyrir þá,“ segir Dagur, sem á eitt ár eftir af
samningi sínum við Füchse Berlín.
Hann er hvergi banginn við þýska starfið þó þjálfarar fárra handboltalið séu undir
meiri pressu.
„Þetta virðist ekki vera skemmtilegasta starf í heimi en aftur á móti væri þetta mik-
il áskorun. Þjóðverjar eru mikil handboltaþjóð og myndi alveg kitla að reyna hafa
einhver áhrif,“ segir Dagur, sem áður stýrði austurríska landsliðinu samhliða því að
þjálfa liðið Bregenz. Það kemur ekki til greina að þjálfa Þýskaland og Berlínarrefina.
„Nei, ég myndi aldrei gera það samhliða því. Ég er búinn að prófa það og geri það
ekki aftur,“ segir Dagur Sigurðsson.
HANDBOLTI Dagur Sigurðsson,
þjálfari þýska 1. deildar liðsins
Füchse Berlín, hefur vakið mikla
athygli fyrir langt viðtal sem hann
fór í á þýska handboltavefmiðl-
inum Handball-world.com. Þar
bendir Dagur á beinar afleiðingar
leikjaálagsins sem er gífurlegt hjá
bestu handboltaliðum heims.
Þar telur hann upp, ásamt
blaðamanninum, nokkur alvarleg
og mjög alvarleg meiðsli 24 leik-
manna í efstu fimm liðum þýska
boltans á síðustu tveimur árum.
Þar á meðal eru Íslendingarn-
ir Alexander Petersson og Aron
Pálmarsson.
„Við tókum bara skyttustöðurn-
ar inn í þetta þannig að þarna er
aðeins um að ræða toppinn á ísjak-
anum,“ segir Dagur um málið við
Fréttablaðið. „Þetta eru aðeins
þrjár leikstöður og ekki um að
ræða einhverjar tognanir heldur
alvarleg meiðsli.“
NBA-leikjaálag
Dagur rekur fjölgun meiðsla beint
til aukins leikjaálags en fyrir utan
það að leikirnir eru orðnir mun
fleiri eru þeir einnig orðnir hrað-
ari.
„Evrópukeppni landsliðs hófst
fyrir 20 árum og þar bættist við
annað stórmót. Riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar er stærri og þá er
komin riðlakeppni í hinar Evrópu-
keppninnar. Svo þurfa meistar-
arnir að fara á heimsmeistaramót
félagsliða og fleira. Ofan á þá er
hraða miðjan orðin svipað gömul
og EM,“ segir Dagur en hlutirnir
voru öðruvísi þegar hann var að
byrja og lengi vel framan af ferl-
inum.
„Þá var engin hröð miðja. Maður
gat tekið sér tíma í að fagna og
hlaupið að áhorfendum og gefið
öllum „five“. Nú er leikurinn hrað-
ari og leikjaálagið eins og í NBA-
deildinni. Munurinn er sá að NBA
er með úrslitakeppni þannig að
tímabilið þar er langt frá því að
vera eins kraftmikið og í hand-
boltanum. Enda eru leikmennirn-
ir orðnir örmagna. Núna getum
við tapað úti um allt. Við töpuðum
í Eisenach og Minden og Kiel tap-
aði í Magdeburg til dæmis. Það er
bara vegna þess að leikmennirnir
eru búnir á því,“ segir Dagur.
15 færri leikir
Aukinn hraði í handboltanum
hefur gert hann að sjónvarps-
vænni íþrótt og fjöldi leikja leið-
ir til hærri launa leikmanna sem
fá margir hverjir ansi vel borg-
að fyrir sín störf. Til að draga úr
álaginu þyrfti engu að síður, að
mati Dags, að fækka leikjum um
fimmtán á hverju tímabili.
„Líklega þyrfti deildin að vera
16 liða, Meistaradeildin þyrfti
aðeins að minnka og stórmótið
ætti auðvitað að vera á fjögurra
ára fresti þannig leikmenn fái frí
svona við og við. En til þess að
þetta gerist þurfa allir að koma
að borðinu og standa saman. Þ.e.
þýska deildin, EHF og IHF. En
ég þekki þennan bransa ágætlega
og sé það ekkert gerast,“ segir
Dagur sem hefur miklar áhyggj-
ur af álaginu og hvað það er að
gera mönnum eins og meiðslalist-
inn sýnir.
„Þetta hefur orðið til þess að
menn hætta spila með landslið-
um. Hjá Þýskalandi eru einhverjir
6-8 sterkir spilarar sem hafa ekk-
ert spilað með því undanfarin ár
í þeim tilgangi að reyna að lengja
ferilinn. Menn eru einfaldlega að
berjast fyrir því að halda ferlinum
á lífi. Menn verða að fara að horfa
á þetta frá sjónarhorni leikmann-
anna,“ segir Dagur Sigurðsson.
Erum á pari
Berlínarrefir Dags eru í fimmta
sæti þýsku 1. deildarinnar með 36
stig, fjórum stigum á eftir Ham-
burg sem er í fjórða sætinu.
„Við erum svona á pari má segja.
Við erum með þessi fjögur stóru
lið fyrir ofan okkur en undanfar-
in ár hefur okkur tekist að vera
fyrir ofan eitt þeirra allavega. Nú
höfum við sjálfir lent í miklum
meiðslavandræðum, sérstaklega
þegar leikjaálagið var hvað mest,
þannig að það hefur reynst mun
erfiðara að geta strítt stóru liðun-
um. Við þurfum að berjast fyrir
5. sætinu en við komumst í und-
anúrslit bikarsins sem við vorum
ánægðir með,“ segir Dagur Sig-
urðsson. tom@frettabladid.is
Menn berjast fyrir ferlinum
Dagur Sigurðsson hefur miklar áhyggjur af álaginu á leikmönnunum hjá bestu liðum heims. Þeim þarf að
fækka en til þess að svo verði þarf að standa saman. Refi rnir eru á pari eft ir erfi ða leiktíð vegna meiðsla.
ÁHYGGJUFULLUR Dagur Sigurðsson vill minnka leikjaálagið til að vernda leikmennina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HANDBOLTI HK féll úr Olís-deild-
inni í handbolta, svo framarlega
sem fjölgun liða í deildinni bjargi
því ekki í sumar, eftir tap gegn
Haukum á heimavelli sínum í
Digranesi á fimmtudaginn.
HK-ingar, sem misstu nánast
allt byrjunarlið sitt fyrir tímabil-
ið og hafa átt afar erfitt uppdráttar
í vetur, hafa aðeins unnið sér inn
þrjú stig í deildinni með einum
sigri og einu jafntefli.
Fyrsta stiginu náði liðið strax í
fyrstu umferð mótsins þegar það
gerði nokkuð óvænt jafntefli við
FH, 22-22, í Digranesi en fyrsti og
eini sigurinn kom ekki fyrr en 21.
nóvember þegar HK vann Fram á
heimavelli, 22-19.
Það stefnir allt í að HK, sem
er búið að tapa átta leikjum í röð,
jafni met Gróttu sem er slakasta
liðið í sögu átta liða deildarinn-
ar sem tekin var upp tímabilið
2006/2007.
Metið yfir fæst stig í deildinni
er aðeins tveggja ára gamalt en
Gróttumenn áttu ekkert erindi í
úrvalsdeildina tímabilið 2011/2012
og féllu með þrjú stig. Þeir voru
sex stigum frá Aftureldingu sem
náði sjöunda sæti og heilum 19
stigum frá öruggu sæti.
HK-ingar hafa fjóra leiki til að
næla sér í eitt stig og losna við að
jafna árangur Gróttu sem slakasta
liðið í sögu átta liða deildarinnar.
Kópavogsliðið mætir ÍBV, Fram,
FH og Akureyri í síðustu fjórum
umferðunum.
Markatala HK-liðsins er þó nú
þegar orðin verri en hjá Gróttu
fyrir tveimur árum. Grótta var
með -124 í markatölu þegar liðið
féll 2012 en HK er með -126 og
má fastlega búast við að hún verði
verri eftir fjóra leiki. - tom
Liðin sem hafa fallið í átta liða
deild:
2007: ÍR 10 stig (-77)
2008: ÍBV 9 stig (-232)
2009: Víkingur 7 stig (-86)
2010: Stjarnan 11 stig (-72)
2011: Selfoss 10 stig (-64)
2012: Grótta 3 stig (-124)
2013: Afturelding 12 stig (-49)
*2014: HK 3 stig (-126)
*Fjórir leikir eftir
Árangur Gróttu 2011/2012:
1 sigur - 1 jafntefli - 19 töp
3 stig og markatalan - 124
HK Getur jafn-
að slæmt met
FALLNIR HK-ingar féllu í síðustu
umferð deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
#BYLGJANBYLGJAN989
BAGGALÚTUR
ER Í LOFTINU
ÉG FELL BARA FYRIR FLUGFREYJUM
VINSÆLT Á BYLGJUNNI