Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 110

Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 110
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 78 „Ég festist í flugsysteminu í Þjóð- leikhúsinu. Ég er svo sem ekki fyrsti leikarinn til að lenda í því. Amma mús hefur átt í pínulitlum erfiðleikum með þetta í Dýrun- um í Hálsaskógi,“ segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson. Hann lenti í því að festast í flugkerfi leikhúss- ins í miðri sýningu á Spamalot í senu þar sem hann flýgur inn á sviðið sem galdrakarlinn Tumi. „Senan á að vera vandræða- leg frá hendi höfundarins en hún varð raunverulega vandræðaleg og hættuleg á köflum,“ segir Stef- án Karl með bros á vör. „Vírar sem toga mig inn og út af sviðinu fest- ust þannig að í fyrsta lagi komst ég ekki inn á sviðið. Síðan þegar ég loksins komst inn á sviðið rauk ég upp í loft og út aftur. Ég sveifl- aðist utan í leikmyndina, upp og niður, hægri og vinstri og sner- ist allur í vírunum,“ bætir hann við. Meðleikarar hans á sviðinu skemmtu sér konunglega yfir þess- um spaugilegu hrakförum hans. „Senan á að vera tvær til þrjár mínút- ur en endaði miklu lengri og því þurfti ég að fylla upp í götin með skelli- hlæjandi leikara á sviðinu. Ég efast um að þeir hafi heyrt það sem ég sagði, þeir hlógu svo mikið. Maður reyn- ir alltaf eins l a ng t og það nær að redda hlutun- um en ég var hálf hjálparlaus, hangandi í tveimur línum og komst hvorki lönd né strönd.“ Spamalot hefur vakið lukku meðal íslenskra leikhúsgesta og er nóg af sýningum eftir. Stefán Karl er hvergi banginn og flýgur óhræddur á sviðið í kvöld. „Ég slapp ómeiddur og örlítið niðurlægður. Þetta var mjög skemmtilegt og áhorfendur vældu úr hlátri. Það þýðir ekkert að vera loft- hræddur og ég fæ nóg af tæki- færum til að leika senuna eins og hún á að vera í nánustu framtíð.“ - lkg Slapp ómeiddur en niðurlægður Leikarinn Stefán Karl festist í fl ugkerfi Þjóðleikhússins í miðri sýningu. ÓHRÆDDUR Stefán Karl stígur aftur á sviðið í kvöld, hvergi banginn. „Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sig- ríður Thorlacius, söngkona Hjalta- lín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Nor- egi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amster- dam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sig- ríður við en hún var valin söng- kona ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleika- ferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelp- an í sveitinni því Rebekka Björns- dóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tón- leikaferðalögum. Ég þyrfti eigin- lega að fara að nálgast fótbolta- spjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund. Hjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlim- ir sveitarinnar eru orðnir þyrst- ir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveit- in hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tón- leikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sig- ríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tón- leikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar. „Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjalta- lín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum lands- ins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifs- syni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is. gunnarleo@frettabladid.is Hjaltalín snýr aft ur Sveitin fór fyrir skömmu í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Evrópu. Hún ætlar sér stóra hluti á árinu og fyrirhugaðir eru stórtónleikar í Eldborg í apríl. SÖNGKONA ÁRSINS Sigríður Thorlacius syngur hér á tónleikum með Hjaltalín í Evrópu. Hún var kjörin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. MYND/FLORIAN KRAFTUR Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu. MYND/FLORIAN GAMAN SAMAN Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur. MYND/EINKASAFN SPILA SAMAN Á SVIÐI Heyrst hefur að Emilíana Torrini og Lay Low ætli að taka lagið saman á Hlustendaverðlaunahátíðinni sem fram fer þann 21. mars. Þetta verður í fyrsta skipti sem þær munu deila sviði hér á landi en þær urðu góðar vinkonur er Lay Low ferðaðist með henni árið 2010. Óhætt er að segja að áhugavert verður að heyra hvaða lag þær taka saman. Báðar eru þær tilnefndar sem besta söngkona ársins og verður því án efa eftir- minnilegt að sjá þær saman á sviði. Hlust- endaverðlaunin verða í beinni útsendingu á Stöð 2. - glp „Ég hef séð að fullt af stelpum er sama þó ég sé hommi. Þær vilja samt giftast mér. Og ég elska það.“ LEIKARINN NEIL PATRICK HARRIS UM KVENKYNSAÐDÁEND- UR SÍNA Í VIÐTALI VIÐ TÍMARITIÐ OUT. „Bráðskemmtileg og sterk sýning þar sem leikarar fara á kostum í vel skrifuðu verki.” F.B. - F.bl. „Galsafengin og frumleg ádeila” H.A. - DV ,,Framvindan er fáránleg, fyndin og áhugaverð. … Bláskjár er verk sem heldur áhorfendum á tánum.” S.G.V. - M.bl. ,,Frábærlega skemmtilegt og skrifað af miklum skáldskap” G.S.E. - Djöflaeyjan. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Allra síðustu sýningar! lau 15/3 kl. 20 örfá sæti Borgarleikhúsið sun 16/3 kl. 20 lokasýning Óskabörn ógæfunnar HITTI HASSELHOFF Tónleikahaldarinn Ísleifur Þórhallsson sótti ráðstefnuna ILMC um lifandi tónlist í London á dögunum. Liður í ráðstefnunni voru Arthur- tónlistar- verðlaunin en meðal þeirra sem afhentu verð- launin, óvænt, var Baywatch-stjarnan David Hasselhoff. Ísleifur greip tækifærið og fékk mynd af sér með kappanum sem hann birti stoltur á Facebook-síðu sinni. - lkg Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS INNRÁS GEIMVERA Á ÍSLAND Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir leggur nú lokahönd á nýja bók, sem að þessu sinni er unglingabók sem fjallar um innrás geimvera á Ísland. Hildur hefur sent frá sér þrjár bækur, skáldsöguna Slátt sem kom út árið 2011 fékk góðar viðtökur og barnabókinni Spádómnum sem kom út ári síðar var ekki síður vel tekið. Hildur vakti þó örugglega mesta athygli fyrir satíruna Hola lovers– lífsstíls- og megr- unarbók tískublaðsins, hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur. - fbj
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.