Fréttablaðið - 20.03.2014, Page 2

Fréttablaðið - 20.03.2014, Page 2
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 JAFNAÐ VIÐ JÖRÐU Ísraelsmenn fyrirskipuðu að tvö hús yrðu jöfnuð við jörðu í hverfinu Beit Hanina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍSRAEL Hús tveggja palestínskra fjölskyldna í hverfinu Beit Hanina, austur af Jerúsalem, voru lögð í rúst af jarðýtum Ísraela í gær. Ástæðan sem var gefin fyrir eyðileggingunni var sú að húsin hefði verið byggð án þess að byggingarleyfi væri fyrir hendi. - fb, jme Ísraelsmenn jafna tvö hús Palestínumanna við jörðu: Segja að byggingarleyfi hafi skort STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, mótmælti því í gær að aðstoðarutanríkis- ráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagn- rýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann Ingvild Næss Stub sagði á ráðstefnu ráðsins, sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi, að Norðmenn styddu Úkraínu og fordæmdi háttsemi Rússlands á Krímskaga. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra segist á Facebook- síðu sinni sammála forsetanum. Alþjóðadeilum hafi verið haldið utan Norðurskautsráðsins. - sko Deildi á norskan ráðherra: Vildi ekki ræða athafnir Rússa TÆKNI Raftækjarisinn Apple svipti hulunni af ódýrari útgáfu snjallsímans iPhone 5C í vikunni. CNN greinir frá. Tim Cook, forstjóri Apple, viðurkenndi í janúar að fyrir- tækið hefði ofmetið eftirspurn eftir litríka símanum iPhone 5C. Í kjölfarið svipti Apple hulunni af nýrri gerð símans. Sá nýi hefur aðeins 8GB minni og er því nokkuð ódýrari. Í Eng- landi kostar hann 429 pund, eða um 80.000 krónur. Til saman- burðar kostar 16GB iPhone 5C jafnvirði 88.500 króna. - kóh Apple lækkar snjallsímaverð: Ódýrari iPhone VÍSINDI Rannsóknir sýna að lang- varandi svefnleysi getur drepið allt að fjórðung heilafrumna í músum samkvæmt frétt BBC. Tilraunamúsum var haldið vakandi svo svefnvenjur þeirra líktust aðstæðum svefnleysis í mannlífinu. Eftir þriggja daga svefnleysi, líkt því sem tíðkast hjá fólki sem vinnur næturvinnu, höfðu mýsnar glatað fjórðungi heilafrumna sinna. Höfðu mýsn- ar þá fengið þriggja til fjögurra tíma svefn á þremur dögum. Dag einn verður mögulega hægt að þróa lyf sem ver heilann fyrir áhrifum svefnleysis, segja rannsakendurnir. - kóh Nægur svefn er mikilvægur: Svefnleysi ban- ar heilafrumum SPURNING DAGSINS SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Gauji, getur þú ekki verið til friðs? „Jú, en það þarf að gera fortíðinni skil og gleyma því ekki hversu mikil- vægt er að vera friðsæll.“ Guðjón Sigmundsson, Gauji litli, var töku- staðarstjóri stríðsmyndarinnar Dead Snow II sem tekin var upp á Íslandi. Hann er einnig staðarhaldari Hernámssetursins í Hvalfirði. MALASÍA Gögnum hefur verið eytt úr flughermi annars af flugmönnum malasísku þotunnar sem hvarf sporlaust fyrir tæpum tveimur vikum. Þetta kom í ljós við rannsókn á flugherminum, að því er fram kom í máli Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, á fundi með fjöl- miðlafólki í gær, samkvæmt frétt CNN. Hussein upplýsti þó ekki um hverjir hafi getað eytt þeim né hvaða gögnum hefði verið eytt. Flughermar geyma iðulega upplýsingar um fyrri notkun svo hægt sé að fara yfir fyrri frammistöðu að sýndarflugi loknu. Áhugamenn um flugherma nýta sér upplýsingarnar til að mæla árangur sinn og kunnáttu. Sérfræðingar segja óvenjulegt að gögnum sé eytt, enda sjaldnast nokkur ástæða til þess. Gagnaeyðslan felur þó ekki endilega í sér illan ásetning, enda er gögnum eytt úr tölvum um heim allan á hverjum degi. Hussein segir sérfræðinga rannsaka herminn í von um að geta endurheimt gögnin sem flugmaðurinn eyddi. Farþegaþotunnar hefur nú verið leitað sleitu- laust í 13 daga. Þrátt fyrir að stór floti skipa og flugvéla fínkembi umliggjandi höf í leit að braki eru björgunarsveitir engu nær um brotthvarf vél- arinnar og farþeganna 239. - kóh Flugmaður týndu malasísku flugvélarinnar er undir smásjá yfirvalda: Eyddi gögnum úr flughermi RANNSÓKN Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, ræðir flughermi annars flugmannsins við fjölmiðla- fólk í gær. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRUFAR Tvær nýjar tegundir kransþörunga hafa fundist hér á landi. Þær bera fræðiheitin Toly- pella canadensis og Chara aspera en hafa ekki fengið íslensk heiti. Þóra Hrafnsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, segir að kransþörungar séu í hópi grænþörunga og ljóstillífi líkt og háplöntur. Þeir eru stórvaxnastir allra þörunga sem lifa í ferskvatni. Nafn sitt draga kransþörungar af greinakrönsum sem sitja með reglu- legu millibili á grönnum stönglum. Þeir eru algengir í tjörnum og stöðu- vötnum og mynda oft stórar breiður á botninum. Tolypella canadensis lifir í köld- um og næringarsnauðum vötnum og virðist bundin við hálendisvötn. Chara aspera lifir bæði í fersku og ísöltu vatni. Til þessa hefur tegund- in aðeins fundist í Skúmsstaðavatni í Vestur-Landeyjum. Náttúrustofa Kópavogs hefur kannað gróður í 72 stöðuvötnum og 16 straumvötnum hér á landi frá árinu 2012. - jme Náttúrufræðistofa Kópavogs rannsakar vistgerð ferskvatna hér landi: Fundu tvo nýja kransþörunga ÞÖRUNGUR Þörungurinn Chara Aspera hefur fundist í einu vatni á Íslandi, Skúmsstaðavatni í Vestur-Landeyjum. MYND/NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS EGILSSTAÐIR Systkinahópurinn frá Hallgeirsstöðum í Jökulsár- hlíð fagnaði þúsund ára afmæli í vikunni, þegar einn bróðirinn, Dvalinn, átti 74 ára afmæli. „Það var hann sem velti okkur í eitt þúsund árin,“ segir yngri systir hans, Alda Hrafnkelsdóttir. Systkinin eru fimmtán, það elsta er 78 ára en það yngsta er 54 ára. Upphaflega voru þau sextán en einn bróðirinn, Auðunn Hlíðar, er látinn. „Strákarnir eru fleiri eða níu, við erum sex stelpurnar,“ segir Alda. „Þetta var skemmtilegur og eftirminnilegur dagur.“ „Í tilefni dagsins klæddum við systurnar okkur upp á í þjóðbún- inga og bræðurnir klæddust jakka- fötum. Svo var haldið á ljósmynda- stofu þar sem teknar voru myndir af hópnum,“ segir Alda. Deginum var að öðru leyti varið í að taka lagið, rifja upp gamlar minningar og skoða gamlar myndir af þeim systkin- um á ýmsum aldursskeiðum. Um kvöldið fór svo allur hópurinn ásamt mökum út að borða. „Þetta voru stærri og veiga- meiri afmælishátíðhöld en venju- lega enda áfanginn stór,“ segir Alda og hlær. Hún segir að það sé afar gaman að tilheyra svo stórum systkinahópi. „Það var alltaf gott samband á milli okkar og maður átti alltaf félagsskap vísan.“ Alda segir að hópurinn hittist reglulega. Tólf Hrafnkelsbarna búa á Héraði en fjögur í öðrum landshlutum. johanna@frettabladid.is Hallgeirungar áttu 1000 ára afmæli Eftirlifandi börn hjónanna Láru Stefánsdóttur og Hrafnkels Elíassonar frá Hall- geirsstöðum í Jökulsárhlíð fögnuðu því í vikunni að samtals eru þau orðin 1000 ára gömul. Eitt barnanna segir afmælishátíðahöldin hafi verið vegleg í ár. 1000 ÁRA AFMÆLI Systkinin frá Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð eru samtals þúsund ára gömul og fögnuðu þeim áfanga í vikunni. Þau eru afkomendur Láru Stefánsdóttur og Hrafnkels Elíassonar. MYND/MYNDSMIÐJAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.