Fréttablaðið - 20.03.2014, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 20. mars 2014 | FRÉTTIR | 11
SJÁVARÚTVEGUR Loðnuafli skipa HB
Granda á nýafstaðinni vertíð var alls tæp-
lega 24.000 tonn, miðað við 86.000 tonn
á vertíðinni í fyrra. Loðnuvertíðin fjar-
aði út frá og með 10. mars og lítið hefur
veiðst eftir þann tíma.
Vonir voru bundnar við vestangöngu
loðnu, sem fyrst varð vart við út af Ísa-
fjarðardjúpi undir lok vertíðarinnar, en
þær urðu að engu eftir mælingar Haf-
rannsóknastofnunar.
Að sögn Garðars Svavarssonar, deildar-
stjóra hjá HB Granda, í frétt á heimasíðu
fyrirtækisins, var áhersla lögð á að nýta
aflann sem best til manneldis. Heilfryst
var fyrir Rússlands- og Japansmarkað
auk þess sem unnin voru loðnuhrogn
fyrir kaupendur í A-Evrópu og Asíu.
Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa
RE, segir að vertíðin hafi verið óvenju
erfið, kvótinn lítill og slæmt tíðarfar.
Komið hafi á óvart hvað loðnan gekk
dreift með landinu og hver hraðinn var
á göngunni.
Útgerðir huga nú að kolmunnaveiðum.
Aflabrögð hafa verið ágæt síðustu vikur
á miðunum um 250 sjómílur vestur af
Írlandi. - shá
Útgerðir uppsjávarveiðiskipa að gera sig klárar á kolmunnaveiðar eftir litla loðnuveiði í erfiðu tíðarfari:
Vonir um vestangöngu loðnu brugðust
FAXI RE Vertíðin hefur einkennst af stöðugum brælum og öðrum
leiðindum. MYND/HBGRANDI
VINNUMARKAÐUR Starfsgreina-
sambandið hefur skrifað undir
nýjan kjarasamning við Bænda-
samtök Íslands fyrir hönd starfs-
fólks sem vinnur almenn land-
búnaðarstörf á bændabýlum.
Auk þess falla ráðskonur og
matráðar á bændabýlum undir
samninginn.
Helstu atriði hins nýja samn-
ings eru að byrjunarlaun eru nú
216.500 krónur og hækka eftir
því sem starfsfólk vinnur lengur.
Þá hækka laun um allt að tvo
launaflokka ef starfsmaður hefur
lokið námi sem nýtist í starfi.
- jme
Almenn landbúnaðarstörf:
Byrjunarlaun
216 þúsund
SAMNINGUR Starfsgreina sambandið
hefur samið fyrir hönd lanbúnaðar-
verkamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Nýtt breskt pund er
væntanlegt árið 2017 og á þessi
nýja mynt að vera sú mynt sem
erfiðast verður að falsa.
Peningurinn á að hafa tólf horn
og skarta vangamynd Elísabetar
Bretlandsdrottningarinnar.
Efnt verður til samkeppni um
hönnun á bakhlið peningsins.
Gamla pundið þykir of auðvelt
í fölsun en áætlað er að 45 millj-
ónir falsaðra punda af gömlu
gerðinni séu í umferð. Nýja pund-
ið verður tæknilega fullkomnasta
mynt sem slegin hefur verið. - ssb
Bretar hanna nýja mynt:
Nær ömögulegt
að falsa pundið
EITT PUND Svona mun framhlið punds-
ins líta út. NORDICPHOTOS/AFP
KÓPAVOGUR Í sumar verður starf-
ræktur ferðamannavagn á vegum
Kópavogsbæjar, ferðamönnum að
kostnaðarlausu.
Ferðamannavagninn fer fjórar
ferðir daglega frá upplýsingamið-
stöð ferðamanna í Aðalstræti og
stoppar í Hamraborg og Smára-
lind. Ferðirnar hefjast föstudag-
inn 15. maí en síðasta ferð verður
farin sunnudaginn 31. ágúst.
Það eru Hópbílar Teits Jónas-
sonar sem sjá munu um akstur-
inn.
- ssb
Ferðaþjónusta sumarsins:
Ferðamenn fá
far í Kópavogi
SÆTAFERÐIR Samningur um ferða-
mannavagninn var undirritaður í gær.
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Fljótlegt
að skila framtali
Skilafrestur er til 21. mars
Opna
framtalið
Yfirfara
upplýsingar
Breyta ef þarf
Auðkenning
Unnt er að auðkenna sig með þrenns konar hætti,
þ.e. með rafrænum skilríkjum á debetkorti, rafrænum
skilríkjum í gsm síma og með veflykli RSK.
Veflykla má fá senda í heimabanka eða
með bréfapósti.
Símaþjónusta í 442-1414
Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414
alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30.
Dagana 21. mars, 31. mars og 1. apríl
verður þjónustan í boði til kl. 19:00.
Skilafrestur
Almennur skilafrestur fyrir launamenn
og einstaklinga með eigin atvinnurekstur
er til 21. mars.
Unnt er að sækja um lengri frest á skattur.is
og getur hann lengstur orðið til 1. apríl.
Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda.
Upplýsingar á framtali
Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar
fjárhæðir og aðrar upplýsingar séu í samræmi
við gögn og upplýsingar sem hann hefur sjálfur
undir höndum.
skattur.is