Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 28
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Undir lok kjörtímabils síðustu
ríkisstjórnar, nánar tiltekið í
janúar 2013, samþykkti ríkis-
stjórnin að ráðast í jafn-
launaátak með aðgerðum sem
beindust að því að draga úr kyn-
bundnum launamun á stofnunum
í heilbrigðiskerfinu. Átakinu var
almennt vel fagnað enda tilefnið
ærið eins og komið hefur fram í
samfélagsumræðunni. En Adam
var ekki lengi í paradís, því
fljótlega kom í ljós að þetta svo-
kallaða „jafnlaunaátak“ átti ein-
göngu við um sumar heilbrigðis-
stofnanir en ekki allar.
Með jafnlaunaátakinu hafa
stjórnvöld brotið blað í stefnu-
mótun varðandi launakjör
starfsfólks í heilbrigðis- og vel-
ferðarstéttum sem við teljum að
þingmenn hafi ekki áttað sig á.
Öldrunarheimili og ýmsar sjálf-
stætt starfandi heilbrigðisstofn-
anir, líkt og Hrafnista, virðast
einhverra hluta vegna ekki verð-
ugar þess að vera hluti af jafn-
launaátakinu.
Það birtist í því að stjórnvöld
hafa ekki á síðustu árum hirt
um að hækka daggjöld til þess-
ara stofnana í samræmi við
raunhækkanir kostnaðarliða við
starfsemina, en tekjur öldrunar-
heimila eru nánast eingöngu dag-
gjöld sem greidd eru úr ríkis sjóði
og stjórnvöld ákvarða einhliða.
Jafnframt hefur tíðkast hingað
til að ríkið greiði öldrunar-
stofnunum sambærilegar hækk-
anir á daggjöld fái starfsfólk heil-
brigðiskerfisins annars staðar
launahækkanir frá ríkinu. Nú
hefur orðið breyting á því.
Hvorki fulltrúar fyrrverandi
né núverandi ríkisstjórnar hafa
gefið skýringar á því hvers
vegna heilbrigðisstofnunum
landsins hefur verið skipt í tvo
flokka, hvers vegna t.d. hjúkr-
unarfræðingar á öldrunarheim-
ilum og öðrum sjálfstætt starf-
andi heilbrigðisstofnunum eigi
að fá lægri laun en hjúkrunar-
fræðingar heilbrigðisstofnana,
sem heyra beint undir ríkis-
valdið. Launakostnaður vegna
þeirra sem fá greitt samkvæmt
kjarasamningum á öldrunar-
heimilum nemur nú milli 75
og 80% af heildarkostnaði við
rekstur heimilanna.
Öldrunarheimilin geta ekki
hækkað launin nema ríkisvaldið
uppfæri daggjaldagreiðslur til
heimilanna – ekki nema þá að
lögbundin þjónusta verði skert
enn frekar frekar sem að okkar
mati kemur ekki til greina. Þess-
ari ósk hafa stjórnvöld ítrekað
hafnað. Jafnlaunaátakið hefur
því snúist uppí andhverfu sína.
Myndast hefur launamunur milli
hjúkrunarfræðinga og fleiri
starfsstétta sem ræðst af því hjá
hvaða stofnun heilbrigðisstarfs-
mennirnir vinna.
Uppsagnir óumflýjanlegar
Hið svokallaða jafnlauna-
átak hefur af þessum sökum
skapað mikla óánægju meðal
hjúkrunar fræðinga og nú þegar
er farið að bera á uppsögnum
í stéttinni. Sumir færa sig yfir
á ríkisstofnanirnar, aðrir vilja
hreinlega skipta um starfs-
vettvang. Á sama tíma er orðið
erfiðara en áður að ráða hjúkr-
unarfræðinga í stað þeirra sem
hverfa á braut. Afleiðingin er
enn fremur sú að kjarasamn-
ingaviðræður eru í uppnámi.
Öllum er ljóst að þróun dag-
gjalda á umliðnum árum hefur
ekki fylgt raunverulegri þróun
á kostnaðarliðum öldrunarheim-
ila og þrátt fyrir umfangsmiklar
hagræðingaraðgerðir á síðustu
árum standa daggjöldin ekki
lengur undir eðlilegum rekstri.
Ef fram heldur sem horfir munu
hjúkrunarheimilin þurfa að
takast á við frekari uppsagnir
heilbrigðisstarfsfólks án þess
að takist að ráða í þau störf sem
losna. Af þeim sökum mun þurfa
að loka ákveðnum einingum eða
jafnvel heilum deildum. Þessi
staða verður líklega að veru-
leika síðar í vor verði ekkert að
gert.
Það er tækifæri
Fjöldi aldraðra bíður eftir hjúkr-
unarrými. Bæði er um að ræða
einstaklinga í heimahúsum og
mikinn fjölda sem situr fastur á
Landspítalanum, þar sem um 10%
rýma eru teppt vegna þessa. Það
er því mjög mikilvæg og sann-
gjörn krafa að „jafnlaunaátakið“
eða sambærilegar kjarabætur
verði útfærðar með þeim hætti
að fólk í sambærilegum störfum
í heilbrigðiskerfinu sitji við sama
borð og áður var og verði eins og
áður metið að verðleikum.
Hér með skorum við á heil-
brigðisráðherra, ríkisstjórn
Íslands og alla þingmenn að
bretta upp ermar og sýna í verki
að veikir aldraðir einstaklingar
séu ekki annars flokks þjóðfélags-
þegnar heldur jafngildir öðrum
þegnum samfélagsins þegar þeir
þurfa á heilbrigðis- og velferðar-
þjónustu að halda.
Jafnlaunaátak stjórnvalda
hefur snúist upp í andhverfu sína
Fyrir 6 árum tilheyrði
ég hinni dæmigerðu
íslensku millistétt: átti
fasteign, nýjan bíl og
lifði tiltölulega fjárhags-
lega áhyggjulausu lífi.
Síðan tók ég þá örlaga-
ríku ákvörðun að gerast
kennari.
Það hafði lengi blundað
í mér að feta þá braut og
á þessum tímapunkti í lífi
mínu fannst mér það hin
eina rétta ákvörðun, þrátt
fyrir að þá væri hið fræga hrun
skollið á. Ég eyddi því heilu ári til
viðbótar til að ná mér í kennslu-
réttindi með tilheyrandi fórnar-
kostnaði og launatapi og hóf að
því loknu starf sem kennari í
framhaldsskóla.
Á þeim 5 árum sem liðin eru
hef ég hrapað úr því að vera milli-
stéttarmanneskja í það að vera
eignalaus lágstéttarmanneskja.
Ástæðan er einföld: mánaðarlaun
mín fyrir fullt starf duga engan
veginn til nauðsynlegrar fram-
færslu skv. viðmiðunarstöðlum.
Þó bý ég – að því er talið er – í
velferðarríki en ekki vanþróuðu
ríki. Þá er ég hámenntuð, með 3
háskólagráður og 6 ára háskóla-
nám að baki. Hvernig má þetta
vera? Það er ekki nema von að
maður velti því fyrir sér hvort
þessi mikli fórnarkostnaður hafi
verið ómaksins virði.
Ég er hugvísindamanneskja,
bókmenntafræðingur og ljóð-
skáld. Ég valdi mitt fag út frá
einskærum áhuga á bókmenntum,
menningu og tungu hins ensku-
mælandi heims. Ég sé það núna
að það var lúxus. Ég var einfald-
lega ekki þannig þenkjandi að
velja mér fag út frá mögulegum
framtíðartekjum. Það voru hugs-
anlega mistök. Eða hvað?
Eitt er víst, að kennara-
starfið er það mest krefj-
andi starf sem ég hef
sinnt um ævina og hef ég
þó víðtæka starfsreynslu
á öðrum sviðum. Það er
um leið lifandi og ögrandi
starf og heldur manni
stöðugt á tánum. Einnig
eru það mikil forréttindi
að vera með svona ungu
og frjóu fólki alla daga.
Nemendur mínir hafa
verið mér endalaus uppspretta
og hafa kennt mér margt.
Ég kenni nemendum á náttúru-
fræðibraut sem hefur verið tals-
verð áskorun fyrir hugvísinda-
manneskju. Við hugsum ólíkt. Eitt
af því mikilvægasta sem ég hef
lært af nemendum mínum er að
nálgast viðfangsefnið á vísinda-
legan, rökfræðilegan hátt. Mæla
allt með ákveðinni mælistiku
og fá út einhverja fasta útkomu.
Nemendur á náttúrufræðibraut
lesa m.a. mikið af vísindatextum
og fjallar einn kaflinn um hag-
fræðilegan hugsunarhátt.
Dýrkeyptasta fjárfestingin
Ef ég hefði lært að tileinka mér
hagfræðilegan hugsunarhátt á
menntaskólaaldri væri ég lík-
lega ekki kennari í dag. Sam-
kvæmt hagfræðilegum útreikn-
ingum er kennarastarfið síst
af öllu fjárhagslega arðbært.
Sennilega væru fáir til í að
skipta á aleigunni fyrir kennara-
starfið. Sennilega eru fáar eða
engar stéttir, aðrar en kennara-
stéttin, til í að vinna öll kvöld og
allar helgar – launalaust – við að
fara yfir próf og verkefni. Lífið
er stutt og líður hratt. Líta þarf
líka á þann fórnarkostnað fyrir
samfélagið sem hlýst af kulnun í
starfi vegna ofurálags.
Af hverju er þá kennarastarfið
svona vanmetið? Hvað er það við
kennarastarfið sem stjórnvöld
eru ekki að átta sig á? Hvaða
stétt, sem krefst þriggja háskóla-
gráða, myndi sætta sig við að
vera með laun undir framfærslu-
viðmiðum? Má orsökina að ein-
hverju leyti rekja til hinnar
ævafornu, rómantísku mýtu að
maðurinn þurfi helst að svelta
til að sýna hvað í honum býr,
sbr. gömlu skáldin okkar? En við
lifum á öðrum tímum en þessi
frægu skáld, sem sultu heilu
hungri og skildu ekkert eftir sig
nema ódauðleg verk. Í dag eru
önnur gildi við lýði, aðrar kröfur
um lágmarksviðurværi og lífsstíl.
Það er sanngjörn krafa að hægt
sé að lifa á launum sínum og að
fólk fái greitt samkvæmt mennt-
un og vinnuframlagi.
Vegna skilningsleysis stjórn-
valda fyrir kennarastarfinu stend
ég nú frammi fyrir enn einum
fórnarkostnaðinum, verkfalli,
sem ég hef ekki valið mér. Það
er því deginum ljósara að sú leið
sem ég valdi fyrir 6 árum hefur
reynst mér dýrkeyptasta fjárfest-
ing sem ég hef ráðist í til þessa.
Fórnarkostnaður
framhaldsskólakennara
KJARAMÁL
Alma Birgisdóttir
hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri
Hrafnistuheimilanna
Arna Garðarsdóttir
hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildar-
stjóri á Hrafnistu, Reykjavík
Árdís Hulda Eiríksdóttir
hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður
Hrafnistu, Hafnarfi rði
Bjarney Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður
Hrafnistu, Kópavogi
Harpa Gunnarsdóttir
fj ármálastjóri Hrafnistuheimilanna
Helga Reynisdóttir
hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu,
Hafnarfi rði
Jóhanna Jakobsdóttir
hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildar-
stjóri á Hrafnistu, Kópavogi
Lucia Lund
mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna
Margrét Magnúsdóttir
hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu, Reykjavík
Pétur Magnússon
forstjóri Hrafnistuheimilanna
Soff ía Egilsdóttir
framkvæmdastjóri félags- og þjónustusviðs
Hrafnistuheimilanna
Sigrún Stefánsdóttir
hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður
Hrafnistu, Reykjavík
Þóra Gunnlaugsdóttir
hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri
á Hrafnistu, Hafnarfi rði
➜ Öllum er ljóst að þróun
daggjalda á umliðnum
árum hefur ekki fylgt
raunverulegri þróun á
kostnaðarliðum öldrunar-
heimila og þrátt fyrir um-
fangsmiklar hagræðingarað-
gerðir á síðustu árum standa
daggjöldin ekki lengur undir
eðlilegum rekstri.
KJARAMÁL
Sigríður Helga
Sverrisdóttir
framhaldsskóla-
kennari
➜ Á þeim 5 árum sem liðin
eru hef ég hrapað úr því að
vera millistéttarmanneskja
í það að vera eignalaus lág-
stéttarmanneskja. Ástæðan
er einföld: mánaðarlaun
mín fyrir fullt starf duga
engan veginn til nauðsyn-
legrar framfærslu skv. við-
miðunarstöðlum.
Það kom fram í fréttum
nýverið að trygginga-
félögunum bárust 6.700
tilkynningar um vatns-
tjón í fyrra, að langmestu
leyti frá heimilum. Tjón-
ið nam vel á þriðja millj-
arð króna, einnig að lang-
mestu leyti á heimilum. Þá
er ótalin röskun á daglegu
lífi, óþægindi og jafnvel
heilsutjón vegna raka og
myglu. Þarf þetta að vera
svona? Nei, því við getum
gert ýmislegt til að draga úr líkum
á að vatn leki og vinni skemmdir á
heimilinu og innanstokksmunum.
Tryggingafélögin bæta vatns-
tjón að miklu leyti en þó er ljóst
að heimilin sitja uppi með hundruð
milljóna króna tjón á aðeins einu
ári. Annars vegar greiða þau um
300 milljónir í eigin áhættu. Á
hinn bóginn þurftu heimilin að
bera allan kostnað í að minnsta
kosti 1.500 tilvikum þar sem tjónið
reyndist ekki bótaskylt. Samtals er
hér líklega um að ræða kostnað upp
á um 750 milljónir króna.
Í hverju og einu tilviki getur
verið um fremur lágar upphæðir
að ræða. Hins vegar eru fjölmörg
dæmi um verulegt tjón. Þannig
var í fyrra næstum daglega til-
kynnt um vatnstjón sem nam einni
milljón króna eða meira. Flest
heimili munar um minna.
Samstarfshópur um varnir
Ellefu fyrirtæki, stofnanir og sam-
tök hafa myndað samstarfshóp
um varnir gegn vatnstjóni. Sam-
starfshópurinn telur að mjög megi
draga úr vatnstjóni með fræðslu til
almennings og aukinni þekkingu og
fagmennsku iðnaðarmanna. Hann
hefur gefið út fræðsluefni sem
meðal annars er unnt að nálgast
á mannvirkjastofnun.is.
Þá hefur hópurinn þegar
stuðlað að því að auka
framboð á endurmenntun
fyrir iðnaðarmenn til að
bæta frágang í votrýmum,
svo sem eldhúsi, þvottahúsi
og á baðherbergi.
Að hópnum standa Félag
dúklagninga- og veggfóðr-
arameistara, Félag pípu-
lagningameistara, IÐAN
fræðslusetur, Mannvirkja-
stofnun, Múrarameistara-
félag Reykjavíkur, Nýsköpunarmið-
stöð Íslands, Samtök um loftgæði,
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
TM hf., VÍS hf. og Vörður trygg-
ingar hf.
Hvernig verjumst við vatnstjóni?
Ég hvet lesendur til að kynna sér
fræðsluefni samstarfshópsins
þar sem fjallað er um leiðir til að
verjast vatnstjóni. Meðal annars
má nefna:
● Að láta löggilta fagmenn ávallt
annast pípulagnir og frágang í
votrýmum (eldhús, bað, þvotta-
hús), svo sem múrverk, flísa-
lögn og dúklögn. Reynslan sýnir
að ófagleg vinnubrögð eða fúsk
getur orðið fólki afar dýrkeypt.
Einnig þarf að hafa fagmenn
með í ráðum um val á tækjum
og efnum.
● Að fólk sinni umhirðu og eftir-
liti með lögnum og tækjum
og bregðist við til að draga úr
líkum á vatnstjóni eða koma í
veg fyrir það.
● Að fólk bregðist rétt við þegar
vatnsleki verður. Þannig má
koma í veg fyrir tjón eða draga
úr því.
Nánari upplýsingar eru á mann-
virkjastofnun.is.
Vatnstjón er heimil-
unum alltof dýrt
VATNSTJÓN
dr. Björn
Karlsson
forstjóri Mann-
virkjastofnunar