Fréttablaðið - 20.03.2014, Qupperneq 30
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELGA MAGNÚSDÓTTIR
Norðurbraut 5, Höfn í Hornafirði,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands laugardaginn 16. mars,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn,
laugardaginn 22. mars kl. 14.00.
Ragnar Arason
Magnús Sigmar Aðalsteinsson
Guðbjörg Signý Gísladóttir Stefán Bjarni Finnbogason
Magnhildur Björk Gísladóttir Þorvaldur Jón Viktorsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
ÓLAFUR PÉTUR EDVARDSSON
lést á Landspítalanum við Hringbraut
9. mars sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá
Grafarvogskirkju 19. mars sl. Þökkum öllum
sem hafa komið að umönnun hans í gegnum
árin.
Edvard Pétur Ólafsson Pálína Oswald
Viktor Gunnar Edvardsson Ingunn Mjöll Birgisdóttir
Björn Ingi Edvardsson Hildur Sigurðardóttir
Ólafur Pétur Jensen
Okkar ástkæri
EIRÍKUR YNGVI SIGURGEIRSSON
Miðteigi 7, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
laugardaginn 15. mars. Útför hans fer fram
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. mars
kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er
bent á Heimahlynningu á Akureyri.
Lísa Björk Sigurðardóttir
Lára Halldóra Eiríksdóttir Jón Torfi Halldórsson
Margrét Eiríksdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir Jón Valgeir Halldórsson
Berglind Hermannsdóttir Rolf Hauritz
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
AUÐUR ERLA HÖGNADÓTTIR
Króktúni 18, Hvolsvelli,
sem andaðist á heimili sínu þann 13. mars,
verður jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju,
laugardaginn 22. mars kl. 14.00.
Ólafur Sigurþórsson
Anný Helena Hermansen Kolbeinn Hreinsson
Ágúst Þór Ólafsson
Anný Ólafsdóttir Róbert Lorenc
Sigríður Linda Ólafsdóttir Benedikt Sveinbjörnsson
Vigdís Heiða Ólafsdóttir
Ólafur Erlingur Ólafsson Camilla Guðmundsdóttir
Sindri, Sveinbjörn, Sigurður, Kolbeinn, Kristján, Auður,
Kristín, Benedikt, Díana, Sandra og Ísabella.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGUR G. EINARSSON
bifreiðasmiður
Bjarkarási 21, Garðabæ,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans
laugardaginn 15. mars. Útförin fer fram
frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 26. mars
kl. 13.00.
Jóna Haraldsdóttir
Margrét Gunnlaugsdóttir Sigurhans Vignir
Halldór Gunnlaugsson Hildur Sveinsdóttir
Jóna Rut, Tómas, María, Óttar og Rúrik
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur,
tengdasonur, bróðir, mágur og afi,
GUÐMUNDUR ÓLAFUR
GARÐARSSON
Ólafsfirði,
lést þann 12. mars sl. á Landspítalanum.
Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 22. mars og hefst klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hetjurnar,
félag langveikra barna á Norðurlandi.
Þuríður Sigmundsdóttir
Garðar Guðmundsson Þ. Kristín Guðmundsdóttir
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir Sindri Valdimarsson
Halldór Ingvar Guðmundsson Guðbjörg Ýr Víðisdóttir
Garðar Guðmundsson Helga Torfadóttir
Guðrún Elísabet Víglundsdóttir Sigmundur Agnarsson
Halldóra Garðarsdóttir Maron Björnsson
Ólöf Garðarsdóttir Barði Jakobsson
Hannes Garðarsson Steinunn Aðalbjarnardóttir
Salka Björk, Guðmundur Orri, Þuríður Lilja og Kjartan Ólafur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
SÆVAR ÓSKARSSON
sjómaður og útgerðarmaður,
Ásabraut 7, Grindavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, mánudaginn
17. mars. Útför hans verður auglýst síðar.
Khamnuan Phiubaikham Sævarsson
Óskar Sævarsson
Jóhanna Sævarsdóttir
Erlendur Sævarsson
Kári Kham Sævarsson
Dagbjört Óskarsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Móeiðarhvoli,
lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
sunnudaginn 16. mars. Útförin fer fram frá
Oddakirkju föstudaginn 28. mars kl. 15.00.
Valmundur Einarsson Elísabet Anna Ingimundardóttir
Hermann Jón Einarsson
María Rósa Einarsdóttir Guðmann Óskar Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn.
Faðir okkar og bróðir,
AÐALBJÖRN STEINGRÍMSSON
húsasmíðameistari
lést þann 4. mars. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Thelma Aðalbjörnsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
LÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR
Stapaseli 11, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
við Hringbraut þann 6. mars síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa
heimahjúkrun Karitas og starfsfólki á deild 11E við Hringbraut.
Dagþór Haraldsson
Jón Gauti Árnason Siv Carlsen
Hafsteinn Davíðsson Laufey Friðriksdóttir
Óðinn Þór Jónssson Elva Rut Hraundal
Ægir Már Jónsson
og langömmubörn.
„Þetta er heilmikill viðburður,“ segir
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, for-
maður Félags frönskukennara á
Íslandi um fertugsafmæli félagsins
sem meðal annars er haldið hátíðlegt
með fyrirlestri Louis-Jean Calvet, rit-
höfundar í stofu 101 á háskólatorgi HÍ.
„Calvet er mjög skemmtilegur og
frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna
Björk. „Hann hefur skrifað mikið um
frönskuna í alþjóðasamhengi og líka
innan Frakklands og túlkar allt út frá
mannlegu sjónarhorni svo þetta verður
ekki bara þurr málvísindafyrirlestur
heldur fyrir alla sem skilja frönsku.“
Félagið ætlar svo að halda afmælis-
fögnuð um kvöldið í húsakynnum Alli-
ance Française þar sem heiðursfélag-
inn, Vigdís Finnbogadóttir, mætir,
frönsku sendiherrahjónin og að sjálf-
sögðu Louis-Jean Calvet.
Jóhanna Björk segir Félag frönsku-
kennara mjög virkt. „Við erum þrjá-
tíu og fimm í félaginu núna af flestum
skólastigum sem hittumst reglulega
og ræðum um allt sem viðkemur
frönskukennslu vítt og breitt. Mörg
okkar hafa þekkst lengi og við erum í
góðu samstarfi við Alliance Française
og franska sendiráðið, það skiptir máli
því allt styður hvað annað. Við fáum
fundaraðstöðu í Alliance Française
og það er auðvitað klisjukennt en við
skálum stundum í rauðvíni til að lifa
okkur inn í frönsku stemninguna!“
Jóhanna Björk hefur verið formaður
félagsins í tvö ár en er búin að kenna
frönsku með hléum síðan 1997. „Ég
hef bæði kennt í Háskóla Íslands og í
Kvennaskólanum og er bara heima hjá
mér núna í verkfalli,“ segir hún.
Hún kveðst hafa búið bæði í Frakk-
landi og frönskumælandi hluta
Kanada. „Franskan er svo fjölbreytt
eftir því hvar í heiminum hún er töluð,“
segir Jóhanna, sem kveðst hafa mikil
samskipti í sínu daglega lífi á frönsku,
bæði faglega og við vini úti um heim.
En finnst henni íslensk ungmenni hafa
áhuga á frönsku?
„Já, mér finnst það. Þau eru nátt-
úrulega vön enskri og amerískri menn-
ingu og það þarf svolítið að hafa fyrir
því að opna fyrir þeim franska heim-
inn en þá eru þau spennt fyrir að læra
tungu málið. Nú er líka farið að kenna
frönsku á annan hátt en áður og lögð
áhersla á talið en ekki að hamast í ein-
hverri málfræði strax. Þannig brjótum
við niður mýtuna um að það sé erfitt að
tala frönsku.“
Sjálf lærði Jóhanna Björk frönsku í
Menntaskólanum á Laugarvatni. „Mig
langað strax að læra hana,“ segir hún.
„Ég fann að þar var leið fyrir mig að
stækka minn heim.“ gun@frettabladid.is
Franska er svo fj ölbreytt
Félag frönskukennara fagnar fertugsafmæli með því að fá Louis-Jean Calvet, málvísinda-
mann og rithöfund, til að halda fyrirlestur á Háskólatorgi á morgun klukkan 17.
FORMAÐUR FÉLAGS
FRÖNSKUKENNARA
„Calvet er mjög
skemmtilegur og
frægur fyrir lesari,“
segir Jóhanna Björk og
hlakkar til morgun-
dagsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA