Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 20.03.2014, Qupperneq 34
FÓLK|TÍSKA Árshátíðatíminn stendur sem hæst. Síðkjóla er sjálfsagt að nota þegar boðið er til glæsi- legrar veislu. Sjaldan hefur verið meira um litríka, fallega síðkjóla en núna. Hægt er að láta sauma á sig eftir ákveðnum fyrirmyndum, kaupa þá hér- lendis eða panta á netinu frá útlöndum. Smekkur kvenna er misjafn, sumar vilja frekar vera í stuttum kjól á árs hátíðinni og það er að sjálfsögðu leyfilegt. Hver sem smekkurinn er þá verður ekki annað sagt en að síðkjóll geri hverja konu afar glæsilega. Þegar kjóllinn er valinn þarf að huga að því hvort sniðið henti líkamanum og hvort liturinn passi. Eðlilegast er að velja liti út frá hár- og húðlit. Það geta því miður ekki allar konur gengið í sterkum appelsínugulum eða skær- grænum lit. Nauðsynlegt er að máta nokkra liti til að finna út hvað fer húð- inni best. Best er máta kjólinn í dags- birtu frá glugga verslunarinnar til að sjá rétta litinn. Ekki vera feimin við að fara í liti, þeir gætu komið á óvart. Oft er sniðugt ráð að taka mynd af sér í kjólnum og skoða þegar heim er komið. Einnig er sjálf- sagt að taka einhvern með í verslunar- leiðangur til að hafa stuðning. Svartur kjóll hentar öllum og er alltaf klassískur, hvort sem hann er stuttur eða síður. Einfaldan, svartan kjól er hægt að skreyta með fallegum skart- gripum, sjali eða belti. Hvítur kjóll er tákn brúðarinnar, hreinleika og sak- leysis. Betra er að velja ljósan kjól, ekki skjannahvítan. Við svartan kjól er fallegt að vera í rauðum skóm og með rauða handtösku. Ef skórnir eru opnir er rétt að fara í fótsnyrtingu svo glæsileikinn nái alveg fram í tær. Hávaxnar, grannar konur geta gengið í flestöllum gerðum af síð- kjólum, til dæmis hafmeyjarkjólum, sem annars fara ekki öllum. Þéttvaxin kona ætti hins vegar að velja sér kjól úr þunnu og léttu blúnduefni og forð- ast flókna hluti í mitti, hálsmáli og yfir brjóst. Lágvaxin kona ætti að forðast víð pils og ýktar axlir. HUGMYNDIR FYRIR ÁRSHÁTÍÐINA GLÆSILEIKI Nú er tími árshátíðanna og margar konur velta fyrir sér hvert sé rétta dressið. Því ekki að velja fallegan síðkjól? Það getur verið spennandi að leita að þeim eina rétta. GRÆNBLÁR Þessi glæsilegi kjóll er í vinsælum túrkislit og er sérlega klæðilegur. Hann var sýndur á tískusýningu í Mexíkóborg fyrr í mánuðinum. Grænblár litur, túrkis, er vinsæll um þessar mundir og sömuleiðis alls kyns bláir litir. Sumir kjólar eru svo fallegir að óþarfi er að bera skartgripi við þá. Falleg, lítil handtaska er þó alltaf nauðsynleg og hana ætti að velja af kostgæfni í stíl við kjólinn og skóna. RAUÐUR OG ELEGANT Síður, rauður kjóll er glæsilegur. Þessi er hvorki fleginn né ber í bakið, eins og margir kjólar um þessar mundir. Rauðir kjólar þykja ákaflega kynþokka- fullir en fara ekki öllum. Það er um að gera að prófa rauðan kjól því margar konur eru glæsilegar í þeim lit. Ekki vera hrædd við litrík mynstur, þau geta breytt þreytulegu útliti í frísklegt á svipstundu. Sérstaklega yfir sumar- tímann þegar sól er hátt á lofti. Litir geta gert mikið fyrir útlitið svo það er þess virði að máta. Í FÖLBLEIKUM LIT Ákaflega fallegur kjóll með gullskreytingum. Kjóllinn var sýndur á hátískusýningu í París. MEÐ SKRAUT Á ÖXLUM Þessi glæsilegi kjóll var sýndur í París og þykir einstaklega glæsilegur. Skrautið er á öxlunum. Í RÓM Þessi kjóll er afar sérstakur en hann er bæði stuttur og síður. Kjóllinn var sýndur á tískusýningu í Róm. Flottar gallabuxur kr. 14.900.- 7/8 lengd háar í mit tið Str. 34-46/48 Litir: gallablát t, svart, dökkblát t Nýt t kortatímabil Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING! AF VINSÆLU KULDASKÓNUM MEÐ MANNBRODDUNUM FYRI R DÖ MUR OG H ERRA Verð :24.0 00.- Yoek dagar! Veglegur kaupauki fylgir öllum keyptum vörum frá Yoek Á meðan birgðir endast. Vertu vinur okkar á Facebook
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.