Fréttablaðið - 20.03.2014, Side 46
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
➜ Megan er þátttakandi
í Fríyrkjunni, sem gaf út
safnrit með ljóðum skálda á
aldrinum 17 til 25 ára í fyrra.
„Við vonumst til að þetta verði
alvöruljóðaslamm með aktífum
áhorfendum og vonandi verða
mikil læti og mikið stuð,“ segir
Megan Auður Grímsdóttir, einn
skipuleggjanda Ljóðlympíuleika
sem haldnir verða á Loft Hosteli
í kvöld. Þar munu skáldsystur og
skáldbræður Reykjavíkur keppa
til sigurs og aðeins eitt þeirra
standa uppi sem sigurvegari.
Borgarbókasafnið hefur á
undanförnum árum staðið fyrir
ljóðaslammi en Megan segir
meininguna að taka þetta lengra í
kvöld. „Þetta á að vera öfgakennt
og við hvetjum áhorfendur til að
láta hressilega í sér heyra.“
Það eru forlagið Meðgönguljóð
og ungskáldahópurinn Fríyrkjan
sem standa fyrir slamminu.
Megan er þátttakandi í Fríyrkj-
unni, sem gaf út safnrit með
ljóðum skálda á aldrinum 17 til
25 ára í fyrra, og hún segir hóp-
inn hafa verið duglegan að koma
fram og lesa ljóð, þá gjarnan með
tónlistarívafi. Á því verður ekki
breyting í kvöld því rapphópur-
inn Reykjavíkurdætur mun spila
í dómarahléi.
Dómnefnd skipa skáldin Hall-
grímur Helgason, Sigurbjörg
Þrastardóttir, Bergrún Anna
Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Með-
gönguljóða, og Stefán Ingvar Vig-
fússon, fyrir hönd Fríyrkjunnar.
Boðið verður upp á tíu atriði og
er búið að velja þau. Megan segir
meininguna að halda slík slömm
oftar og hvetur áhugasama til að
skrá sig í slömm framtíðarinnar
á netfanginu friyrkjan@gmail.
com. „Það er öllum velkomið að
sækja um þátttöku og væri mjög
gaman ef sem flestir skráðu sig.“
Hverjir munu keppa í kvöld
er algjört leyndarmál og því
eiga forvitnir ekki annan kost
en að vera mættir á Loft Hostel
klukkan 20 í kvöld og bíða
spenntir eftir að fyrsta skáldið
stígi á svið. - fsb
Þetta verður vonandi öfgakennt
Meðgönguljóð og Fríyrkjan standa fyrir ljóðaslammi á Loft i Hosteli í kvöld.
Yfi rskrift in er Ljóðlympíuleikar 2014 og þar keppa skáld til sigurs fyrir besta
slammið og áhorfendur eru hvattir til að láta hressilega í sér heyra.
MEGAN AUÐUR „Vonandi verða mikil læti og mikið stuð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Hugmyndin með sýningunni Shop
Show er sú að efla vitund um vist-
væna hönnun fyrir framtíðina. Þar
eru valdar vörur úr efniviði sem
gjarnan er að finna í heimahögum
hönnuðanna,“ segir Róshildur Jóns-
dóttir. Hún er einn þeirra norrænu
hönnuða sem eiga muni á sýningunni
Shop Show sem opnuð verður á efri
hæð Hafnarborgar í Hafnarfirði á
laugardaginn. Hún segir sýninguna
líka eiga að opna augun fyrir ábyrgð
neytenda þegar þeir velja vörur. „Ef
allir hefðu sömu neysluvenjur og
Íslendingar núna þyrftum við sjö
hnetti. Við Vesturlandabúar munum
ekki geta haldið svona áfram,“ segir
hún ákveðin.
Róshildur er þekkt fyrir hönnun og
vöruþróun leikfanga og skrautmuna
úr fiskibeinum. „Ég nota fiskhausa
sem ekki eru nýttir hér á landi í
dag nema í mjöl og ég er að marg-
falda virði þeirra,“ bendir hún á.
Hún segir ótrúlega stutt síðan við
virtum skepnuna mun meira en nú.
Bara 50-100 ár. „Beinin voru leik-
föng og smíðaefni, dýrmætur efni-
viður af því við áttum ekki mikið, en
nú eru öll bein grafin í jörð í þúsunda
tonna vís. Við misstum tengingu við
þetta efni í nærumhverfinu með til-
komu fjöldaframleiðslu úr plasti,“
segir hún. Minnist líka á offram-
leiðslu heimsins á fatnaði með ódýru
vinnuafli við stórvarasamar aðstæð-
ur. „Við erum komin út á ystu nöf og
verðum að fara að breyta hugsunar-
hættinum,“ segir Róshildur sem er
með vefsíðuna hugdetta.com þar sem
hún kynnir vörur sínar og heimssýn.
Ásamt Róshildi sýnir hönnunar-
teymið Vík Prjónsdóttir á Shop
Show. Það hannar vörur úr íslenskri
ull sem notið hafa mikilla vinsælda.
Sýningin er unnin af Form Design
Center í Malmö og ferðast um
Norður löndin. Í Hafnarborg er henni
fylgt úr hlaði með veglegri dagskrá
þar sem viðfangsefni hennar eru
krufin, meðal annars með samtölum
við hönnuðina Petru Lilju, Brynhildi
Pálsdóttur og Róshildi.
Bæði Shop Show og Hnallþóra í
sólinni eru hluti af HönnunarMars
2014, enda liggur líka áhugaverð
hönnun eftir listamanninn svissneska
Dieter Roth. gun@frettabladid.is
Vilja efl a vitund um vistvæna hönnun
Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg á laugardag klukkan 15. Annars vegar Hnallþóra í sólinni með úrvali prent- og bókverka eft ir
Dieter Roth og hins vegar Shop Show, norræn samtímahönnun með áherslu á umhverfi smál og sjálfb ærni.
RÓSHILDUR „Ég hef ekki fundið neinn í heiminum sem vinnur með
beinin á sama hátt og ég, sem betur fer,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LISTAVERK Róshildur segir ekki aðeins um
leikföng að ræða úr fiskbeinunum heldur
höfði efnið til fólks á öllum aldri.
VISTVÆN HÖNNUN Vörurnar á Shop Show eru gerðar úr vistvænum efniviði og gjarnan úr
heimahögum hönnuðanna. MYND/HELGA STEPPAN
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR
Í BAKKALÁR- OG MEISTARANÁM TIL
21.
MARS
MENNING