Fréttablaðið - 20.03.2014, Page 50
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
„Við tökum öll þessi helstu karla-
kórslög, Hrausta menn, Brennið
þið vitar, Ísland, Ísland, eg vil
syngja og Fóstbræðralag,“ segir
Eygló Höskuldsdóttir Viborg, ein
stúlknanna í Graduale Nobili, um
tónleika kórsins í Langholtskirkju
næsta sunnudag klukkan 20. Hún
segir það rótgróið í þjóðina að fyrr-
nefnd lög skuli einungis sungin af
karlmönnum og viðurkennir líka
að það sé krefjandi fyrir dömukór
að takast á við þau. „Það þurfti að
„kalla“ aðeins upp í okkur röddina,
enda átak að byrja að syngja eins
og fimmtíu manna karlakór eftir
að hafa sungið eins og smástelpur
í áratugi. En við hituðum okkur
upp með því að fara á æfingar hjá
Fóstbræðrum og Karlakór Reykja-
víkur og taka lagið með þeim. Þeir
stríddu okkur svolítið fyrst en svo
held ég að við höfum fengið grænt
ljós hjá þeim þegar við vorum
búnar að syngja nokkur lög.“
Hvernig skyldi hugmyndin að
tónleikunum hafa orðið til? „Þegar
við vorum í barna-og unglingakór-
unum hér í Langholtskirkju lærðum
við bók með íslenskum lögum utan
að. Ef við vorum að bíða eftir
strætó á erlendri grundu sungum
við Þú álfu vorrar yngsta land og
fleiri karlakórslög – sem barnakór.
Þetta er því búið að búa með okkur
lengi,“ lýsir Eygló og heldur áfram.
„Eitt sinn vantaði okkur aukalag á
tónleikum og þá datt Jóni Stefáns-
syni, stjórnanda okkar, í hug að láta
okkur syngja Brennið þið vitar.
Síðan er reyndar búin að vera svo-
lítil barátta að fá hann til að æfa
með okkur fleiri karlakórslög en
það endaði með að lukkast svo nú
eru heilir tónleikar með þeim. Það
er líka gaman að tengja þá Mottu-
mars sem við styðjum fullkomlega
og höfum stofnað styrktarsíðu til að
taka þetta alla leið.“
Almennt miðaverð á tónleikana
á sunnudag er 2000 krónur en með-
limir Listafélags Langholtskirkju
auk allra félaga í karlakórum nær
og fjær, að ógleymdu fátæku náms-
fólki fá aðgögumiða á 1.500.
gun@frettabladid.is
Fórum á æfi ngu
hjá Fóstbræðrum
Dömukórinn Graduale Nobili tekst á við helstu karlrembulög íslenskra tónbók-
mennta í Langholtskirkju á sunnudag klukkan 20. Hann styður líka Mottumars.
GRADUALE NOBILI „Það er átak að byrja að syngja eins og fimmtíu
manna karlakór eftir að hafa sungið eins og smástelpur í áratugi,“
segir Eygló Höskuldsdóttir, ein úr hópnum.
Graduale Nobili er úrvalskór
stúlkna sem hafa sungið með
Gradualekórnum í Langholts-
kirkju. Hann hefur verið starf-
andi í fjórtán ár. Á þeim tíma
hefur hann margoft glatt hjörtu
tónleikagesta í Langholtinu og
unnið til fjölda verðlauna. Einnig
hefur hann gefið út geislaplötur
og ferðast um heimsbyggðina,
meðal annarra með Björk í
tengslum við verkefnið Biophilia.
Fjöldi kórfélaga er bundinn
við tuttugu og fjóra. Stjórnandi
kórsins er Jón Stefánsson.
➜ Um Graduale Nobili
Brúðuleiksýningin Aladdín er
aftur komin á Brúðuloft Þjóðleik-
hússins og mætir Aladdín gal-
vaskur til leiks á laugardaginn
ásamt Salímu vinkonu sinni og
fleiri furðufuglum til að skemmta
fólki frá fimm ára upp í 105 ára.
Hætta þurfti sýningum fyrir jól
fyrir fullu húsi en Bernd Ogrodnik
brúðulistamaður er nýkominn
heim úr langri sýningarferð og
hefur tækifæri til að sýna Aladdín
í nokkur skipti áður en haldið verð-
ur á ný út í hinn stóra heim.
Sýningin um Aladdín hefur
hlotið frábæra dóma leiklistar-
gagnrýnenda og góðar viðtökur
áhorfenda.
Handrit, brúðugerð, leikmynd
og tónlist eru eftir Bernd
Ogrodnik og Ágústa Skúladóttir
leikstýrir.
Aladdín og félagar
eru mættir aft ur
Sýning Bernd Ogrodnik á Aladdín verður sýnd á
Brúðuloft inu nokkrum sinnum á næstu vikum.
ALADDÍN Nokkrar sýningar verða á Aladdín og sú fyrsta er á laugardaginn. MYND/EDDI
Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð
verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17.
Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji
Höskulds son, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámunda-
son ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var
hún sem valdi verkin á sýninguna.
„Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég
hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í
nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið.
Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim
öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á
nýjan hátt.“
Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistar-
námi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á
sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru
performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem
eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af
rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund.
Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr
hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal
annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar
réttlætis kenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á ein-
hvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan ein-
manaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur
samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“ - fsb
Lystisemdir, Efasemdir,
Heimsendir
Fimm ungir myndlistarmenn opna sýningu í Kling
& Bang á laugardaginn. Öll verkin eru unnin sér-
staklega fyrir sýninguna og taka mið af rýminu.
LISTAMENNIRNIR „ Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og
vonleysi,“ Ragnar Kjartansson.
MYND/GUÐRÚN MATTHILDUR
Prins Polo
99
punktar
Góu
Lindubuff
79
punktar
Pylsa
með öllu
199
punktar
Sérbakað
vínarbrauð
199
punktar
Partítilboð á
punktaprís
á völdum
þjónustustöðvum:
10 pun
ktar m
eð
hverjum
lítra af
bensín
i og dís
el
ÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS E
N
N
68315 03/14