Fréttablaðið - 20.03.2014, Page 54
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 42
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
13.3.2014 ➜ 19.3.2014
1 Pharrell Happy
2 Ed Sheeran I See Fire
3 Pollapönk Enga fordóma
4 John Legend All Of Me
5 Baggalútur Ég fell bara fyrir flugfreyjum
6 Mono Town Peacemaker
7 Aloe Blacc The Man
8 Greta Mjöll Eftir eitt lag
9 U2 Ordinary Love
10 Coldplay Magic
1 Ýmsir SG hljómplötur
2 Mammút Komdu til mín svarta systir
3 Mono Town In The Eye Of The Storm
4 Kaleo Kaleo
5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
6 Skálmöld og Sinfó Skálmöld og Sinfó
7 Ásgeir In The Silence
8 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music
9 Ýmsir Söngvakeppnin 2014
10 Pink Floyd The Wall
„Við erum mjög sáttir við samning-
inn og það er gaman að geta loksins
tilkynnt þetta, það lá fyrir í sumar
að við myndum semja við þá,“ segir
Arnór Dan Arnarson, söngvari
hljómsveitarinnar Agent Fresco,
en sveitin hefur skrifað undir plötu-
samning við þýska útgáfufyrir-
tækið Long Branch Records, sem
er undirútgáfa SPV GmbH fyrir-
tækisins. Um er að ræða þriggja
platna samning og koma þær út
um heim allan. „Þetta er eina fyrir-
tækið sem setti aldrei spurninga-
merki við tónlistarstefnuna okkar
og hefur fylgst með okkur í langan
tíma. Þeir ætla líka að gefa fyrstu
plötuna okkar út, A Long Time
Listening,“ bætir Arnór Dan við.
Eins og fyrr segir hefur í langan
tíma legið fyrir að sveitin myndi
semja við fyrirtækið. „Þetta hefur
verið hálfs árs ferli. Það tekur svo
langan tíma að fara í gegnum þetta
ferli, það þarf að láta lögfræðinga
fara yfir þetta og svona. Það eina
sem við viljum er bara að fá tæki-
færi til þess að leyfa fleira fólki að
heyra músíkina okkar,“ út skýrir
Arnór Dan.
Agent Fresco sem skipuð er auk
Arnórs Dans, Þórarni Guðnasyni,
gítar- og píanóleikara, Hrafnkeli
Erni Guðjónssyni trommuleikara
og Vigni Rafni Hilmarssyni bassa-
leikara, fagnaði í síðasta mánuði
sex ára afmæli. Hún gaf út sína
fyrstu plötu árið 2010 og fékk hún
frábærar viðtökur, þá var sveitin
einnig valin bjartasta vonin á
Íslensku tónlistarverðlaununum
árið 2008.
„Við erum mjög spenntir að gefa
út nýtt efni,“ segir Arnór Dan
spurður út í nýja efnið. Fyrsta
smáskífulagið, Dark Water, af
nýrri plötu kemur líklega út í
byrjun maí. „Við stefnum á að gefa
út fyrsta singúlinn í maí og gefum
þá einnig út myndband. Við gerum
svo ráð fyrir að platan komi út
undir lok sumars.“ Fyrsta platan,
A Long Time Listening, kemur út
á sama tíma og nýja platan.
Sveitin hefur eins og fyrr segir
ekki gefið út efni síðan árið 2010
og leggur mikið í að vinna sitt efni
vel. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta
verkefni sem ég hef verið í og plat-
an er mjög persónuleg líkt og fyrri
platan. Við byrjuðum í ágúst að
taka upp grunna en það tekur bara
tíma að finna sándið,“ segir Arnór
Dan en nýja platan mun verða eitt
heildarverk líkt og fyrri platan.
Allir meðlimir sveitarinnar hafa
verið önnum kafnir í öðrum verk-
efnum. Arnór Dan hefur mikið
unnið með Ólafi Arnalds og verið á
tónleikaferðalagi með honum. Þór-
arinn hefur lagt stund á nám við
Listaháskólann, Hrafnkell hefur
leikið með sveitum á borð við Sign
og Highlands og Vignir hefur leik-
ið með Ultra Mega Technobandinu
Stefáni og verið að kenna. „Maður
þarf að fjarlægjast tilfinningar og
hlutina til þess að finna út hvað
megi betur fara. Þetta var bara
eðlilegt ferli hjá okkur, maður
þarf tíma til að melta tilfinningar
sínar og verða endurnærður,“ bætir
Arnór Dan við. gunnarleo@frettabladid.is
Agent Fresco landar
plötusamningi ytra
Hljómsveitin Agent Fresco hefur skrifuð undir plötusamning við þýskt útgáfufyrir-
tæki. Um er að ræða samning upp á þrjár plötur en ný plata er væntanleg í sumar.
Í TOPPMÁLUM Hljómsveitin Agent Fresco hefur skrifað undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. Ný plata kemur út undir lok
sumars. MYND/MAGNÚS ANDERSEN
Við stefnum á að
gefa út fyrsta singulinn í
maí og gefum þá einnig
út myndband. Við gerum
svo ráð fyrir að platan
komi út undir lok sumars.
Ýmsir - SG hljómplötur
George Michael - Symphonica
Kylie Minogue - Kiss Me Once
Í spilaranum
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Í síðustu viku tjáði blaðamaður sig í vikulegum tónlistarpistli Fréttablaðsins um
að allt hefði ætlað um koll að keyra þegar heiftarlegur ágreiningur kom upp á
fréttastofunni. Ágreiningurinn snerist þó í raun um að ákveðnir aðilar þorðu að
standa á sínu og styðja sína menn, í blíðu og stríðu.
Því miður hefur það tíðkast að ákveðnum nöfnum í tónlistarheiminum,
eða tónlistarmönnum öllu heldur, er útskúfað og þykja bara ekki töff. Það að
tónlistarmaðurinn sé ekki töff þarf þó ekki að endurspegla hæfileikaleysi eða
slæma músík úr hans framleiðslu. Þetta hefur oft misskilist og þurfa margir
mætir einstaklingar alloft að bíta í hið súra epli og hreinlega ljúga svo þeim verði
ekki strítt fyrir það eitt að fíla ákveðna tónlistarmenn.
Svo dæmi séu tekin þá þykja Chad
Kroeger úr Nickelback, Scott Stapp úr Creed,
Fred Durst úr Limp Bizkit ekki töff tónlistar-
menn. Þeir hafa svo sem ekki gert neinum
neitt, heldur er þetta bara svona, því miður.
Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera
frontmenn sinna sveita og þar af leiðandi
nokkurs konar andlit hljómsveitarinnar.
Hins vegar, þegar rýnt er í vinsældir
sveitanna, kemur í ljós að Creed hefur selt
yfir 40 milljónir platna, Limp Bizkit yfir 40
milljónir platna og mínir menn í Nickelback
yfir 50 milljónir platna. Tölurnar tala sínu máli en ég held að það sé ekki tónlist
þessara hljómsveita sem ræður úrslitum um skoðanir manna á ofangreindum
mönnum. Ég geri ráð fyrir að skoðanir fólks á þessum mætu sveitum séu að
mestu leyti bundnar við útlit mannanna og jú, kannski að ákveðnu leyti byggð
á raddbeitingu þeirra. Það er erfitt að mæla á móti ágæti þessara þriggja sveita
því þær hafa allar farið sigurför um heiminn og eru að mínu mati ansi sprækar.
Það má þó deila um frontmennina.
Scott Stapp í Creed er ekki kúl og varð nett hallærislegur þegar hann reyndi
á röddina með sínum hallærislega hreimi. Chad Kroeger er gullbarki, því er ekki
hægt að neita, en hann er því miður pínu hallærislegur með permanentið og
kleinuhringjaskeggið, tónlistarkonan Avril Lavigne féll þó kylliflöt fyrir kappan-
um. Fred Durst er nettur gaur. Þó svo að hann sé enginn Pavarotti þegar kemur
að söng, þá er hann samt töff.
Ég er ánægður með þá aðila sem standa með sínum sveitum og tónlistar-
mönnum, þó svo að heimurinn hafi fyrirfram ákveðið að aðilinn sé ekki kúl. Eitt
sinn aðdáandi, alltaf aðdáandi.
Eitt sinn aðdáandi,
alltaf aðdáandi
TÓNNINN
GEFINN
Gunnar Leó Pálsson