Fréttablaðið - 20.03.2014, Side 58
APPELSÍNUGULUR PASTEL BLÁR HÚÐLITUR RAUÐUR
5 naglalakkslitir sem verða heitir í vor
„Félagi minn sýndi mér mynd-
band af þessu. Okkur fannst þetta
svo sniðugt að við fórum á fullt að
skoða hvernig þessir boltar væru
og út á hvað þetta gengi. Við
skoðuðum líka hverjar öryggis-
kröfurnar væru, hvar væri best
að kaupa boltana og annað í
þeim dúr. Við pöntuðum prufu-
bolta til landsins til að athuga
hvort þetta væri í lagi og öruggt.
Okkur fannst þetta svo fáránlega
skemmtilegt að við ákváðum að
kýla á þetta,“ segir Kristján Val-
geir Þórarinsson. Hann stofnaði
fyrirtæki fyrir stuttu með félaga
sínum Eyjólfi Berg Axelssyni í
kringum skemmtun sem heitir
bubblebolti. Í bubblebolta klæð-
ast leikmenn plastkúlu og spila
fótbolta.
„Leikmenn eru bundnir inn
í boltana í öryggisbelti og því
óhætt að gera allan fjandann í
þessu. Auk þess að spila fótbolta
er hægt að fara í alls kyns leiki
í boltunum,“ segir Kristján og
ítrekar að fyllsta öryggis sé gætt
þegar íþróttin er spiluð.
Á ensku kallast þetta grínsport
Zorb Football en ekki eru stífar
reglur í íþróttinni eins og í hefð-
bundnum fótbolta.
„Það eru engar reglur um
tæklingar eða slíkt enda er ekki
hægt að tækla hinn andstæðing-
inn klæddur í þessar kúlur. Ég
myndi segja að þetta væri fótbolti
með „súmóglímueðli“. Ég held að
þetta sport komi upprunalega frá
Bretlandi þar sem upphafsmaður
íþróttarinnar var búinn að ganga
með þessa hugmynd í maganum
í langan tíma. Á síðustu tveimur
til þremur árum hefur þetta
breiðst út til flestra landa. Þetta
er mjög skemmtilegt í steggjanir
og hópeflisleiki til dæmis,“ bætir
Kristján við. Hann viðurkennir
að það sé erfitt að halda andlitinu
þegar íþróttin er spiluð.
„Það er mjög erfitt að hlæja
ekki enda er þetta skemmtileg
íþrótt,“ segir Kristján. Hann og
Eyjólfur hófu starfsemi á sunnu-
dag þegar þeir buðu vinum sínum
í prufubolta.
„Þá fór þetta á fullt. Þetta
breiddist út hraðar en við bjugg-
umst við og við erum byrjaðir að
taka niður bókanir. Markhópur-
inn er fyrst og fremst þeir sem
vilja skemmta sér. Þetta er meira
gaman en keppni.“
liljakatrin@frettabladid.is
Erfi tt að halda andlitinu
í bubblebolta
Kristján Valgeir Þórarinsson og Eyjólfur Berg Axelsson bjóða upp á nýjung í
skemmtun á Íslandi– fótbolta sem leikmenn spila fastir inni í plastkúlu.
HRESSANDI Kristján er sérfræðingur á fjármálasviði Lands-
virkjunar. MYND/ÚR EINKASAFNI
Í GÓÐU STUÐI Eyjólfur er sérfræðingur hjá Íslandsbanka.
ÞRUSUSTEMNING Vinir Kristjáns og Eyjólfs prófuðu íþróttina á sunnudag.
60 mínútna spilatími kostar:
■ 25.000 kr. fyrir 5 á móti 5
■ 20.000 kr. fyrir 4 á móti 4.
■ Lágmarksfjöldi er 8 kepp-
endur.
Innifalið í verðinu er
Starfsmaður er á svæðinu allan
tímann. Starfsmenn bubblebolta
koma á staðinn hálftíma áður, setja
upp boltana og fara yfir leikreglur.
Það eina sem viðskiptavinir þurfa
er aðstaða til að spila. Ef þeir hafa
ekki aðstöðu er hægt að spila í al-
menningsgörðum yfir sumartímann
eða á sparkvöllum. Annars geta
starfsmenn aðstoðað við að finna
aðstöðu sem hentar hverju sinni.
Verðið miðast við að spilað sé á
höfuðborgarsvæðinu. Ef spilað er
úti á landi bætist ferða kostnaður
við verðið. www.bubblebolti.is
➜ Hvað kostar
bubblebolti?
Það er mjög
erfitt að hlæja
ekki enda er þetta
skemmtileg íþrótt.
Kristján Valgeir Þórarinsson
Sumir þola ekki að
rekast á fólk sem þeim
er illa við og stundum
er maður hreinlega
ekki í skapi til að hitta
vissar manneskjur.
Smáforritið Cloak
leysir þennan vanda á
augabragði. Smáforritið
finnur alla vini þína
sem tengdir eru Insta-
gram og Four square og
lætur þig vita hvar þeir
eru staddir.
Notendur geta
einnig stillt það þannig
að þeir fái tilkynningar
þegar vissar mann-
eskjur eru í nálægum
götum í tæka tíð til að
geta forðað sér.
APPIÐ KOMDU ÞÉR UNDAN
MEÐ CLOAK VIÐ HÖNDINA
Smáforritið Cloak njósnar um þá sem þér er í nöp við.
Tímaritið Teen Vogue birti fyrir
stuttu lista yfir bestu förðunarvörur
ársins 2014 og veitti þeim svo-
kölluð Beauty Awards, eða fegurðar-
verðlaun.
Besta glossið að mati tímaritsins
er Rouge Pur Couture Vernis à Lèvres
Glossy Stain frá tískurisanum Yves
Saint Laurent. Ef nafnið flækist fyrir
ykkur getið þið einfaldlega
klippt út með-
fylgjandi mynd og
skundað beint í
næstu verslun.
Meðal annarra
förðunarvara sem hljóta verðlaun hjá
Teen Vogue er eldrauður varalitur
frá Mac og ljósbleikur varalitur frá
Estée Lauder. Þá ná maskarar frá
merkjunum Rimmel, COVERGIRL og
Dior einnig á listann sem og hyljari
frá Bobbi Brown og sólarpúður frá
CHANEL.
Alls eru um fimmtíu vörur á listan-
um og geta þeir sem eiga sand af
seðlum til að eyða í förðunarvörur
séð hann í heild sinni á vefsíðunni
teenvogue.com.
FÖRÐUN GLOSS ÁRSINS
Tímaritið Teen Vogue velur förðunarvörur ársins 2014.
GRÆNT OG VÆNT Cloak hjálpar þér að fela
þig eins og nafnið gefur til kynna.
Í HNOTSKURN
ALGJÖR
NAUÐSYN
Þetta ku vera
besta gloss
þessa árs.
● Frítt
● Notendur gefa forritinu 4
stjörnur
● Stærð: 8,2 MB
● Fáanlegt í App Store
● Hægt að nota á iPhone, iPad og
iPod touch. Forritið nýtur sín
best á iPhone 5
● Heimasíða: usecloak.com/
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46
LÍFIÐ