Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 28

Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 28
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Fólk heldur stundum að ég sé að hugsa um eitthvað hádramatískt og hrika- legt þegar ég er með störu en er þá yfirleitt bara að hugsa um eitthvað skrítið og fyndið. Augnsvipurinn er bara svo alvarlegur alltaf hreint, skil ekkert í honum. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Hvað ég er hallærislegur, ég get verið alveg hrikalega hallærislegur. 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Green Mile. Hann var bara svo ofboðslega góður, af hverju þurfti hann að deyja? 4 Hvað gerir þig pirraðan? Sleggjudómar og skoðanagleði. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Mér þykir reglulega fyndið að ímynda mér að lítil börn séu bara blindfull því það er svo skemmtileg útskýring á hegðunarmynstrinu, skapgerðarsveiflunum og líkamstjáningunni. 6 Er líf á öðrum hnöttum? Auðvitað. Ég vona það að minnsta kosti. Og ég vona líka að það sé til þróaðri siðmenning með lífverum sem hafa æðri skilning en við á heiminum og náttúrunni því það myndi setja manninn og sjálfsmynd hans í svo skemmti- legt samhengi. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Suðuhljóðið úr espresso-könn- unni heima. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofn-aðir? Ég eyði gæðastund með annarri kærustunni minni, hún heitir iMac og hún þarf mikla ást og alúð. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotinn í? Gellunni sem var framan á seinasta plakati frá Íslenska dansflokknum, mér finnst hún rosalega sæt. Þið megið skila því til hennar. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Dune Trilogy því það eru 3 bækur í einni kilju, stálplötu til að elda á og bíómyndina Cast Away því þá gæti ég horft á ein- hvern sem skildi hvernig mér liði. 11 Hver er fyrsta minn-ingin þín? Í stigan- um heima á Framnesvegi 66, húsinu sem mamma byggði þegar hún var á mínum aldri. 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Vonandi eitthvað huggulegt bara. 13 Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? Bæði betra. 14 Hver var æsku-hetjan þín? Úlfur Hansson. 15 Er ást í tunglinu? Já, og í allri vetrarbrautinni. APP VIKUNAR Blendin Blendin er samfélagsmiðill sem nokkrir íslenskir vinir settu á markað í seinustu viku. Þar geturðu fylgst með vinum þínum og fengið upp- lýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. Vegna þess að Blendin byggir á korti þá gefur miðilinn notendum þess kost á því að deila staðsetningu sinni í rauntíma með vinum og vandamönnum. Appið fékk gríðarlega góðar við- tökur en fimm þúsund manns höfðu náð sér í samfélagsmiðilinn á fyrstu klukkustundunum eftir útgáfu þess. FIMM HÖFUÐFÖT TIL AÐ SETJA UPP ÁRIÐ 2014 DEREK LAM DKNY RALPH LAUREN CAROLINA HERRERA TIBI Eitt elsta og mest lesna blogg í Skandinavíu er blogg ið Emmas Designblogg þar sem aðal- umfj öllunarefnið er hönnun og heimili. Bloggið stofnaði hin 34 ára gamla Emma Fexeus árið 2005 en níu árum síðan heimsækja 130 þúsund manns síðuna í hverjum mánuði. Vefsíðan er kjörinn viðkomu- staður á netrúntinum fyrir fagurkera til að fá innblástur fyrir heimilið en einnig má sjá litla fróðleiksmola um ýmsa strauma og stefnur í innanhússhönnun. Emma gaf út sína fyrstu bók, Northern Delights, Scandinavian Homes, Interiors and Design, fyrir ári og seldist hún upp á tveimur mánuðum. Emma mætti með myndavélina að vopni á HönnunarMars í síðasta mánuði og er síðasta færslan í bloggi hennar tileinkuð viðburðinum. FYLGSTU MEÐ … Emmas Designblogg emmas.blogg.se YFIRHEYRSLAN ARNMUNDUR ERNST BACKMAN, LEIKARI Alveg hrikalega hallærislegur ➜ Útundan og Bláskjár Arnmundur leikur þessa dagana í leikritinu Útundan sem sýnt er í Tjarnarbíó. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir verkinu og með önnur hlutverk fara til að mynda Elma Lísa Gunnars- dóttir, Björn Stefánsson og María Heba Þor- kelsdóttir. Arnmundur sló í gegn í leikritinu Bláskjá eftir Tyrfing Tyrfingsson fyrr á árinu en verkið verður sett aftur á svið í Borgarleik- húsinu í haust. Save the Children á Íslandi 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.