Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.04.2014, Qupperneq 28
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Fólk heldur stundum að ég sé að hugsa um eitthvað hádramatískt og hrika- legt þegar ég er með störu en er þá yfirleitt bara að hugsa um eitthvað skrítið og fyndið. Augnsvipurinn er bara svo alvarlegur alltaf hreint, skil ekkert í honum. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Hvað ég er hallærislegur, ég get verið alveg hrikalega hallærislegur. 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Green Mile. Hann var bara svo ofboðslega góður, af hverju þurfti hann að deyja? 4 Hvað gerir þig pirraðan? Sleggjudómar og skoðanagleði. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Mér þykir reglulega fyndið að ímynda mér að lítil börn séu bara blindfull því það er svo skemmtileg útskýring á hegðunarmynstrinu, skapgerðarsveiflunum og líkamstjáningunni. 6 Er líf á öðrum hnöttum? Auðvitað. Ég vona það að minnsta kosti. Og ég vona líka að það sé til þróaðri siðmenning með lífverum sem hafa æðri skilning en við á heiminum og náttúrunni því það myndi setja manninn og sjálfsmynd hans í svo skemmti- legt samhengi. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Suðuhljóðið úr espresso-könn- unni heima. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofn-aðir? Ég eyði gæðastund með annarri kærustunni minni, hún heitir iMac og hún þarf mikla ást og alúð. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotinn í? Gellunni sem var framan á seinasta plakati frá Íslenska dansflokknum, mér finnst hún rosalega sæt. Þið megið skila því til hennar. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Dune Trilogy því það eru 3 bækur í einni kilju, stálplötu til að elda á og bíómyndina Cast Away því þá gæti ég horft á ein- hvern sem skildi hvernig mér liði. 11 Hver er fyrsta minn-ingin þín? Í stigan- um heima á Framnesvegi 66, húsinu sem mamma byggði þegar hún var á mínum aldri. 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Vonandi eitthvað huggulegt bara. 13 Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? Bæði betra. 14 Hver var æsku-hetjan þín? Úlfur Hansson. 15 Er ást í tunglinu? Já, og í allri vetrarbrautinni. APP VIKUNAR Blendin Blendin er samfélagsmiðill sem nokkrir íslenskir vinir settu á markað í seinustu viku. Þar geturðu fylgst með vinum þínum og fengið upp- lýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. Vegna þess að Blendin byggir á korti þá gefur miðilinn notendum þess kost á því að deila staðsetningu sinni í rauntíma með vinum og vandamönnum. Appið fékk gríðarlega góðar við- tökur en fimm þúsund manns höfðu náð sér í samfélagsmiðilinn á fyrstu klukkustundunum eftir útgáfu þess. FIMM HÖFUÐFÖT TIL AÐ SETJA UPP ÁRIÐ 2014 DEREK LAM DKNY RALPH LAUREN CAROLINA HERRERA TIBI Eitt elsta og mest lesna blogg í Skandinavíu er blogg ið Emmas Designblogg þar sem aðal- umfj öllunarefnið er hönnun og heimili. Bloggið stofnaði hin 34 ára gamla Emma Fexeus árið 2005 en níu árum síðan heimsækja 130 þúsund manns síðuna í hverjum mánuði. Vefsíðan er kjörinn viðkomu- staður á netrúntinum fyrir fagurkera til að fá innblástur fyrir heimilið en einnig má sjá litla fróðleiksmola um ýmsa strauma og stefnur í innanhússhönnun. Emma gaf út sína fyrstu bók, Northern Delights, Scandinavian Homes, Interiors and Design, fyrir ári og seldist hún upp á tveimur mánuðum. Emma mætti með myndavélina að vopni á HönnunarMars í síðasta mánuði og er síðasta færslan í bloggi hennar tileinkuð viðburðinum. FYLGSTU MEÐ … Emmas Designblogg emmas.blogg.se YFIRHEYRSLAN ARNMUNDUR ERNST BACKMAN, LEIKARI Alveg hrikalega hallærislegur ➜ Útundan og Bláskjár Arnmundur leikur þessa dagana í leikritinu Útundan sem sýnt er í Tjarnarbíó. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir verkinu og með önnur hlutverk fara til að mynda Elma Lísa Gunnars- dóttir, Björn Stefánsson og María Heba Þor- kelsdóttir. Arnmundur sló í gegn í leikritinu Bláskjá eftir Tyrfing Tyrfingsson fyrr á árinu en verkið verður sett aftur á svið í Borgarleik- húsinu í haust. Save the Children á Íslandi 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.