Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 4
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 03.05.2013 ➜ 09.05.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is EFNAHAGSMÁL „Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjáns- dóttir, forstöðumaður efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Lands- bankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en sam- komulagið náð- ist var óttast að gjaldeyris- sköpun þjóðar- búsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjá r - málaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýsting- ur á að ná samkomulagi við slita- stjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréf- unum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endur fjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru við- fangsefnum sem tengjast skulda- stöðu þjóðarbúsins og afnámi gjald- eyrishafta. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri gat í samtali við Frétta blaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslu- byrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefð- um haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már. fanney@frettabladid.is Lánalenging Lands- banka skref í rétta átt Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir að samningur milli gamla og nýja Lands- bankans færi okkur nær því að losa höftin. Undanþágur frá gjaldeyrislögum eru skilyrði en seðlabankastjóri segir of snemmt að álykta um hvort þær verði veittar. MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Samkomulag milli gamla og nýja Landsbankans um lána- lengingar náðist á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MÁR GUÐMUNDSSON LEIÐRÉTTING Nafn höfundar greinarinnar Grund- vallar niðurstöður um fall sparisjóðanna á bls. 20 í Fréttablaðinu í gær misritað- ist. Hann heitir Árni H. Kristjánsson. 19% sveitarstjórnarmanna hafa þekk- ingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 89 AURAR verður verðlækkun á einum lítra af bensíni samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um gjaldskrárlækkanir. 4,4 MILLJARÐA þarf í bráðaviðhald á byggingum Landspítalans. 200 MILLJÓNA króna gæti Landsbjörg aflað með því að sækja sýni til 100 þúsund einstaklinga sem boð- aðir hafa verið í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu. 250 MILLJÓNIR barna undir fimm ára aldri búa í löndum þar sem átök eiga sér stað. 98 ÞÚSUND verða farþegar sem koma með skemmtiferða- skipum til Íslands í sumar. 4.500 farþegar voru bókaðir í 26 flug Icelandair sem féllu niður vegna verkfallsaðgerða. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá JÚRÓVEÐRIÐ Flott veður víðast hvar á landinu til að fara út og losa um mesta stressið fyrir úrslitin í Eurovision. Glimrandi grillveður í kvöld en dropar líklega aðeins suðaustan til og mögulega fyrir vestan með kvöldinu. 7° 7 m/s 10° 8 m/s 11° 4 m/s 10° 3 m/s 3-8 m/s. 3-8 m/s, en eilítið hvassara SV-til. Gildistími korta er um hádegi 23° 31° 16° 17° 17° 11° 21° 15° 15° 23° 17° 25° 25° 22° 22° 18° 15° 21° 9° 3 m/s 8° 8 m/s 4° 6 m/s 5° 7 m/s 5° 4 m/s 10° 7 m/s 4° 5 m/s 10° 10° 6° 5° 8° 7° 5° 4° 7° 5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN DÓMSMÁL Stjórnendur Kaup- þings misnotuðu aðstöðu sína og stefndu fé bankans í verulega hættu þegar þeir létu bankann veita nokkrum eignarhalds- félögum lán haustið 2008 án þess að lánshæfi félaganna væri metið og án samþykkis lána- nefnda bankans. Þetta segir í ákæru sérstaks saksóknara á hendur þremenn- ingunum Hreiðari Má Sigurðs- syni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Þeir voru ákærðir síðastliðinn þriðju- dag. Er þetta í þriðja sinn sem þeir eru ákærðir af embætti sérstaks saksóknara í tengslum við viðskipti bankans rétt fyrir hrun. - ebg Kaupþingsmenn ákærðir: Misnotuðu aðstöðu sína EFNAHAGSMÁL Hámark heimildar hjá hjónum og einstaklingum sem uppfylla skilyrði til sam sköttunar hækkar um 250 þúsund samkvæmt breytingartillögu frá meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar við frumvarp til laga um séreignar- sparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána. Samkvæmt tillögunni yrði heim- ildin að hámarki samanlagt 750 þús- und á almanaksári fyrir sambúðar- fólk í stað 500 þúsund króna. - ebg Tillaga um séreignarsparnað: Hækka fjár- hæðarmörkin SUÐUR-KÓREA, AP Fjölskyldur þeirra sem létust í ferjuslysinu í Suður-Kóreu þann 16. apríl síðastliðinn halda á myndum af ástvinum sínum og sitja á götunum nærri forsetabústaðnum í Seúl. Fólkið vildi fá fund með forsetanum, Park Geun-hye, en lögreglan kom í veg fyrir það og því settist fólkið á götuna. Skrifstofa forseta sagði að fulltrúi forsetans myndi hitta það síðar um daginn. Hörð gagnrýni hefur verið á viðbrögð stjórnvalda eftir ferjuslysið sem kostaði um 300 manns lífið. Chung Hong-won hefur sagt af sér sem for- sætisráðherra vegna þessa. Gagnrýnin hefur fyrst og fremst snúið að því að björgunaraðgerðir hafi ekki gengið nægileg hratt fyrir sig, auk þess sem upplýsingaflæðið í kjöl- far slyssins hafi verið í molum. - ebg Reiði vegna viðbragða stjórnvalda við slysinu í Suður-Kóreu: Fjölskyldur bíða áheyrnar forseta SETIÐ Á GÖTUNNI Lögreglan stöðvaði fólkið sem ætlaði að ganga á fund forsetans og því settist það á göturnar í kringum Bláa húsið, forsetabústaðinn í Seúl. NORDICPHOTOS/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.