Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 10.05.2014, Blaðsíða 104
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 60 „Ég hef alltaf verið músíkalskur inn við beinið og byrjaði að læra á píanó þegar ég var lítill, um níu ára. Ég entist ekki lengi og var í örfá ár í klassísku námi eins og börn fara í. Ég var ekkert sérstak- lega spenntur fyrir því en lærði ákveðinn grunn og gat pikkað upp lög sem mér fannst skemmtileg,“ segir Jökull Júlíusson, söngv- ari hljómsveitarinnar Kaleo. Frægðar sól sveitarinnar hefur svo sannarlega risið hátt síðustu mán- uði en allt stefndi í að Jökull yrði frekar fótboltamaður en tónlistar- maður á sínum yngri árum. „Þegar ég var í kringum sextán ára hætti ég í fótbolta og þá tóku aðrir hlutir við. Fram að því lifði ég fyrir fótbolta og þá komst voða- lega lítið annað að. Tónlistaráhug- inn hafði kviknað aftur þegar ég var fjórtán ára og þá lærði ég á djasspíanó í eitt og hálft ár í FÍH. Ég kenndi sjálfum mér á gítar og hef hlustað rosalega mikið á tónlist allt mitt líf,“ segir Jökull. Hann segir föður sinn hafa verið vissan áhrifavald í músíkinni. „Ég á pabba mínum að þakka gott tónlistaruppeldi. Hann kynnti mig fyrir gullaldartónlistinni, Bítlunum og öllu því sem hann hlustaði á. Ég er honum þakklátur fyrir það. Hann kenndi mér einnig fyrstu gripin á gítarinn enda lunk- inn gítarleikari.“ Vasapeningurinn heillaði Eftir grunnskóla stofnaði hann hljómsveitina Timburmenn ásamt Davíð Antonssyni og Daníel Ægi Kristjánssyni sem skipa hljóm- sveitina Kaleo í dag ásamt Rubin Pollock. „Við Davíð og Danni vorum saman í bekk í Varmárskóla í Mos- fellsbæ. Við byrjuðum að spila frumsamið efni en leiddumst svo út í að spila meira ábreiður. Við byrjuðum að spila á Danska barn- um, Óliver og öðrum stöðum niðri í bæ. Þar fengum við smá vasapen- ing sem heillaði meira en að vera að strögla í hinu.“ Hljómsveitin Kaleo var svo opin- berlega stofnuð rétt fyrir tónlistar- hátíðina Iceland Airwaves árið 2012 og bættist þá Rubin í hópinn. „Þá ákváðum við að það væri löngu kominn tími til að fókusera á eigið efni. Fyrsta giggið okkar var utan dagskrár á Airwaves og þetta byrjaði frekar rólega. Þarna var ég enn að spila á kassagítar en fljótlega eftir þetta keypti ég mér rafmagnsgítar. Þá breyttist lagasmíðin og við komumst að því að rokk og ról var stefnan. En við viljum ekki vera einhæfir samt því tónlist býður upp á fjölbreytni. Það er svo leiðinlegt að vera alltaf eins.“ Frægir nánast yfir nótt Strákarnir ákváðu síðan að taka þátt í Músíktilraunum í fyrra. Þeir komust ekki í verðlaunasæti en í kjölfarið var þeim boðið að spila í þættinum Skúrnum á Rás 2. Þar tóku þeir lagið Vor í Vaglaskógi sem var ekki planað, það var tekið upp og fór upptakan eins og eldur í sinu um netheima. Stuttu síðar fór lagið í spilun í útvarpinu og kom þeim Kaleo-mönnum á kortið. Það fékk gríðarlega spilun og komst til dæmis í fyrsta sæti vinsældalista Rásar 2. Í nóvember í fyrra kom síðan út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kaleo, sem hlaut lof gagnrýnenda og hefur síminn vart stoppað hjá meðlimum hljómsveitarinnar síðan. „Ég finn ekki fyrir einhverri breytingu. Ég er alltaf með annan fótinn í Mosfellsbæ, heima bænum, og þekki alla fyrir. En auð vitað kemur fyrir að einhver stoppi mann og hefur annaðhvort eitt- hvað jákvætt eða neikvætt að segja. Það fylgir þessu bara og mér finnst mjög gaman að heyra frá fólki,“ segir Jökull. Svarthol fyrir peninga Allir strákarnir í sveitinni eiga kærustur. „Það fara mörg kvöld og helgar í tónlistina. Þetta getur stundum tekið á en kærastan mín sýnir mér mikinn skilning,“ segir Jökull. „Ég leita mikið til fjölskyldu minnar til að fá viðbrögð við tónlistinni. Það er fólk sem ég treysti til að gefa hreinskilið álit. Ég myndi segja að kærastan væri hreinskilnust sem betur fer,“ bætir hann við á léttum nótum. Fjórmenningarnir í hljómsveit- inni eru allir fæddir árið 1990 og segir Jökull að það standi ekki til hjá þeim að fjölga sér á næstunni. „Við erum ekki rosalega góðir með fjármál og stöndum ekki vel sjálfir. Mín skoðun er að þetta komi ef það kemur. Maður þarf að geta séð fyrir sjálfum sér áður en maður fer að sjá fyrir öðrum,“ bætir hann við. „Við erum ekki ríkir, langt því frá. Ég held að það séu mjög fáir tónlistarmenn á Íslandi sem eru það. Það væri draumur að geta lifað á þessu og við höfum séð Íslendinga gera það. Það er ekkert ómögulegt í þessu lífi. En það kostar mikið að reka heila hljóm- sveit og peningarnir bara hverfa. Við keyptum bíl sem við köllum Lárus fyrir mánuði og hann er eins og svarthol fyrir peninga. Á Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánu- deginum 12. maí 2014. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2014 sem úthlutað verður í tvennu lagi. Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Lifði fyrir fótboltann áð að tónlistarframinn tók EKKI RÍKUR Jökull vonar að hann geti einhvern daginn lifað af tónlistinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óþekktir strákar úr Mosfellsbænum sem urðu frægir yfir nótt Langar aldrei að hætta í tónlist Daníel Ægir Kristjánsson Á hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Bassa. Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Það eru svo margar góðar minningar sem hafa komið síðasta ár að það er ekki hægt að velja úr. Fyrirmynd í tónlistinni? Erfitt að segja einhverja eina fyrirmynd, en þeir sem mér detta helst í hug eru Led Zeppelin, Pink Floyd, Jimi Hendrix, The Beatles og Rolling Stones. Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Það fer allt eftir því hvaða eina lag það væri, en mig langar aldrei að hætta í tónlist. Hver er óstundvísastur í bandinu? Ég verð að segja Rubin Pollock en honum fer fram. Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Like a Virgin– Madonna. Heyrði varla í mónitornum Davíð Antonsson Crivello Á hvaða hljóðfæri spilar þú í Kaleo? Trommur og syng bakraddir. Uppáhaldsminning í hljómsveitinni? Get eiginlega ekki svarað þessu, það eru svo rosalega margar góðar minningar. Ein frábær er frá verslunar- mannahelginni á Akureyri í fyrra, þegar áhorfendurnir sungu svo hátt að ég heyrði varla í mónitornum. Fyrirmynd í tónlistinni? Led Zeppelin gerðu einhvern veginn allt rétt (fyrir utan að Bonham dó allt of snemma). Hans Zimmer er líka svakalegur. Hvort myndirðu frekar vilja, að geta bara spilað eitt lag aftur og aftur það sem eftir er ævinnar eða hætta í tónlist fyrir fullt og allt? Örugglega spila sama lagið, þótt það myndi líklegast enda á því að ég myndi hætta. Hver er óstundvísastur í bandinu? Rubin á titilinn. Hvaða lag er þitt „guilty pleasure“? Let‘s Get It Started með Black Eyed Peas. Hljómsveitin Kaleo skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún setti lagið Vor í Vaglaskógi í nýjan búning á síðasta ári. Um helgina spilar sveitin í fyrsta sinn erlendis. Söngvarinn Jökull Júlíusson tekur frægðinni með ró og þakkar föður sínum gott tónlistaruppeldi en hann kenndi honum einnig fyrstu gítargripin. • Kaleo vann til þrennra verðlauna á Hlustendaverðlaununum 2014 fyrir besta nýliða, besta söngvara og bestu plötu. Alls fékk sveitin sex tilnefningar.• Hljómsveitin var valin Mosfellingur ársins 2013.• Platan þeirra, Kaleo, fékk átta stjörnur á vefsíðunni plotudomar.com.• Horft hefur verið á myndband við lagið Vor í Vaglaskógi tæplega 260 þúsund sinnum á YouTube.• Horft hefur verið á upptöku á laginu í Skúrnum á Rás 2 rúmlega hundrað þúsund sinnum á YouTube.• Rúmlega átján hundruð manns eru áskrifendur að Youtube-rás sveitarinnar.• Tæplega fimm þúsund manns líkar við sveitina á Facebook. Sigurganga Kaleo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 109. tölublað (10.05.2014)
https://timarit.is/issue/376894

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

109. tölublað (10.05.2014)

Aðgerðir: