Fréttablaðið - 10.05.2014, Qupperneq 98
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 54
Hvert íslenska bókmenntaverkið
á fætur öðru er nú gefið út á arab-
ísku. Réttindastofa Forlagsins er
nýkomin af bókamessunni í Abu
Dhabi þar sem undir ritaðir voru
samningar um arabíska útgáfu á
Sögunni af bláa hnett inum eftir
Andra Snæ Magnason, Blóð-
hófni eftir Gerði Kristnýju og
Valeyrar valsinum eftir Guðmund
Andra Thorsson.
Réttindastofan hefur að undan-
förnu samið við arabísk forlög um
útgáfu á verkum ýmissa höfunda
sinna. LoveStar eftir Andra Snæ
Magnason kemur út á næstunni,
Mýrin, Grafarþögn og Röddin
eftir Arnald Indriðason hafa
þegar komið út á arabísku, sem
og Elsku besti pabbi og Mamma
er best eftir Björk Bjarkadóttur,
Gæludýrin eftir Braga Ólafsson,
Svanurinn eftir Guðberg Bergs-
son, Brekkukotsannáll eftir Hall-
dór Laxness og Skugga-Baldur
eftir Sjón. Tröllakirkja eftir Ólaf
Gunnarsson er væntanleg fljót-
lega, sem og Z ástarsaga eftir
Vigdísi Gríms dóttur og Flateyjar-
gáta eftir Viktor Arnar Ingólfs-
son.
Skáldsaga Einars Más Guð-
mundssonar, Fótspor á himnum,
kemur enn fremur út á arabísku
um þessar mundir og var Einari
Má af því tilefni boðið á bóka-
messuna, þar sem hann ræddi
verk sín og íslenskar bókmenntir.
Stórsókn bókmennta
í arabíska heiminum
Íslenskar bókmenntir njóta síaukinna vinsælda í
Mið-Austurlöndum og hafa útgefendur vart undan
að skrifa undir þýðingarsamninga á arabísku.
EINAR MÁR Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, kemur út
á arabísku um þessar mundir og var Einari Má af því tilefni boðið á bókamessuna.
MYND/RÉTTINDASTOFA FORLAGSINS
Kristín Helga Gunnarsdóttir og
Áslaug Jónsdóttir eru til nefndar
fyrir Íslands hönd til ALMA-
verðlaunanna 2015, bókmennta-
verðlauna sem stofnuð voru í
minningu Astrid Lindgren.
Það eru IBBY á Íslandi, Upp-
lýsing og Rithöfundasamband
Íslands sem tilnefna íslensku höf-
undana sem keppa um þessi virtu
verðlaun við fjölmarga höfunda
frá öllum heimshornum. Allir
höfundarnir eru tilnefndir fyrir
framlag sitt til barnabókmennta
og barnamenningar, en Kristín
Helga og Áslaug hafa báðar sent
frá sér fjölda bóka og hlotið
margvíslegar viðurkenningar
fyrir störf sín.
Verðlaunaféð nemur fimm
milljónum sænskra króna svo það
er eftir miklu að slægjast. Til-
kynnt verður um sigurvegarann
næsta vor.
Sænski höfundurinn Barbro
Lindgren er hand-
hafi ALMA-
verð-
launanna
í ár. Hún
hefur sent
frá sér
fjölda bóka
sem þýddar
hafa verið á
ýmis tungu-
mál, meðal
annars
íslensku.
Kristín Helga
og Áslaug
tilnefndar
TÓNLIST ★★★★ ★
Sinfóníutónleikar í Hörpu
Verk eftir Rakmanínoff, Mússorgskí og
Brahms á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn
9. maí. Einsöngvari: Ólafur Kjartan
Sigurðarson. Stjórnandi: Vladimir
Ashkenazy.
Dauðinn var í aðalhlutverkinu á
fyrri hluta tónleika Sinfóníunnar í
Hörpu á fimmtudagskvöldið. Ekki
aðeins var fyrsta atriði efnisskrár-
innar Eyja hinna dauðu eftir Rak-
manínoff, heldur voru líka fluttir
Söngvar og dansar dauðans eftir
Mússorgskí. Drunginn var í fyrir-
rúmi og mér sýndist hjónum við
hliðina á mér hundleiðast. Þau
nenntu ekki einu sinni að klappa
og voru horfin eftir hlé.
En ég skemmti mér konung-
lega. Vladimir Ashkenazy stjórn-
aði og það hafa fáir jafngóða til-
finningu fyrir rússneskri tónlist
og hann. Hann var jú einn mesti
píanóleikari veraldar þegar hann
var yngri og upptökur hans með
píanó verkum Rakmanínoffs eru
með þeim bestu sem til eru. Ekki
er síðri upplifunin að heyra hann
stjórna slíkri sinfónískri tónlist nú.
Eyja hinna dauðu er meðallangt
hljómsveitarverk sem er inn-
blásið af málverki eftir hinn
svissneska Arnold Böcklin.
Þar sést fremur myrk eyja
rísa úr hafinu og bátur
sem er að leggjast í vör, í
honum er líkkista og hvít-
klædd vera.
Tón l ist i n by rjaði
rólega, hún minnti helst á öldu-
gjálfur. Svo æstist hún upp, tók
alls konar breytingum sem Ashke-
nazy útfærði þannig að það var
alltaf áhugavert. Mismunandi blæ-
brigði urðu til eðlilega, risu upp í
magnaða hápunkta og svo tók eitt-
hvað annað við. Spennan var stöð-
ug, maður naut hvers augnabliks.
Ashkenazy hefur einstakt lag á að
segja sögu í tónum og útkoman nú
var frábær.
Söngvar og dansar dauðans eftir
Mússorgskí voru líka magnaðir.
Textinn samanstendur af fjórum
ljóðum eftir Golenisjev-Kutusov
sem fjalla um dauðann frá ýmsum
sjónarhornum. Ólafur Kjartan Sig-
urðarson var einsöngvari og var
svo gott sem fullkominn í hlut-
verki sínu. Ekki bara var röddin
þétt, fókuseruð og barst ávallt vel
yfir hljómsveitina, heldur var túlk-
unin sérlega sannfærandi. Rúss-
neskur framburður Ólafs var trú-
verðugur og hrár en sjarmerandi
söngstíllinn hentaði hinu hrjúfa
tónmáli Mússorgskís ákaflega vel.
Það var dásamlegt að hlýða á söng-
inn þótt hann fjallaði um sorg og
dauða.
Eftir hlé varð stemningin gleði-
legri. Fyrsta sinfónía Brahms var
á dagskránni, stórt og mikið verk
sem að vísu byrjar í auðheyrðri
geðshræringu en endar í sigur-
vímu. Einnig hér var Ashkenazy
í essinu sínu. Túlkunin var blátt
áfram og heiðarleg, alveg laus við
tilgerð. Hljómsveitin spilaði prýði-
lega, hún var samtaka og heildar-
hljómurinn fallegur. Sérstaklega
verður að nefna vel heppnaðan
málmblásaraleik í síðasta kafl-
anum rétt áður en fræga strengja-
stefið byrjaði. Horn og básúnur
nánast svifu í lausu lofti, það var
eins og kall úr öðrum heimi frá
einhverjum háleitum engla verum.
Og svo opnuðust himnarnir.
Hjónin sem fóru í hléinu misstu af
miklu. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Mögnuð túlkun,
snilldar einsöngur.
Hrár, sjarmerandi söngur
EINSÖNGVARINN „Ólafur Kjartan Sigurðarson var einsöngvari og var svo gott sem
fullkominn í hlutverki sínu,“ segir Jónas Sen. MYND/HEIÐA.IS
MENNING