Fréttablaðið - 10.05.2014, Page 120
NÆRMYND
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla og
Vesturbergi
Lífstíls og decor vefverslun
www.facebook.is/kolkaiceland
Valgeir Magnússon
(Valli sport)
Umboðsmaður
ALDUR 45 ára
Valli er umboðsmaður Eurovision-faranna
í Pollapönki og einn eigenda auglýsinga-
stofunnar Pipar/TBWA. Hann hefur verið
áberandi síðastliðna viku í Danmörku en
Pollapönk komst áfram í undankeppninni
og keppir fyrir Íslands hönd í kvöld með
lagið Enga fordóma.
„Honum leiðist athyglin ekki og hann
er mjög skemmtilegur, enda væri ég
ekki búin að vera með honum í 30 ár
ef hann væri leiðinlegur. Hann er frá-
bær fjölskyldumaður, sama
hvað hann er upptekinn
þá hefur hann alltaf
tíma fyrir okkur fjöl-
skylduna. Hann er
mikill orkubolti og
vinnur stöðugt.“
Silja Dögg Ósvalds-
dóttir eiginkona
„Hann er náttúrlega þrjóskasti náungi
sem ég hef kynnst á ævinni– sem
hefur að sjálfsögðu komið honum
helvíti langt því hann er
hörkuduglegur. Nei er ekk-
ert svar hjá honum. Hann
er frábær vinur en hann
kann ekki að tapa í íþrótt-
um, það fer alls ekki vel
í hann.“
Sigurður Hlöðvers-
son, samstarfsfélagi
og besti vinur
„Valli er vinur vina sinna en hann er
traustur og úrræðagóður auk þess
að vera skemmtilegur. Hann á auð-
velt með að hlusta og er alltaf hrein-
skilinn. Í gegnum árin
hef ég aldrei séð
hann æsa sig yfir
nokkrum hlut, allt-
af skal hann halda ró
sinni, alveg sama á
hverju gengur.“
Guðrún Dís Emils-
dóttir vinkona