Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 110

Fréttablaðið - 10.05.2014, Side 110
10. maí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 66 LEIKIR LOKAUMFERÐARINNAR Á MORGUN KLUKKAN 14.00 Man. City - West Ham S2 Sport 2 Liverpool - Newcastle S2 Sport Southampton - Man. Utd. S2 Sport 3 Cardiff - Chelsea Stöð 2 Norwich - Arsenal S2 Sport 4 Tottenham - Aston Villa S2 Sport 5 Sunderland - Swansea S2 Sport 6 WBA - Stoke Visir.is Fulham - Crystal Palace Stöð 2 Gull Hull - Everton Stöð 3 ANNAÐ SKEMMTILEGT LAUGARDAGUR 11.50 F1 á Spáni (tímataka) S2 Sport 16.30 The Players m.mótið Golfstöðin 23.59 Brooklyn - Miami S2 Sport SUNNUDAGUR 11.30 F1 á Spáni (keppni) S2 Sport 16.30 The Players m.mótið Golfstöðin 17.00 Elche - Barcelona S2 Sport 3 17.00 Atletico - Malaga S2 Sport 3 19.30 LA Clippers- OKC S2 Sport Valskonur jöfnuðu metin í gær ÆSISPENNA Valskonur unnu eftir tvíframlengdan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GÓÐ UMFERÐ FYRIR ... ➜ Igor Taskovic, Víkingi Átti hræðilegan leik í fyrstu umferð gegn Fjölni en reif sig heldur betur upp gegn Fram og fór á kostum. Jonas Sandqvist, Keflavík Hélt búrinu hreinu er Keflavík vann óvæntan sigur á Val. Hefur komið mjög sterkur inn í lið Keflavíkur þó svo að hann hafi gefið mark í 1. umferð. Þórodd Hjaltalín, dómara Dæmdi umdeilt víti í fyrstu umferð en sýndi sitt rétta andlit er hann gaf KR flottan hagnað gegn Blikum og úr því kom sigurmarkið. FÓTBOLTI Hinn bráðefnilegi leikmaður FH, Kristján Gauti Emilsson, átti frábæran leik og skoraði í 3-0 sigri FH á Fylki. Hann var besti leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Það vita allir að mikið býr í Kristjáni Gauta en honum var algjörlega fyrirmunað að skora á síðustu leiktíð. Þá komst hann ekki á blað í deildinni í sextán leikjum. „Það er hrikalega gott að ná að skora snemma og vera kominn á blað. Ég vissi vel að ég gæti skorað og bara tíma- spursmál hvenær mörkin kæmu,“ segir Kristján Gauti og bætir við að markaþurrðin hafi ekkert lagst á sálina. „Ég var alveg rólegur. Ég komst vissulega í færin í fyrra en það vantaði að klára þau. Ég æfði mikið aukalega með Lauga aðstoðarþjálfara í vetur og gekk vel að skora á undir búningstímabilinu. Ég kom því fullur sjálfstrausts til leiks.“ Kristján Gauti segist ekki ætla að vera með neinar yfir- lýsingar um hversu mikið hann ætli að skora. Í staðinn ætlar hann að láta verkin tala á vellinum. Hann fór ungur að árum út til Liverpool en sneri svo aftur heim í uppeldisfélagið. Þessi 21 árs strákur fer ekki leynt með að stefnan er tekin aftur út. „Þetta er mjög mikilvægt tímabil fyrir mig. Ég þarf að sýna að ég hafi það sem til þarf. Ég stefni klárlega aftur út en hvort það verður eftir þetta tímabil eða næsta skiptir ekki öllu máli.“ Yfirburðir FH gegn Fylki voru með ólíkindum. Liðið skaut 24 sinnum að marki og hitti rammann 13 sinnum. Mörkin hefðu því hæglega getað orðið fleiri. „Á mjög góðum degi hefðum við getað skorað tíu mörk. Við erum ekki að nýta færin vel. Svo hjálpaði ekki að gömlu Fylkismennirnir Ingimundur og Albert voru fullkurteisir við sína gömlu félaga og vildu greinilega ekki skora,“ segir Kristján Gauti léttur. - hbg Ég vissi vel að ég gæti skorað FH-ingurinn Kristján Gauti Emilsson er leikmaður 2. umferðar í Fréttablaðinu. BYRJAR VEL Kristján sýndi hvað í honum býr gegn Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI „Maður vildi helst ekki enda tímabilið á þennan máta en maður hefur oftast lítið val um svona lagað,“ segir landsliðsmað- urinn Alfreð Finnbogason, marka- kóngur hollensku úrvalsdeild- arinnar. Alfreð meiddist á hné í fyrri leik sinna manna í Heeren- veen gegn AZ Alkmaar í undan- úrslitum umspilskeppni um sæti í Evrópudeild UEFA. AZ vann leik- inn, 3-0, og stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn í dag. Meiðsli hans eru þó ekki alvar- leg og líklegt að hann megi byrja að æfa á ný eftir 3-4 vikur. „Það strekktist á liðbandinu í hnénu eftir að markvörður AZ lenti á því með fullum þunga,“ segir Alfreð um atvikið en meðfylgjandi mynd lýsir aðstæðunum vel. „Þetta hefði þó getað farið mun verr.“ Líklega seldur í sumar Alfreð, sem skoraði 29 mörk í deildinni í vetur, hefur lengi verið orðaður við hin ýmsu stórlið í Evr- ópu og líklegt að einn markahæsti leikmaður álfunnar verði eftir- sóttur þegar opnað verður fyrir félagaskipti í sumar. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og segir líklegt að forráða- menn Heerenveen kjósi að selja hann nú til að fá sem mest fyrir hann. Alfreð neitar því ekki að það sé skrítin tilhugsun að hann kunni að hafa spilað sinn síðasta leik í búningi Heerenveen. „Maður hefði gjarnan viljað vinna umspilið og tryggja lið- inu sæti í Evrópukeppninni. En maður verður að sætta sig við orð- inn hlut og einbeita sér að því að ná fullri heilsu á ný.“ Ræði við öll félög Alfreð reiknar allt eins með því að þurfa að bíða eftir því að fá sína framtíð á hreint, jafnvel fram yfir HM í Brasilíu. „Svona mál vilja oft klárast annaðhvort fyrir eða eftir HM. Það er lítið annað fyrir mig að gera en að fara í mitt sumarfrí og bíða svo og sjá til,“ segir hann og bætir við að hann sé tilbúinn að skoða allt sem upp kemur. „Þýskaland og Ítalía eru spennandi og England og Spánn heilla líka. En það fer líka mikið eftir félaginu og hug- myndum þeirra manna sem þar starfa. Ég verð opinn fyrir öllu og ræði við öll félög sem komast að samkomulagi við Heerenveen,“ segir Alfreð. Aldrei tekinn af velli í 31 leik Alfreð missti af aðeins þremur deildarleikjum í vetur – öllum vegna meiðsla. Hann var í byrj- unarliðinu í hinum leikjunum 31 og var aldrei tekinn af velli. Enda sýnir tölfræðin að hann skoraði fimmtán af 29 mörkunum sínum á síðustu 30 mínútum leikjanna. En grátlega lítið vantaði upp á að komast upp upp í þrjá tugi og hefði hann verið fyrsti Íslending- urinn til að ná þeim áfanga í efstu deild í Evrópu. „Já, takk fyrir að minnast á það,“ sagði Alfreð í léttum dúr þegar hann er minntur á þetta. „Við vorum 3-0 yfir þegar það voru enn 25 mínútur eftir í síðasta deildarleiknum. En þá ákváðu varnarmennirnir að halda bara boltanum hjá sér. Ég öskraði á þá að koma boltanum fram því ég vildi skora 30. markið. Ég verð þá bara að ná þessum áfanga síðar.“ En honum þykir vitaskuld vænt um tímabilið og þann fjölda meta sem hann hefur slegið – til að mynda að hann er nú markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. „Ég er mjög stoltur af mínum tveimur árum hér. Ég hef hjálpað liðinu mikið og verið mikilvægur leikmaður í því. Metin voru bara bónus og skemma aldrei fyrir.“ eirikur@frettabladid.is Ég öskraði á varnarmennina Alfreð Finnbogason segir líklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Heerenveen í Hollandi þótt hann eigi enn tvö ár eft ir af samningi sínum. Þátttöku hans þetta tímabilið lauk skyndilega vegna hnémeiðsla. Alfreð Finnbogason varð markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á þessu tímabili og er aðeins þriðji íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að verða markakóngur í evrópskri deild. Hinir tveir eru Arnór Guðjohn- sen og Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Arnór varð markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Anderlecht tímabilið 1986-87. Gunnar Heiðar varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði sextán mörk fyrir Halmstad sumarið 2005. Pétur Pétursson hafði komist næst því að verða markakóngur í hollensku deildinni þegar hann skoraði 23 mörk fyrir Feyenoord 1979-80 en varð þá í öðru sæti, fjórum mörkum á eftir Kees Kist. - óój Þriðji íslenski markakóngurinn í efstu deild í Evrópu MEIÐSLIN Hér sést þegar Alfreð meiddist á hné í leiknum gegn AZ Alkmaar á miðviku- dags kvöldið. Meiðslin reyndust þó ekki alvarleg. FÓTBOLTI Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram klukkan 14.00 á morgun en þar geta tvö lið orðið Englandsmeist- arar, Manchester City og Liver- pool. City er með tveggja stiga for- skot á Liverpool og mun betri markatölu og nægir því jafntefli á heimavelli á móti West Ham til þess að tryggja sér annan meist- aratitilinn á þremur árum. Liver- pool verður að vinna Newcastle á Anfield og treysta á að liðsmenn West Ham vinni City á Etihad- leikvanginum ætli Púlarar sér að vinna deildina í fyrsta sinn í 24 ár. - óój Fagnar City- liðið titlinum? NÆGIR JAFNTEFLI Edin Dzeko hefur skorað mikilvæg mörk að undanförnu. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY visir.is Frekari umfjöllun um úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta. OLÍS D. KVENNA LEIKUR 2 VALUR - STJARNAN 25-23 (19-19, 23-23) Mörk Vals (skot): Karólína Bærhenz Lárudóttir 6 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6 (11), Kristín Guðmundsdóttir 5/1 (20/2), Aðalheiður Hreinsdóttir 4 (6), Morgan Þorkelsdóttir 2 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (9), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir (5), Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 22 (44/4, 50%), Mörk Stjörnunnar (skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10/5 (19/5), Helena Rut Örvarsdóttir 5 (22), Sólveig Lára Kjærnested 3 (8), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2 (4), Hildur Harðardóttir 1 (1), Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1 (1), Þórhildur Gunnarsdóttir 1 (4), Varin skot: Florentina Stanciu 20 (45/1, 44%). „Vantaði ekki fleiri útlendinga í deildina,“ sagði Björgólfur Takefusa í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í nýjasta Framaranum í gær. Björgólfur skrifaði í gærkvöldi undir fimm mánaða samning við úrvalsdeildarlið Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Björgólfur tók sér hvíld frá knattspyrnuiðkun eftir að hann sagði skilið við Val í júní í fyrra. „Ég er búinn að vera æfa mjög mikið og vel sjálfur,“ sagði Björgólfur. „Ég var búinn að gera það upp við fyrir einhverjum mánuðum að ég ætlaði að spila í sumar og það var ástæðan fyrir því að ég fór að æfa á þeim nótunum sem ég er búinn að gera,“ sagði Björgólfur. Hann segir Bjarna Guðjónsson vera stóra ástæðu fyrir því að hann sé kominn í Fram sem og einn besti vinur hans, Viktor Bjarki Arnarsson. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Ef ég væri Ryan Giggs þá myndi ég setja mig strax inn á þó að það væri kannski ekki skynsamlegt. Ég verð tilbúinn þegar kallið kemur.“ Björgólfur samdi við Fram FRÉTTABLAÐ IÐ /G ETTY SPORT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.