Fréttablaðið - 17.06.2014, Side 6
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
*
1. Hvaða sveitarfélag stefnir að því að
verða plastpokalaust?
2. Hver er höfundur ljóðabókarinnar
Velúr?
3. Í hvaða landi vilja níu skólastjórar
ekki sjálfstæði?
SVÖR:
1. Stykkishólmur.
2. Þórdís Gísladóttir.
3. Skotlandi.
SKOTLAND Skoski þjóðarflokkur-
inn, sem fer með völd í heimastjórn
Skotlands, hefur birt fyrstu drög
að stjórnarskrá sjálfstæðs skosks
ríkis.
Skotar greiða í haust atkvæði um
það hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði
Skotlands. Verði það samþykkt
er stefnt að sjálfstæði í mars árið
2016.
Samkvæmt stjórnarskrár drög-
unum er gert ráð fyrir því að Breta-
drottning verði áfram þjóðhöfðingi
Skotlands.
Það var Nicola Sturgeon, að-
stoðar forsætisráðherra Skotlands,
sem kynnti drögin í gær. Þessi drög
eru einungis sögð vera eins konar
beinagrind væntanlegrar stjórnar-
skrár, en hún eigi að fá á sig fyllri
mynd í umræðum næstu mánuðina.
Fyrsta grein stjórnarskrárdrag-
anna hljóðar svo: „Í Skotlandi er
fólkið fullvalda.“ Í þeirri næstu
segir: „Í Skotlandi hefur fólkið full-
veldisrétt til sjálfsákvörð unar og
valfrelsi um það með hvaða hætti
ríki þess á að vera skipað og hvers
konar stjórnarháttum fólk á að
lúta.“ - gb
Skoski þjóðarflokkurinn hefur birt drög að stjórnarskrá sjálfstæðs Skotlands:
Vilja Bretadrottningu áfram
FLUGSLYS „Það er ekkert við þessa
skýrslu að athuga,“ segir frétta-
maðurinn Ómar Ragnarsson.
Rannsóknarnefnd flugslysa
hefur lokið skýrslugerð vegna
nauðlendingar Ómars á vélinni
TF-TAL fyrir nákvæmlega ári.
Óhappið varð á flugi frá Sauð-
árflugvelli, skammt frá Kára-
hnjúka stíflu norðan Vatnajökuls,
á leið til Hvolsvallar. Ómar hafði
nýlokið við að opna flugvöll sinn
norðan við Brúarjökul.
Í tæplega 2.500 feta hæð
vestan Sultartangalóns missti
hreyfill vélarinnar skyndilega
afl og nauðlenti Ómar henni við
bakka Sultartangalóns. Hann
slasaðist ekki við lendinguna.
Rannsóknin leiddi í ljós að vinstri
elds neytis geymir TF-TAL hafði
tæmst á flugi með þeim afleið-
ingum að hreyfillinn missti afl.
Í kjöl farið hafði Ómar ekki stað-
ið rétt að endurræsingu hreyfils
eftir að hafa skipt yfir á hægri
elds neytis geymi.
„Þetta kom mér svo sem ekkert
á óvart. Þetta eiginlega lá fyrir
alveg strax,“ segir Ómar, spurður
út í niðurstöðuna. „Þetta var svo
stuttur tími. Ég kláraði bara
ekki endurræsinguna sem ég
ætlaði mér að gera. Þetta eru
tvær pumpur og ég hefði átt að
byrja á stóru pumpunni strax.
Þetta hefur aldrei komið fyrir
mig áður, við það að skipta um
tank, að hreyfillinn komi ekki inn
aftur,“ segir Ómar en þetta var
fyrsta óhapp hans í 26 ár.
- fb
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið skýrslu vegna nauðlendingar Ómars Ragnarssonar í fyrra:
Tókst ekki að endurræsa hreyfil vélarinnar
ÓMAR RAGNARSSON Ómar stóð ekki
rétt að endurræsingu hreyfils TF-TAL.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NICOLA STURGEON OG ALEX
SALMOND Aðstoðarforsætisráðherra
og forsætisráðherra Skotlands á flokks-
þingi Skoska þjóðarflokksins í apríl
síðastliðnum. NORDICPHOTOS/AFP
KJARAMÁL „Það er að
minnsta kosti enginn
gangur,“ sagði Maríus
Sigur jónsson, vara formaður
Flugvirkjafélags Íslands, á
níunda tímanum í gærkvöldi
en þá sátu samninganefnd
flugvirkja og fulltrúar Ice-
landair enn á fundi hjá
Ríkis sáttasemjara.
Bein afskipti stjórnvalda
gætu komið í veg fyrir
ótímabundið verkfall flugvirkja
sem er fyrirhugað á fimmtudag-
inn. Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra getur kallað
saman þing með sólarhringsfyrir-
vara í því skyni að setja lög á verk-
fallið. Fari svo að samningar takist
ekki hjá Ríkissáttasemjara yrði hún
því að kalla þingið saman í dag til að
koma í veg fyrir að flugvirkjar geti
lagt niður störf á fimmtudag.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, sagði að ekki
væri búið að ákveða að fella niður
flug fari svo að verkfallið hefjist
á fimmtudag. „Við erum í þessum
gír að fara bara í gegnum daginn,“
sagði hann.
Sólarhringsverkfall flugvirkja
hófst klukkan sex í gær-
morgun. Verkfallið hafði
áhrif á um tólf þúsund far-
þega Icelandair en alls var
sextíu og fimm flug ferðum
aflýst með tilheyrandi
óþægindum.
Aðalfundur Ferðamála-
samtaka Íslands var hald-
inn í Reykjavík í gær. Í
ályktun samtakanna kom
fram að þau harmi þá stöðu
sem ferðaþjónustan hafi ítrekað
verið sett í vegna verkfallsaðgerða
og stöðvunar á flugi hjá stærsta
flugfélagi landsins. Áhrif þessara
aðgerða komi fram um allt land og
hafi skaðað atvinnugreinina. Skor-
aði fundurinn á viðsemjendur að ná
sáttum svo eðlilegt ástand skapist
sem fyrst hjá þessari mikilvægustu
atvinnugrein landsins.
„Afþreyingaraðilar úti um allt
land finna verulega fyrir þessu,“
segir Ásbjörn Björgvinsson, for-
maður samtakanna, aðspurður.
„Okkur hrýs hugur við því ef það
verður ótímabundið verkfall sem
gæti tekið einhverja daga eða
vikur að leysa. Þá hleypur skað-
inn á milljörðum. Þessi atvinnu-
grein er að velta gríðarlegum upp-
hæðum. Menn verða að taka tillit til
þess hver hliðaráhrifin af svona að-
gerðum verða um allt land,“ segir
hann og vill aðkomu stjórnvalda að
deilunni.
„Það er lágmarkskrafa að stjórn-
völd komi að þessu og leysi ef
þetta verður komið í hnút. Þetta
eru almannahagsmunir og á þeim
grundvelli verður að grípa inn í
þegar svona er. Auðvitað vonumst
við til að menn beri gæfu til að ná
lendingu í þessum málum en þessi
litli hópur getur sett þetta algerlega
á hliðina hjá okkur.“
freyr@frettabladid.is
Ráðherra yrði að kalla
saman þing í dag
Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótíma-
bundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip
stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara.
PAKISTAN, AP Sprengjum var varpað úr pakistönskum herþotum í gær í
norðvesturhluta landsins, þar sem talibanahreyfingin hefur hreiðrað um
sig. Pakistanska stjórnin segist hafa gefist upp á viðræðum við talibana.
Stjórnin og herinn hafa árum saman setið aðgerðarlítil hjá meðan
talibanar, bæði heimamenn og erlendir, hafa þjálfað upp herlið og gert
árásir á andstæðinga sína, bæði innan Pakistans og handan landamær-
anna í Afganistan. Þolinmæði Pakistana virðist hafa þrotið eftir að
talibanar gerðu árás á stærsta alþjóðaflugvöll landsins fyrir stuttu.
Íbúar héraðsins hafa margir flúið heimahagana á síðustu dögum og
vikum, vegna fyrri átaka og þess að allt virðist stefna í harðari átök. - gb
Pakistansher ræðst gegn talibönum í norðvesturhlutanum:
Hafa gefist upp á viðræðum
AÐ LOKNUM AÐGERÐUM Pakistanskt herlið á ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐ SAMNINGABORÐIÐ Samninganefnd flugvirkja, með formanninn Maríus Sigurjónsson hægra megin, við samningaborðið
hjá Ríkissáttasemjara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það er
lágmarks-
krafa að
stjórnvöld
komi að
þessu og leysi
ef þetta
verður komið í hnút.
Ásbjörn Björgvinsson,
formaður Ferðamálasamtaka
Íslands.
HANNA BIRNA
KRISTJÁNS-
DÓTTIR
VEISTU SVARIÐ?