Fréttablaðið - 17.06.2014, Qupperneq 8
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Við svona
tilvik ætti að
leita skýring-
anna, því þetta
snýr að heil-
brigði fugla-
stofnanna.
Gunnar Þór Hallgrímsson
fuglafræðingur.
*PLÚS með appelsínu- og blóðappelsínubragði
inniheldur einungis 110 kaloríur.
NÝJAR
UMBÚÐIR
KENÍA, AP Hópur öfgamanna frá Sóm-
alíu, vopnaður vélbyssum, gerði árás
á sjávarþorpið Mpekatoni í nágranna-
ríkinu Kenía, kveikti þar í húsum og
myrti nærri fimmtíu manns.
Árásarmennirnir gengu hús úr húsi
og spurðu hvort fólk væri frá Sómal-
íu eða múslimar. Ef svörin voru þeim
ekki að skapi, þá drápu þeir fólk.
Al Shabab, samtök herskárra ísl-
amista frá Sómalíu, lýstu yfir ábyrgð
á árásunum, og sögðu þær gerðar í
hefndarskyni vegna árása kenískra
hermanna í Sómalíu.
Keníastjórn sendi herlið inn í Sóm-
alíu árið 2011 til þess að aðstoða
stjórnina þar við að verjast upp-
reisnar sveitum íslamistasamtakanna,
sem hafa haft tengsl við al-Kaída-
samtökin.
Á síðustu mánuðum hafa fjöl-
margar árásir verið gerðar innan
landamæra Kenía, en þessi er sú
mannskæðasta.
Bandaríkin, Bretland, Frakkland,
Ástralía og Kanada hafa varað ríkis-
borgara sína við hættu á hryðju-
verkum í landinu. - gb
Sómalskir öfgamenn gerðu árás á sjávarþorp í nágrannaríkinu Kenía:
Gengu hús úr húsi og myrtu
NÁTTÚRA „Það bendir allt til þess
að sótt eða einhverjir sjúkdómar
séu á ferðinni þegar fullorðnir
fuglar drepast, margir í einu á
litlum punkti,“ segir Gunnar Þór
Hallgrímsson, fuglafræðingur og
forstöðumaður Náttúrustofu Suð-
vesturlands, spurður um hugsan-
legar skýringar á fjöldadauða sjó-
fugla á Snæfellsnesi. Fjöldadauði
fugla er sjaldgæfur en þekktur
úr sögunni. Ástæður slíkra til-
vika hafa ekki verið kannaðar
markvisst hér á landi.
Fjöldi sjófugla af þremur
tegundum fannst dauður á Fróð-
árrifi á Snæfellsnesi í síðustu
viku, en alls var safnað saman
70 dauðum ritum, skörfum og
æðarfugli. Frá miðjum maí hafa
einnig fundist 50 dauðir æðar-
fuglar við æðarvarp stutt frá. Auk
þess fundust á staðnum dauðar
flundrur, sem er smávaxinn flat-
fiskur, sem skolað hafði á land
við Bugsvötn innan rifsins. Engin
sýnileg merki eru á fuglunum sem
geta skýrt fjöldadauðann.
Gunnar segir að erlendis sé
fugladauði mun algengari, og þá
er oft um bakteríuna clostridi-
um botulinum að ræða, en þá er
talað um bótúlisma þegar sýkill-
inn veldur slíkum skaða. „Það er
engin ástæða til að útiloka þessa
skýringu þótt hún sé ekki þekkt
hér á landi, en það sama má
segja um fuglaflensur. En það
eru aðrar skýringar sem má ekki
útiloka en þetta verður að rann-
saka,“ segir Gunnar.
Mikilvægt er að fugladauðinn
sé rannsakaður af nákvæmni, að
mati Gunnars Þórs. „Bæði til að
fylgjast með hvort fugla flensur
eiga einhvern þátt þarna, en
einnig hvort bótúlínumsýkillinn
finnst. Við svona tilvik ætti að
leita skýringanna, því þetta snýr
að heilbrigði fuglastofnanna.
Okkur vantar reyndar skilvirka
leið hér á landi til að fylgjast með
heilbrigði villtra dýra, því engin
stofnun sinnir því sérstaklega,“
segir Gunnar.
Æðarfuglarnir verða sendir
til greiningar til bandarískra
sérfræðinga í fuglasjúkdómum.
Ástand fuglanna var mismun-
andi. Tegundirnar tvær, æðar-
fugl og rita, eiga fátt sameigin-
legt. Hins vegar nota þær báðar
ferskvatnstjarnir á þessum árs-
tíma, og beinist athygli sérfræð-
inga því að grunnum tjörnum á
svæðinu.
svavar@frettabladid.is
Sjúkdómur líklegasta
skýring fugladauðans
Ekki er hægt að útiloka fuglaflensur og aðra sjúkdóma vegna fugladauða á
Snæfellsnesi. 130 fuglar hafa fundist dauðir. Leitað til bandarískra sérfræðinga í
fuglasjúkdómum. Engin stofnun fylgist sérstaklega með heilbrigði villtra dýra.
ÚKRAÍNA, AP Evrópuríki gætu næsta
vetur orðið fyrir barðinu á því að
Rússar hafa nú skrúfað fyrir gas til
Úkraínu. Úkraína á að vísu nægar
birgðir af gasi fram í desember,
en hafi ekki tekist samn ingar við
Rússa gæti gasstraumur frá Rúss-
landi til Evrópu í gegnum Úkraínu
stöðvast eða minnkað.
Rússar neituðu í gær tilboði
Úkraínu um að greiða hluta af gas-
skuldum sínum, og krefjast þess nú
að fá fyrirframgreiðslur fyrir öll
gaskaup í framtíðinni.
Ráðamenn beggja ríkja viðhöfðu
stór orð, og ráðamenn í Evrópusam-
bandinu segja íbúa aðildarríkjanna
geta þurft að búa sig undir kaldan
vetur.
Petro Porosjenkó, nýkjörinn for-
seti Úkraínu, segist síðan ætla að
leggja fram ítarlega friðaráætlun,
sem felur í sér vopnahlé í átökum
við uppreisnarmenn í austurhluta
landsins.
Hörð átök urðu um síðustu helgi
og skutu uppreisnarmenn niður
herflutningavél, og fórust þar 49
manns, bæði áhöfn flugvélarinnar
og hermenn. - gb
Rússar hafa skrúfað fyrir allt gas til Úkraínu og heimta nú fyrirframgreiðslur:
Evrópuríki óttast gasskort
EYÐILEGGING Í MPEKATONI
Maður virðir fyrir sér eyðilegg-
inguna sem árásarmennirnir skildu
eftir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SORGLEG AÐKOMA Allar riturnar sem fundust voru í fjörukambi ofan flæðarmáls
svo talið er að mun fleiri fuglar hafi drepist en þeir 70 sem fundust. MYND/MENJA
RÚSSAR NEITA Alexei Miller, fram-
kvæmdastjóri Gazprom, og Alexander
Novak, orkumálaráðherra Rússlands, voru
ófáanlegir til samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP