Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 16
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningar- stofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki og er algengt að yfir 100 manns sæki um stöður þar sem krafist er háskólamenntunar. Opinberar tölur sýna einnig að háskóla- menntun eykur atvinnuöryggi lítið miðað við það sem áður var. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi háskólamenntaðra aðeins um 10 prósent af almennu atvinnuleysi, eða tíu sinnum minna. Nú er það um 70 prósent, eða næstum því eins mikið og almennt atvinnuleysi, og væri töluvert hærra ef ekki væri fyrir landflótta á meðal háskólamenntaðra. Með öðrum orðum hefur atvinnulífið hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og framboð starfa fyrir ófaglærða hefur verið mikið og dregið mikinn fjölda af erlendu verkafólki til landsins. Þró- unin hérlendis er þannig gjörólík þeirri í Bandaríkjunum. Þar spá sérfræðingar því að tveir þriðju þeirra starfa sem þar verða til á næstu árum muni krefjast háskólamenntunar. Þessa þróun má að öllum líkindum rekja til stjórnunar sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna undangengna áratugi þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa störf fyrir ófaglærða, til dæmis í álverum. Einnig hafa aðrar atvinnugrein- ar, sem aðallega skapa störf fyrir ófag- lærða, verið niðurgreiddar, til að mynda landbúnaður með beinum fjárframlögum og útgerð með ókeypis aðgangi að auðlind þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, að minnsta kosti út þetta kjör- tímabil. Innlend hátæknifyrirtæki, sem veita fjölda háskólamenntaðra vinnu og skaðast vegna gjaldeyrishaftanna, eru líkleg til að fara úr landi. Með sama áframhaldi bíður okkar því sama hlut- skipti og Færeyinga þar sem næst- stærsta útflutningsafurðin á eftir fiskaf- urðum eru frímerki. Borgar menntun sig? MENNTUN Guðmundur Örn Jónsson jafnaðarmaður L ýðveldið Ísland fagnar í dag 70 ára afmæli. Á slíkum tímamótum gæti verið hollt að staldra við. Það er ekkert að því að rétta kúrsinn verði niðurstaðan sú að borið hafi af leið. Fremur að það sé styrkleikamerki en hitt. Sjálfstæði þjóðarinnar er mörgum ofarlega í huga og væntanlega flestir sammála um að standa beri um það vörð. Síðan greinir menn aftur á um leiðir að þessu marki. Í því samhengi mættu sumir leiða að því hugann að Ísland er smáþjóð með afar stutta sögu. Landið er með minnstu peðum í samfélagi þjóða heims, sama hversu mikið menn reyna að belgja sig út á tyllidögum. Í ágætri grein sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur skrifaði í Kjarnann í apríl bendir hann á að nú, 70 árum eftir lýðveldisstofnun, séum við Íslendingar tiltölulega nýlega sloppnir með skrekkinn eftir bankahrunið mikla. Hrun sem raunar vakti í brjósti sumra efasemdir um að við gætum hér ráðið okkar málum sjálf svo vel færi. Þá bendir Guðni á að landið geti ekki enn talist fullgildur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, „með laskaðan gjald- miðil í skjóli hafta fyrir náð og miskunn annarra á Evrópska efnahagssvæðinu“. Jafnframt telur Guðni fæsta sem fögnuðu á Þingvöllum 17. júní 1944 hafa getað ímyndað sér að sjálfstæði lýðveldisins fælist meðal annars í því að gera orðalaust að íslenskum lögum tilskip- anir og reglugerðir frá Brussel eins og hafi verið gert frá 1994. Þversögn er nefnilega fólgin í afstöðu þeirra sem þykjast vilja verja sjálfstæði landsins með andstöðu við aðild þess að Evrópu- sambandinu. Með aðild gæti landið nefnilega haft bein áhrif á lög- gjöf sem við tökum núna við án þess að fá nokkru um hana ráðið. Og í ljósi þess að aðild myndi að öllu líkindum efla sjálfstæði landsins er torskilin afstaða þeirra sem ganga vilja frá aðildar- samningaborðinu áður en niðurstaða er fengin sem þjóðin gæti sjálf tekið afstöðu til. Og sem smáþjóð ættum við vitanlega að vera meðvituð um mikilvægi þess að aðrar þjóðir virði alþjóðalög og rétt og gerða samninga, en vaði ekki áfram með ofríki og breyti leikreglum eftir hentugleika. Því er önugt að í aðdraganda þessara tímamóta í sögu þjóðarinnar skuli hópar fólks fara fram með óskum um að brotið verði á rétti þeirra sem reisa vilja önnur guðshús en af kristinni mótmælendategund. Að meirihlutinn geti tekið sér vald til þess að láta kjósa um réttindi minnihlutahópa. Óskandi væri að þeir sem þannig eru þenkjandi næðu að heimfæra hugsun sína upp á stöðu íslenskrar þjóðar sem minnihlutahóps í samfélagi þjóða. Í ágætri grein sinni bendir Guðni á að við búum í heimsþorpi. „Framar öllu þyrftu sem flestir að átta sig á því að saga Íslands er samofin sögu Evrópu og heimsins alls. Þótt ákvarðanir okkar sjálfra skipti alltaf máli hafa lífsgæði og staða ríkisins í alþjóða- samfélaginu mótast mest vegna rásar viðburða ytra.“ Ísland kann að vera eyja, en eyland er það ekki í samfélagi þjóðanna. Einangrunarhyggja kann ekki góðri lukku að stýra. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar liggja í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Því á að kanna til þrautar kosti þjóðarinnar í þeim efnum. Að átta sig ekki á því er sannarlega veikleikamerki. Landið er eyja, en ekki eyland í samfélagi þjóða. Smáþjóð í 70 ár ➜Með öðrum orðum hefur at- vinnulífi ð hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamennuntar … Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Undarleg atkvæði Fyrsti fundur borgarstjórnar Reykja- víkur fór fram í ráðhúsinu í gær. Þar fór allt eins og vitað var fyrir fram þegar borgarstjóri, forseti borgar- stjórnar og formaður borgarráðs voru kjörnir. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skil- uðu auðu þegar kjörið var í þessi embætti eins og tíðkast hefur hjá minnihlutum við slíka atkvæðagreiðslu. Athygli vakti að borgar- fulltrúar Fram- sóknarflokksins völdu að fara aðra leið og greiddu sjálfum sér atkvæði í borgarstjórastólinn sem og í embætti forseta borgarstjórnar og varaforseta. Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fengu þannig tvö atkvæði í embættin. Innganga í ESB sem áhugamál Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, ræddi í Bítinu á Bylgjunni í gær mögulega stofnun nýs stjórn- málaflokks, Viðreisnar, sem hélt fund á dögunum. Hann sagði um að ræða hóp manna sem ætlaði að stofna stjórnmálaflokk utan um brennandi áhugamál sitt– að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ögmundur sagði að hópurinn hefði aðallega kynnt sjónarmið þeirra sem hefðu verið gagnrýnir á inngöngu Íslands í ESB og segðu andstæðingana gjarnan vilja hátt vöruverð, háa vexti og mikla verðbólgu. Þeir væru að sjálfsögðu enn við sama heygarðshornið. Ögmundur sagði staðreyndina hins vegar þá að andstæð- ingarnir vilji ekkert af þessu, þótt þeir vilji ekki að Ísland gangi í ESB. fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.