Fréttablaðið - 17.06.2014, Qupperneq 20
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 20
Mörg nýyrði ná aldrei verð-
skuldaðri útbreiðslu hversu
góð sem þau eru. Það er
nokkuð góð trygging ef
nýyrði eru búin til fyrir
stofnanir, orðanefndir eða
fyrirtæki.
Faðir minn Halldór Hall-
dórsson, prófessor í íslensku,
var mjög snjall nýyrðasmið-
ur. Það er ekki öllum gefið
þótt menntunin sé fyrir
hendi. En faðir minn hafði
mikinn áhuga á orðum sbr. doktors-
ritgerð hans Íslensk orðtök. Hans
áhugi var mestur á sviði orðfræði,
svo það er kannski engin tilviljun að
hann vann mikið við nýyrðasmíðar.
Dæmi um orð sem náðu strax
útbreiðslu voru orðin hyrna og
ferna. Þegar Mjólkursamsalan
breytti um umbúðir undir mjólk
frá flöskum eða mjólkurpottum í
umbúðir úr pappa var leitað í smiðju
föður míns. Hann hafði oft þann sið
að leggjast í sófa, ekki undir feld,
heldur horfði hann á veggteppi, sem
móðir mín hafði saumað og leitaði
að villum í munstrinu. Svo eftir
mislanga stund var orðið komið, en
stundum liðu nokkrir dagar þang-
að til hann fann rétta orðið. Þannig
fæddust orðin hyrna, sem var lýs-
andi fyrir lag umbúðanna og síðar
ferna.
Nýyrði hans eru mýmörg og man
ég fæst þeirra og þau sem hann
vann með orðanefndum eða fyrir
stofnanir kann ég fæst. Hann hirti
líka lítið um að halda þeim til haga.
Hann sóttist ekki eftir viðurkenn-
ingu, en það gladdi hann þegar þau
hittu í mark.
Ekki farið hátt
Eitt nýyrða föður míns er Váhrif,
mjög snjallt að mínu viti, en hefur
ekki farið hátt, enda aðeins einn
maður reynt að koma því á fram-
færi. Þessi maður er Páll Eiríksson
geðlæknir en árið 1996 var hann að
skrifa grein um ferð sem hann fór
til Suður-Afríku sem þátttakandi
í alþjóðlegri sendinefnd
sérfræðinga í PTSD (Post
traumatic stress disorder),
sem kvödd var til að undir-
lagi Nelson Mandela.
Orðin sem notuð eru hér
yfir PTSD eru áfallastreita
eða áfallastreituröskun, orð
sem honum fannst ekki ná
vel merkingu hugtaksins.
Hann leitaði því til föður
míns og skilgreindi hugtak-
ið fyrir honum. Orðið sem
faðir minn lagði til var Váhrif og
fylgir skilgreining hans hér á eftir.
„Orðið vá er í til þess að gera
gömlum nýyrðum notað um áföll,
sérstaklega sem verða af slysum og
náttúruhamförum sbr. vátrygging.
Í samsettum orðum er orðið áhrif
stundum stytt í hrif sbr. hughrif.
Váhrif gæti þannig merkt áhrif,
sem verða af hvers kyns áföllum
s.s. slysum og náttúruhamförum.
Við váhrif mætti síðan bæta orðum
eins og hjálp eða meðferð, váhrifa-
hjálp, váhrifameðferð eftir því sem
við á hverju sinni.“
Skilgreining Páls á hvað
váhrif (PTSD) eru
„Vá má kalla það ástand/aðstæður,
sem verða þess valdandi, að ein-
staklingnum finnst sér ógnað lík-
amlega/andlega þannig að hann ótt-
ist um líf sitt, heilsu og sjálfstæði,
fjölskyldu, vina eða annarra. Þetta
getur gerst skyndilega við snjó-
flóð, húsbruna, skipskaða, bílslys,
rán, líkamsárás, nauðgun eða morð
svo eitthvað sé nefnt. Einnig getur
langvarandi líkamlegt eða andlegt
ofbeldi eða líf í sífelldu óöryggi um
líf og heilsu sína eða annarra sem
manni þykir vænt um haft sömu
áhrif. Ekki má heldur gleyma því,
að mikill, margvíslegur, margfaldur
eða síendurtekinn missir getur haft
sömu áhrif. Missir ástvinar, sem
verið hefur einstaklingnum allt,
getur kippt fótunum undan þeim,
sem eftir stendur.
Vá, þessi hræðilega ógnun, getur
svo valdið váhrifum. Ástæðan er
þær sterku tilfinningar, sem koma
í kjölfar þessarar ógnunar og geta
gert einstaklingnum ókleift að
hugsa, tjá sig, hegða sér eða fram-
kvæma hluti á venjulegan hátt.
Einstaklingurinn stendur frammi
fyrir vá, sem ruglar allt hans innra
jafnvægi. Við höfum öll byggt upp
okkar varnarhætti gegn sársauka,
eins konar andlega brynju eða húð.
Allt í einu eða eftir ógnun í langan
tíma dugar þessi brynja ekki, hún
brestur jafnvel í mél. Eftir stendur
einstaklingurinn með gapandi sár.
Hjálparleysi, vanmáttarkennd og
ofsahræðsla getur gagntekið ein-
staklinginn.“
Sú staðreynd að Páll bjó erlend-
is þegar hann skrifaði greinina um
Suður-Afríku og var ekki í miklum
tengslum við fólk í geðlækninga-
og sálfræðistörfum hér heima varð
sennilega til þess að fáir tóku eftir
þessu orði. Hann notaði það þó
ávallt þegar hann skrifaði greinar
um váhrif og reyndi á annan hátt að
koma því á framfæri.
Mig langar að leggja mitt lóð á
vogarskálarnar og biðja lesendur
að bera saman þessi orð.
Váhrif, áfallastreita, áfalla streitu-
röskun.
Hvert þessara orða er meitlað,
hlaðið merkingu, en stutt, lýsandi
og hnitmiðað. Váhrif hlýtur mitt
atkvæði.
Váhrif – Nýyrði sem
á fullan rétt á sér
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur
síðustu sex ár hraðamælt reglulega á
völdum stöðum umdæmisins og notað
til þess ómerkta lögreglubifreið. Mæl-
ingarnar eru að jafnaði gerðar á svip-
uðum tíma árs og dags með það að
markmiði meðal annars að meta þróun
ökuhraða milli ára. Niðurstöður mæl-
inga eru í öllum tilvikum sendar við-
komandi sveitarfélögum.
Á þessum tíma hafa veghaldarar
gert ýmsar breytingar á mælingar-
stöðunum, þeim vegarköflum sem
mælt var á, leyfilegur hámarkshraði
hækkaður eða lækkaður og hraða-
hindranir settar niður eða hraðaþrengingar.
Áhugavert er að sjá hvaða áhrif þær höfðu á
ökuhraða með vísan til hlutfalls þeirra öku-
manna sem óku of hratt hverju sinni, brota-
hlutfalls. Nefna má nokkur dæmi.
Hraði í íbúðahverfi var lækkaður úr 50 í 30
kílómetra hraða miðað við klukkustund án þess
að breytingar væru gerðar á vegarkaflanum
að öðru leyti. Mælingar lögreglu fyrir lækkun
sýndu brotahlutfall sem var að meðaltali tvö
prósent. Eftir lækkun leyfilegs hámarkshraða
hækkaði hlutfallið í 36 og allt upp í 68%. Með-
altalið var 52%. Aðrar sambærilegar aðgerð-
ir á vegarköflum þar sem hraði var lækkað-
ur án þess að aðrar hraðalækkandi aðgerðir
hafi fylgt, hafa leitt til hækkaðs brotahlutfalls.
Ökuhraði virðist svipaður fyrir og eftir lækk-
un. Dæmi um vegarkafla þar sem leyfilegur
hámarkshraði var hækkaður sýnir áþekka nið-
urstöðu. Á stofnbraut milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur var hraði hækkaður úr 70 í 80.
Brotahlutfall fyrir breytingu var 25% en 8%
ef miðað hefði verið við 80 kílómetra leyfðan
hámarkshraða. Í mælingum eftir hækkun var
brotahlutfall frá 8 til 13% eða 11% að með-
altali. Ekki var því að sjá mikla breytingu á
aksturshraða þrátt fyrir hækkun leyfilegs
hámarkshraða.
Til viðbótar þessum niðurstöðum hafa mæl-
ingar lögreglu sýnt að brotahlutfall
helst mjög stöðugt milli ára þar sem
ásýnd vega og umhverfi er óbreytt.
Góður árangur
Þar sem breytingar hins vegar hafa verið gerð-
ar á götum til lækkunar hraða, til að mynda
settar hraðahindranir eða hraðaþrenging-
ar, hefur góður árangur náðst. Má þar nefna
götu í íbúðahverfi þar sem meðalbrotahlutfall
var 53% en enginn mældist brotlegur eftir að
hraðahindranir voru settar niður. Annað dæmi
af sama meiði er gata þar sem meðalbrotahlut-
fall var 19% en 1% eftir aðgerðir.
Þær upplýsingar sem fyrir liggja og hér eru
nefndar, gefa vísbendingar um að umhverfi
vega og ásýnd hafi mikið að segja um ökuhraða.
Mikilvægt sýnist því að veghönnun og skipu-
lag hverfa taki mið af þeim hraða sem áætlanir
gera ráð fyrir þannig að ökumönnum sem um
fara megi vera það ljóst af umhverfi ekki síður
en merkingum hver leyfður hraði er. Hraða-
takmarkandi aðgerðir eftir á myndu þar með
ónauðsynlegar.
Þá er og mikilvægt að núverandi hraðamörk
taki mið af þessu, verði hækkuð þar sem ljóst
er að samræmi milli leyfðs hraða og umhverfis
er lítið og slysatíðni lág eða engin, en hraðatak-
markandi aðgerðum beitt að öðrum kosti. Það
er mat lögreglu að með þannig markvissum
aðgerðum megi fækka brotum í umferð, auka
enn virðingu ökumanna fyrir lögum og reglum
og fækka slysum.
Um hraðamælingar og
hraðatakmörk í þéttbýli
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að
tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra
unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum nor-
rænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá
öðrum Norðurlandaþjóðum.
Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvu-
leikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu
meira heima hjá sér auk þess sem tölvuleikir
og netið veiti þeim þá útrás sem þeir þurfa.
Tölvuleikir í almannaþágu
Þessi frétt er sem hvalreki á fjörur okkar
félagshyggjufólks. Við sem tölum fyrir sam-
félagslegum jöfnuði trúum því nefnilega að
skynsamleg ráðstöfun fjár felist helst í því
að færa það úr vasa vinnandi fólks og yfir
í vasa góðhjartaðra stjórnmálamanna til
endurúthlutunar í þágu almannahagsmuna.
Þannig höfum við alltaf barist fyrir sífellt
myndarlegri niðurgreiðslum til íþrótta- og
tómstundastarfs, svo sem knattspyrnuiðkunar og tónlistar-
náms. Nú getum við bætt tölvuleikjum í þennan niður-
greiðslusarp enda sömu rök sem gilda fyrir niðurgreiðslum
þar eins og í tilfelli íþróttaiðkunar og tónlistarnáms, það er
að þá sé unga fólkið okkar síður líklegt til glæpaiðkunar eða
vímuefnanotkunar.
Mismunun eftir áhugamáli?
En hefur fjölskyldum í landinu þá ekki í raun verið mis munað
fram að þessu? Hvað með einstæðu móðurina með börnin
þrjú og ekkert þeirra með áhuga á íþróttum eða hljóðfæra-
leik heldur tölvuleikjum og netnotkun? Hún hefur hingað til
þurft að vinna baki brotnu til að eiga fyrir þeim viðbótar-
sköttum sem farið hafa í niðurgreiðslur vegna áhugamála
annarra barna. Því er morgunljóst að tími er kominn til að
útvíkka þessar niðurgreiðslur svo að fjölskyldur með önnur
áhugamál en íþróttir og hljóðfæraleik njóti þeirra einnig.
Jafnvel kemur til álita að þessar fjölskyldur fái sanngirnis-
bætur fyrir að hafa farið á mis við þessar niðurgreiðslur öll
þessi ár.
Forgangsröðum í þágu barnanna
Ég legg því til að sveitarfélögin í landinu niðurgreiði tölvu-
leiki og netnotkun til jafns við þá upphæð sem fer í niður-
greiðslur vegna íþrótta- og tónlistariðkunar ungmenna að
frístundakortunum meðtöldum. Slíkar niðurgreiðslur þurfa
að taka mið af öllum þeim kostnaði sem tölvuleikir krefjast,
svo sem kostnaði vegna kaupa á tölvum, heyrnartólum og
niðurhali. Vissulega mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin, en
hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar? Þetta er einungis
spurning um forgangsröðun. Allir hljóta að vera sammála um
það nema kannski helst þetta frjálshyggjulið sem vill bara að
tölvuleikir séu bara svona einka-eitthvað.
Niðurgreiðum
tölvuleiki
Í fyrri grein minni í vindorku
sagði ég frá vindlundi á eyjunni
Hitra í Þrændalögum. Þar er
komin tíu ára reynsla af 24 vind-
rafstöðvum á klapparholtum í um
300 metra hæð úti við Atlantshaf.
Nýtingarhlutfallið á Hitra fyrstu
árin reyndist vera 29%. Það er
heldur lægra, en lagt var upp með
þrátt fyrir ágætan mældan meðal-
vind eða um 8,0 m/s í 50 metrum
yfir jörðu. Á Hafinu ofan Búrfells
vænta menn þess að meðalvindur í
sömu hæð sé 10 m/s og meðalnýtingin geti
farið yfir 40%. Vindmyllurnar á Hitra eru
af eldri gerð og í stormi stöðvast þær við
tiltölulega lágan vindstyrk. Suðvestan-
stormar eru þarna tíðir að haust- og vetr-
arlagi norður með vesturströnd Noregs og
líklegt þykir mér að „dauður“ tími vegna
storma hafi lækkað vænta orkuvinnslu á
Hitra. Nýjustu gerðir vindrafstöðva nýta
hvassan vind betur og aðeins mestu ill-
viðri stöðva framleiðsluna alveg. Þrátt
fyrir allt er helsti annmarki vindorkunnar
sveiflur í framleiðslu, sérstaklega lengri
og skemmri tímabil hægviðris þegar spað-
arnir snúast löturhægt eða alls ekki.
Þrýstivindur er tiltölulega mikill á
Íslandi. Hér á landi hafa mælingar í
10 metra hæð mjög víða sýnt að vind-
ur blæs að jafnaði af ágætum styrk og
ekki skiptir minna máli að hann er nokk-
uð stöðugur. Sviptivindar nærri fjöllum
þykja þannig mikill ókostur og vélbún-
aður slitnar líka hraðar og endingartím-
inn verður skemmri.
Hér á landi er víða lítið viðnám yfir-
borðs samanborið t.d. við N-Evrópu. Þetta
á sérstaklega við um hálendisbrúnina og
strandsvæði fjarri bröttum fjöllum. Fyrir
vikið nær vindurinn sem blæs ofar höfð-
um okkar meiri styrk en annars væri. Það
hefur aftur í för með sér að 40-60 m háar
vindmyllur kunna að verða hagkvæmari,
en þær sem eru 100 m og hannaðar eru til
að komast upp úr iðusveipum nær jörðu
þar sem viðnám er meira.
Óvinur vindorku
Helsti annmarki vindorkunnar er óstöðug-
ur vindurinn, einkum yfir sumarmánuðina
og algengi hægviðris. Dægursveifla er oft
einkennandi fyrir vindafarið. Hafgola eða
annar sólfarsvindur er þá gjarnan í 4 til 6
klst. um og eftir miðjan daginn, en nánast
logn frá kvöldi og fram á næsta dag.
Bent hefur verið réttilega á að samspil
við vatnsafl geti haft úrslitaþýðingu fyrir
hagkvæmni vindorku. Á veturna þegar
vindorka er mest, eru vatnsaflsvirkjanir
reknar með vatni í verulegum mæli frá
miðlunum. Við jöklaleysingu síðla sum-
ars fyllast oftast (en þó ekki alltaf) miðl-
unarlón með leysingarvatni frá jöklum.
Umframvatn rennur þá stundum á yfir-
falli til sjávar. Slíkt er vitanlega sóun.
Samstjórn vindorku og vatnsafls kann að
vera ögrandi og spennandi verkefni til að
útvega þá orku sem þarf á hverjum tíma á
sem hagkvæmastan hátt.
Hvort vindorka teljist fýsilegur kost-
ur hér á landi ræðst mest af hagkvæmni
í samanburði við tiltölulega ódýrt vatns-
afl og jarðvarma. En víst er að vindur
er víða nægjanlega mikill og aðstæður
góðar á mörgum stöðum hér á landi. Jafn-
vel öfundsverðar segir erlent vindorku-
fólk sem glímir við lakari nýtingu. Á móti
kemur að raforkuverðið þar er yfirleitt
hærra, þó svo að vindorka sé stundum nið-
urgreidd sem vistvænn valkostur saman-
borið við gas- eða kolaorkuver.
Er framtíð í vindorku?
SAMFÉLAG
Guðmundur
Edgarsson
málmenntafræð-
ingur
NÝYRÐI
Elísabet
Halldórsdóttir
bókasafnsfræðingur
➜ Hann hafði oft þann sið að
leggjast í sófa, ekki undir feld,
heldur horfði hann á vegg-
teppi, sem móðir mín hafði
saumað og leitaði að villum í
munstrinu. Svo eftir mislanga
stund var orðið komið, en
stundum liðu nokkrir dagar
þangað til hann fann rétta
orðið.
➜Það er mat lögreglu að með
þannig markvissum aðgerðum
megi fækka brotum í umferð,
auka enn virðingu ökumanna
fyrir lögum og reglum og
fækka slysum.
➜ Helsti annmarki
vindorkunnar er óstöð-
ugur vindurinn, einkum yfi r
sumarmánuðina og algengi
hægviðris. Dægursveifl a
er oft einkennandi fyrir
vindafarið.
UMFERÐ
Kristján Ólafur
Guðnason
aðstoðaryfi rlög-
regluþjónn á höfuð-
borgarsvæðinu
VINDORKA
Einar
Sveinbjörnsson
veðurfræðingur