Fréttablaðið - 17.06.2014, Page 26
FÓLK|HEILSA
SINNEP ER
HOLLT
Gísli Örn Bragason hefur stundað rathlaup síðustu fimm árin en hann er
einn stofnenda Rathlaupsfélags-
ins Heklu og er dagskrárstjóri
þess. „Við félagi minn kynnt-
umst íþróttinni í Finnlandi fyrir
nokkrum árum og fluttum þetta
með okkur heim. Við höfðum
verið að skipuleggja ratkeppnir í
skátunum og það þróaðist út í að
við stofnuðum Rathlaupsfélagið.“
HREYFING OG ÚTIVIST
Rathlaup er í stuttu máli hlaup
úti í náttúrunni þar sem á að
finna pósta sem merktir eru inn
á kort. „Þetta er eins og ratleikur
í grunninn þar sem hlauparinn
þarf að finna fljótlegustu leiðina
sem hægt er að fara. Sá sem
kemur fyrstur í mark eftir að
hafa fundið alla póstana vinnur.
Eina hjálpartækið er áttaviti og
kortið sem er mjög nákvæmt
og sýnir allt sem hefur áhrif á
rötun hlauparans eins og þétt-
leika skógar, steina, holur og
staðsetningu póstanna. Þetta er
mjög skemmtileg íþrótt sem sam-
einar margt af því sem ég leita
eftir í áhugamáli. Það er hreyfing
í þessu og það er hægt að vera
úti í náttúrunni. Svo er rötunin
skemmtilegur þáttur í þessu sem
gefur hlaupinu og útiverunni
tilgang, maður er að gera eitt-
hvað annað en bara að hlaupa
og gleymir sér í því. Allt í einu er
fólk búið að hlaupa marga kíló-
metra án þess að taka eftir því,
svo er ágætis afsökun að skoða
kortið ef fólk verður þreytt,“
segir Gísli og hlær.
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Rathlaup er íþrótt fyrir alla fjöl-
skylduna og á stærri mótum og
keppnum er keppendum boðið
að taka þátt í mörgum flokkum
eftir aldri, kyni, áhuga og getu
hvers og eins. „Rathlaup gerir
miklar kröfur til hlauparans enda
þarf hann að einbeita sér að því
að rata rétta leið á sama tíma
og hann fer eins hratt og hægt
er yfir svæði sem getur verið
honum algjörlega ókunnugt.
Keppendur geta tekið þátt á
ólíkum forsendum enda ekki nóg
að vera fljótur að hlaupa heldur
þarf að æfa rötun og kortalestur
jafnóðum og þrek, úthald og
tækni er æfð. Þegar ég var að
byrja í þessu lenti ég í ýmsu
skrautlegu þegar ég tók rangar
ákvarðanir og ætlaði að stytta
mér leið. Til dæmis var ég á móti
í útlöndum og þurfti að fara yfir
læk sem ég hélt að væri grunnur
en svo endaði ég á að þurfa að
synda yfir hann.“
OPNAR ÆFINGAR
Opnar æfingar eru vikulega á
sumrin hjá Rathlaupsfélaginu
og getur fólk sem áhuga hefur á
að prófa íþróttina mætt og þar
eru félagar í Heklu tilbúnir að
útskýra íþróttina og hjálpa fólki
við að komast af stað. „Við hitt-
umst á fimmtudögum, ýmist á
Klambratúni, í Elliðaárdal eða í
Öskjuhlíð. Dagskrána má nálgast
á heimasíðunni okkar eða á
Facebook. Þá erum við búin að
setja upp brautir sem henta flest-
um, einfaldari brautir sem henta
börnum og flóknari brautir fyrir
vana hlaupara. Við erum með
sérstakt barnanámskeið í gangi
núna sem hægt er að vera með
í. Það verður eitt hlaup annað
kvöld og svo tvö í næstu viku.“
Nánari upplýsingar um rat-
hlaup má finna á rathlaup.is og á
Facebook undir Rathlaupsfélagið
Hekla. ■ liljabjork@365.is
Í SKÓGINUM Gísli á ferð í rathlaupskeppni í Noregi. Þar er mikið um brattar hlíðar og
erfitt að hlaupa um skógana.
Á FERÐ Gísli á haustmóti í Eistlandi. Skógurinn þar er aðeins hærra en hér á landi.
„Þetta var fyrsta alvöru mótið sem ég tók þátt í. Það gekk vel til byrja með en á öðrum
degi klúðraði ég einum pósti þannig að ég endaði í síðasta sæti.“
SKIPULEGGJENDUR
Hópurinn sem skipu-
lagði alþjóðlegt rat-
hlaupsmót sem fram
fór í fyrra. Mótið er
árlegt og fer aftur fram
í lok júní.
ÍÞRÓTT FYRIR ALLA
HREYFING Rathlaup er íþrótt sem felur í sér meðal annars hreyfingu,
skemmtun, útivist og samveru. Það hentar bæði börnum og vönum hlaupurum.
■ GOTT
Sinnep er hollara en margan
grunar. Það inniheldur efni sem
hefur góð áhrif á vöðvaupp-
byggingu líkamans og getur
þar af leiðandi gert fólk
sterkara. Auk þess eru
trefjar í sinnepi, járn,
magnesíum, kalk,
prótín, sink og
ómega-3. Hægt
er að bragð-
bæta mat með
sinnepi en
einnig er gott
að nota það í
sýrðan rjóma til
að gera góða kalda
sósu. Einnig er gott að
leggja rúsínur í bleyti yfir
nótt í smá koníaki, hakka þær
síðan með töfrasprota og setja
saman við gott sinnep.
Eru flugur, flær eða
maurar að ergja þig
og bíta?
áhrifaríkur
og án
allra
eiturefna.
Allt að
8 tíma
virkni.
Fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hjá N1
www.gengurvel.is
Sumar 19 22. ágúst - 2. september
Klettafjöllin í Kanada
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Hin stórbrotnu Klettafjöll skarta sínu fegursta á þessum
árstíma og taka á móti okkur með fjölbreyttu dýra-
og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og
tignarlegum þjóðgörðum. Heimsækjum m.a.
fjallabæinn Banff, Kootenay þjóðgarðinn,
Maligne dal og Jasper þjóðgarðinn.
Verð: 309.900 kr. á mann í tvíbýli.
Sp
ör
e
hf
.
Fararstjóri: Jónas Þór