Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 32
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28
Ragnheiður
SÝNING ÁRSINS 2014
eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik
Erlingsson
Íslenska óperan
Stóru börnin
LEIKRIT ÁRSINS 2014
eftir Lilju Sigurðardóttur
Lab Loki
Egill Heiðar Anton Pálsson
LEIKSTJÓRI ÁRSINS 2014
fyrir Gullna hliðið
Leikfélag Akureyrar
Hilmir Snær Guðnason
LEIKARI ÁRSINS 2014
Í AÐALHLUTVERKI
fyrir Eldraunina
Þjóðleikhúsið
Margrét Vilhjálmsdóttir
LEIKKONA ÁRSINS 2014
Í AÐALHLUTVERKI
fyrir Eldraunina
Þjóðleikhúsið
Bergur Þór Ingólfsson
LEIKARI ÁRSINS 2014
Í AUKAHLUTVERKI
fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt
Borgarleikhúsið
Nanna Kristín
Magnúsdóttir
LEIKKONA ÁRSINS 2014
Í AUKAHLUTVERKI
fyrir Óskasteina
Borgarleikhúsið
Egill Ingibergsson
LEIKMYND ÁRSINS 2014
fyrir Gullna hliðið
Leikfélag Akureyrar
Helga Mjöll Oddsdóttir
BÚNINGAR ÁRSINS 2014
fyrir Gullna hliðið
Leikfélag Akureyrar
Gunnar Þórðarson
TÓNLIST ÁRSINS 2014
fyrir Ragnheiði
Íslenska óperan
Vala Gestsdóttir og
Kristinn Gauti Einarsson
HLJÓÐMYND ÁRSINS 2014
fyrir Litla prinsinn
Þjóðleikhúsið
Björn Bergsteinn Guð-
mundsson og Petr Hloušek
LÝSING ÁRSINS 2014
fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt
Borgarleikhúsið
Ragnheiður og Gullna hliðið
hlutu fl est Grímu-verðlaun
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman 2014, voru afh ent í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu
í gærkvöldi. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim
einum er lagið. Óperan Ragnheiður og leiksýningin Gullna hliðið frá Leikfélagi Akureyrar voru sigursælar
og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni og þá hlaut Kristbjörg Kjeld Heiðursverðlaun Grímunnar.
LEIKRIT ÁRSINS Stóru börnin, sem sýnt var í Tjarnarbíói, var valið leikrit ársins.
HEIÐURS-
VERÐLAUNA-
HAFI Kristbjörg
Kjeld hlaut
Heiðursverðlaun
Leiklistarsam-
bands Íslands
fyrir ævistarf sitt í
þágu sviðslista.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Elmar Gilbertsson
SÖNGVARI ÁRSINS 2014
fyrir Ragnheiði
Íslenska óperan
Brian Gerke
DANSARI ÁRSINS 2014
fyrir F A R A N G U R
Íslenski dansflokkurinn
Valgerður Rúnarsdóttir
DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2014
fyrir F A R A N G U R
Íslenski dansflokkurinn
Söngur hrafnanna eftir
Árna Kristjánsson
ÚTVARPSVERK ÁRSINS 2014
Leikstjórn Viðar Eggertsson
Útvarpsleikhúsið á RÚV
Tyrfingur Tyrfingsson–
leikskáld
SPROTI ÁRSINS 2014
fyrir Bláskjá
Óskabörn ógæfunnar og Borgarleik-
húsið
Hamlet litli eftir Berg Þór
Ingólfsson
BARNASÝNING ÁRSINS
2014
Borgarleikhúsið
Kristbjörg Kjeld
HEIÐURSVERÐ-
LAUN LEIKLISTAR-
SAMBANDS
ÍSLANDS 2014
GLÆSILEG LEIKMYND Sýningin Gullna
hliðið sem sett var upp á árinu hjá Leik-
félagi Akureyrar hlaut þrenn verðlaun á
hátíðinni, meðal annars fyrir leikmynd
ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
SÝNING ÁRSINS Óperan Ragnheiður
var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn
verðlaun, meðal annars sem sýning
ársins.
Lesendur eru beðnir að afsaka
villu í síðustu helgarkrossgátu.
Hún verður birt rétt í fimmtu-
dagsblaðinu.
Krossgátan
verður leiðrétt
17. júní er fagnað í Árbæjar-
safni. Fornbílaklúbburinn safnast
saman á planinu og leggur af stað
fylktu liði um hádegi niður í bæ.
Margir gestir mæta í þjóðbún-
ingum og fjallkona verður skrýdd
klukkan 14.
Á baðstofuloftinu verður
spunnið á rokk, bakaðar verða
lummur og í prentsmiðjunni
verður prentari að störfum og
venju samkvæmt býður Dillons-
hús upp á ljúffengar veitingar.
Margar nýjar sýningar hafa
verið opnaðar í Árbæjarsafni
í vor. Þar má nefna sýninguna
Neyzlan-Reykjavík á 20. öld og
nýja sýningu sem ber heitið S7 og
er samvinnuverkefni Árbæjar-
safns og Nýlistasafnsins.
- gun
Íslenskt í
Árbæjarsafni
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari mun
standa ein og leika á fiðlu sína í
Þingvallakirkju í kvöld, á þjóðhá-
tíð Íslendinga. Hún spilar verk
eftir Jón Leifs, Béla Bartók og
Johann Sebastian Bach.
Rut hefur verið mikilvirk í
íslensku tónlistarlífi, ekki síst
í frumkvöðlastarfi sínu með
Kammersveit Reykjavíkur og
eflaust eiga ofangreind tónskáld
eftir að eiga áhugavert samtal í
flutningi hennar.
Þetta eru aðrir
tónleikarnir í
tónleikaröðinni
Þriðjudagskvöld í
Þingvallakirkju.
Þeir hefjast kl.
20.00 og aðgangur
er ókeypis.
Tónleika-
gestir eru
beðnir um
að leggja
bílum
sínum
við
Flosa-
gjá og
ganga til
kirkju.
Rut með fi ðlu
á Þingvöllum
FÍN Gestir eru hvattir til að mæta í
búningum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þetta eru hljómsveitartón-
leikar og stjórnandinn er hinn
margverðlaunaði fiðluleikari Hu
Kun, frá konunglegu tónlistar-
akademíunni í London,“ segir
Kristín Mjöll Jakobsdóttir verk-
efnisstjóri um tónleika í Hörpu
klukkan 17 í dag.
Um er að ræða hápunkt og
lokaatriði alþjóðlegrar tónlistar-
akademíu sem staðið hefur síð-
ustu viku.
Kristín Mjöll lofar spennandi
dagskrá. Hún nefnir konsert
fyrir fjórar fiðlur og strengja-
sveit eftir Vivaldi með einleik-
urum úr röðum úrvalsnemenda
námskeiðsins og Sinfoniu Con-
certante eftir Mozart. Þar leika
einleik þeir InMo Yang á fiðlu
og Eivind Holtsmark Ring stad á
víólu.
Flutningur verksins Hymni
eftir Snorra Sigfús Birgisson
er tileinkaður minningu Noru
Kornblueh, Óskars Ingólfssonar
og Richards Talkowsy.
Tónleikunum lýkur með flutn-
ingi Lofsöngs Sveinbjörns Svein-
björnssonar. - gun
Þjóðsöngur Íslands lokalagið
Hátíðartónleikar verða í Norðurljósasal Hörpu í dag þar sem leikin verða meðal
annars tónverk eft ir Dvořák, Mozart og Snorra Sigfús Birgisson.
VERKEFNISSTJÓRINN „Þetta er mjög spennandi dagskrá,“ segir Kristín Mjöll.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MENNING