Fréttablaðið - 17.06.2014, Síða 42
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 38
Ég er mjög sár og
svekktur út í mitt upp-
eldisfélag og átta mig
eiginlega ekki á þessum
vinnubrögðum.
Kári Kristján Kristjánsson
HANDBOLTI Patrekur Jóhannesson og læri-
sveinar í austurríska landsliðinu í handbolta
tryggðu sér sæti á HM í Katar með sigri á
Noregi. Patrekur var ansi brattur þegar
Fréttablaðið náði tali af honum.
„Þetta er auðvitað ótrúlegt afrek og hefur
verið á forsíðum blaðanna en það hefur
fallið örlítið í skuggann. Austurríkismenn
eru meira fyrir skíðaíþróttir og fótbolta
en auðvitað fylgdi þessu mikil gleði. Það
voru fáir sem áttu von á því að við myndum
vinna,“ sagði Patrekur.
Undir stjórn Patreks komst austurríska
liðið á EM í janúar og nú HM í Katar.
„Noregur hefur úr að velja gríðarlegum
fjölda af handboltamönnum. Noregur vann
Þýskaland fyrir stuttu svo við vissum fyrir
fram að þetta yrði erfitt verkefni. Ég reyndi
bara strax að telja mönnum trú um að þetta
væri mögulegt og við unnum mjög mikið í
andlega þættinum,“ sagði Patrekur. Austur-
ríska liðið naut aðstoðar Jóhanns Inga
Gunnarssonar í aðdraganda leiksins og var
Patrekur honum gríðarlega þakklátur.
„Ég er heppinn að hann vann með föður
mínum í gamla daga og við höldum enn góðu
sambandi. Í æfingabúðunum á Íslandi var
aðstoð hans algjörlega ómetanleg. Vinnu-
fundirnir með honum áttu stóran þátt í
þessum sigri.“
Patrekur viðurkenndi að það hefði komið
honum á óvart hversu mikilvægur sálfræði-
legi hlutinn var.
„Síðustu eitt, tvö árin hef ég unnið mjög
markvisst með Jóhanni. Þetta byrjaði hægt
og rólega en í dag er hann eiginlega þjálf-
arinn minn. Það er alltaf verið að tala um
að andlegi hlutinn sé 80 prósent en hversu
mikið og hvernig æfirðu hann? Ég finn mikla
breytingu á mér hvernig ég vinn mína vinnu
eftir að hafa unnið með Jóhanni,“ sagði Pat-
rekur sem var einfaldlega heillaður.
„Það er hægt að æfa og auka snerpuna eða
hvað sem er í handbolta en þetta snýst alltaf
um hvernig þú nærð því besta út úr hverjum
og einum. Hvernig þú nálgast leikmenn því
það er engir tveir eins. Þetta hefur vakið
athygli mína, ég les mikið af bókum og er
búinn að skrá mig í meistaranám í íþrótta-
sálfræði. Þetta heillar mig gríðarlega mikið.
Þótt það gangi vel núna þá vil ég reyna
að læra. Það er aldrei nein pása frá lær-
dómnum,“ sagði Patrekur kíminn en hann
ætlar að beita þessu á Haukaliðið einnig.
„Hver er skiptingin hvað þú æfir hvorn
hluta mikið, líkamlega og andlega? Það er
eitthvað sem ég ætla að breyta hjá Haukum.
Við byrjuðum á þessu í vetur og áttum frá-
bært tímabil, unnum þrjá titla af fjórum og
vorum nálægt þeim síðasta.“
Patrekur var jarðbundinn þegar gengið
var á hann um markmið fyrir mótið. Hand-
bolti er ekki ein af stærstu íþróttunum í
Austurríki og ekki margir iðkendur.
„Að komast í milliriðlana væri auð-
vitað frábær árangur. Það sem er vanda-
málið í Austurríki er lítið úrval leikmanna
í ákveðnum stöðum. Á línunni er ég með tvo
leikmenn, annar þeirra er hálf-atvinnu maður
sem er einnig lögfræðingur og ég er ekki
viss hvert framhaldið verður hjá honum. Ef
Robbi Gunn væri Austurríkismaður myndi
ég stefna á eitt af efstu sex sætunum,“ sagði
Patrekur. Hann gældi þó við hugmyndina um
að línumaðurinn myndi láta slag standa fyrst
mótið væri haldið í Katar.
„Handboltaáhuginn er einfaldlega ekki
nægilegur í Austurríki. Liðin í austurrísku
deildinni eru oft með nokkra útlendinga sem
gerir landsliðsþjálfaranum enn þá erfiðara
fyrir. Ég hef bara úr einhverjum 25 leik-
mönnum að velja sem gerir þetta enn magn-
aðra afrek. Maður er ekki enn búinn að ná
þessu, sérstaklega þegar maður lítur til þess
hvaða þjóðir komust ekki áfram.“
- kpt
Fáir sem áttu von á því að við myndum vinna Noreg
Patrekur Jóhannesson er þakklátur Jóhanni Inga Gunnarssyni fyrir sálfræðilega aðstoð hans við undirbúning austurríska liðsins.
HUGFANGINN Patrekur er hugfanginn af áhrifum sálfræði á austurríska landsliðið. Hann ætlar að yfir-
færa aðferðirnar á Haukaliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
HANDBOLTI „Þetta er súrsæt stund
í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu
tíðindi með heilsuna og vera svo
stunginn í bakið af uppeldis-
félaginu. Það er grátlegt,“ segir
Kári Kristján Kristjánsson hand-
boltamaður en hann veit ekki hvað
framtíðin ber í skauti sér.
Samningur Kára við danska
félagið Bjerringbro-Silkeborg er
að renna út og hann er búinn að
fjárfesta í húsi í heimabæ sínum,
Vestmannaeyjum, enda hafði hann
hug á að koma heim og spila fyrir
uppeldisfélag sitt. Ekkert verður
af því þar sem handknattleiksdeild
ÍBV ætlar ekki að semja við Kára,
sem kom leikmanninum í opna
skjöldu enda taldi hann sig hafa
komist að samkomulagi við ÍBV
um samning.
Æxlið ekki nálægt líffærum
Kári er staddur úti í Danmörku
þessa dagana. Hann fékk þau tíð-
indi fyrir nokkrum dögum að æxli
í baki hans væri góðkynja. Þetta
er í annað sinn sem Kári fær æxli
í bakið. Og það sem meira er, línu-
maðurinn sterki þarf ekki að fara
í aðgerð.
„Þetta æxli er af sama meiði og
í fyrra skiptið. Ég taldi það vera
alveg klárt að ég færi í aðgerð
enda er æxlið nokkuð stórt. Það er
aftur á móti ekki nálægt neinum
líffærum og er því ekkert að
skaða mig,“ segir Kári en læknar
segja að hann eigi vel að geta lifað
með þessu æxli svo lengi sem það
stækkar ekki frekar. Eðlilega
verður svo fylgst vel með æxlinu
í framhaldinu.
„Það er vel þess virði að taka
þessa áhættu enda hefur fólk lifað
með svona æxli. Mér líður hvorki
betur né verr en áður og þetta
truflar mig því ekkert sérstaklega.
Ég er í rauninni fær í flestan sjó.“
Skrítinn fundur
Eyjamaðurinn þurfti að bíða í
margar vikur eftir niðurstöðu
rannsókna og það tók eðlilega á
hann að vera í óvissu lengi.
„Þetta var ofboðslega skrítinn
fundur því ég átti aldrei von á
svona fundi. Fyrst fæ ég að vita
að æxlið sé góðkynja sem var því-
líkur léttir að heyra. Það var við-
bjóður að vera með þetta á bak við
eyrað í margar vikur. Að fá svo tíð-
indin að ekki þyrfti að skera kom
mér svo gríðarlega á óvart. Maður
labbaði auðvitað himinlifandi út af
fundinum.“
Aðeins nokkrum dögum síðar
fékk Kári Kristján ekki jafn góð
tíðindi. Hann hafði verið í samn-
ingaviðræðum við ÍBV síðan í
byrjun maí og taldi það mál vera í
höfn. Svo reyndist ekki vera.
„Viðræðurnar við ÍBV voru
komnar á það stig að flugstjórinn
var búinn að tilkynna að vélinni
yrði lent eftir korter. Þá kom stopp
í viðræðurnar sem mér fannst
furðulegt, enda voru menn búnir
að sættast á stoðir samningsins
og í raun bara fínpússning eftir.
Ég skildi ekki hvað var eiginlega í
gangi og hafði því samband við þá
aftur. Þá er mér tilkynnt að þetta
gangi ekki upp,“ segir Kári en
hann fékk þau tíðindi um nýliðna
helgi.
Sár og svekktur út í ÍBV
„Stjórnin vissi algjörlega um
heilsufar mitt og samningurinn
átti þá ekki að taka gildi fyrr en
ég væri búinn að ná mér góðum af
veikindunum. Fyrir mér var þetta
allt klárt og ég farinn að undir-
búa flutning til Eyja. Þá virðist
vera einhver misskilningur innan
stjórnar félagsins þar sem menn
virðast ekki kannast við allar
upplýsingar málsins. Það kom
flatt upp á mig því ég er með öll
okkar samskipti á tölvupósti. Við
vorum búnir að sættast á tölur og
bara smáatriði eftir. Þetta kom því
algjörlega flatt upp á mig þegar
þeir segjast ekki geta gert þetta.“
Eyjamaðurinn er mjög undrandi
og svekktur yfir vinnubrögðum
handknattleiksdeildarinnar. „Ég
er mjög sár og svekktur út í upp-
eldisfélag mitt og átta mig eigin-
lega ekki á þessum vinnubrögðum.
Ég var mjög spenntur fyrir því að
koma heim í mitt félag og taka þátt
í þessum skemmtilega uppgangi
sem er þar í gangi. Mér finnst ég
hafa verið svikinn af uppeldis-
félaginu og er svekktur með mína
menn.“
henry@frettabladid.is
Svikinn af uppeldisfélaginu
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fékk góð og slæm tíðindi á síðustu dögum. Hann fékk
staðfest að æxlið í baki hans sé góðkynja og að hann þurfi ekki að fara í aðgerð. Nokkru síðar tilkynnti
uppeldisfélag hans, ÍBV, að það gæti ekki samið við hann en Kári taldi að samningur við ÍBV væri í höfn.
FRAMTÍÐIN ÓRÁÐIN Kári Kristján er án félags eftir að ÍBV dró í land með samningstilboð til hans. Kári er að flytja heim til
Íslands og líklegt að ófá félögin í efstu deild vilji fá landsliðsmanninn í sínar raðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FORMÚLA 1 Ökuþórinn Michael
Schumacher hefur yfirgefið
sjúkrahús í Grenoble og er vakn-
aður úr dái. Fjölskylda Þjóðverj-
ans þakkar öllum þeim sem hafa
stutt við bakið á þeim undanfarið
hálft ár. BBC greinir frá.
Þjóðverjinn, 45 ára, verður
áfram í meðhöndlun á ónefndri
sjúkrastofnun, kemur fram í til-
kynningu frá fjölskyldunni. Schu-
macher slasaðist alvarlega á höfði
á skíðum í frönsku Ölpunum þann
29. desember. Ekkert kemur fram
um ástand Schumachers annað en
að hann sé vaknaður úr dái.
Fjölskylda Schumachers
þakkar öllum þeim sem sent hafa
skilaboð og bataóskir á þessum
erfiðu tímum.
„Við erum sannfærð um að það
hjálpaði honum,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Fjölskyldan hrósaði einnig
sjúkrastarfsmönnum í Suðaustur-
Frakklandi. Læknar hafa haldið
Schumacher sofandi til að minnka
bólgur í heila Þjóð verjans.
„Michael hefur yfirgefið CHU
Grenoble til að halda áfram
umfangsmikilli endurhæfingu.
Hann er vaknaður úr dái,“ sagði
Sabine Kehm, talsmaður Schu-
machers, fyrir hönd fjölskyld-
unnar í dag.
„Við óskum eftir því að fram-
hald endurhæfingar hans geti
farið fram fjarri kastljósi fjöl-
miðla,“ sagði Kehm. Ekki kom
fram á hvaða sjúkrastofnun Þjóð-
verjinn verður vistaður.
Schumacher hætti keppni í
Formúlu 1 árið 2012 eftir nítján
ára feril. Hann varð tvívegis
heimsmeistari með Benetton,
árið 1994 og 1995, áður en hann
skipti yfir í Ferrari. Hann varð
heimsmeistari fimm ár í röð frá
árinu 2000. - ktd
Schumacher
er vaknaður
GÓÐ TÍÐINDI Schumacher virðist vera
á réttri leið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY