Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 18

Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 18
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 KOLUR 305 Borðlampann kynnti Anna Þórunn á liðnum HönnunarMars í Epal. Myndir/Anna Þórunn LANDFESTAR Lítið akkeri á lampafæt- inum heldur utan um snúruna. ANNA ÞÓRUNN Anna keyrir daglega fram hjá höfninni í Hafnarfirði og sótti innblástur þangað við hönnun lampans. MYND/ANNA ÞÓRUNN LÝSING Lampinn lýsir bæði niður og upp í gegnum lokið á skerminum. Til stendur að útfæra lampann frekar í marmara. Ég flutti í blessaðan Hafnar-fjörðinn fyrir tveimur árum og keyri nánast daglega meðfram sjónum og höfninni. Þegar ég ákvað að hanna lampa sótti ég innblástur þangað,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöru- hönnuður en hún kynnti á liðn- um HönnunarMars borðlampann Kol 305. Lampinn er úr málmi og kross- við og segir Anna takmarkað efnisval á Íslandi hafa haft sitt að segja í hönnunarferlinu. „Það verður að horfa í úr hvaða efnum hægt er að fram- leiða hér á landi og þar liggur málmur beinast við. Ég fór því að skoða skipin og togarana og öll samskeyti á lampanum eru gróf, líkt og á skipum. Skermur- inn er hallandi, eins og skip að kljúfa öldurnar. Togarar höfðu í raun aldrei höfðað til mín en eftir rannsóknarferlið finnst mér þeir svo fallegir. Mig dauðlang- aði bara út á sjó en það varð þó ekki af því,“ segir Anna Þórunn hlæjandi. Lampinn lýsir bæði niður og upp í gegnum gat á lokinu og einnig er hægt að taka lokið af skerminum. Á döfinni er að útfæra lokið og litla „akkerið“ á lampafætinum úr marmara. Akk- erið hefur það hlutverk að halda utan um snúruna og eignar Anna manninum sínum þá útfærslu. „Hann var orðinn svo þreyttur á hvað langt var í rofann á nátt- lampanum að hann var farinn að vefja snúrunni utan um fótinn á lampanum. Mér fannst það ekkert sérstak- lega smart og fór að velta fyrir mér hvernig hægt væri að leysa málið. Þannig varð hringurinn til, hann vísar í landfestar og í akkeri,“ útskýrir Anna. Maðurinn hennar á heiðurinn af fleiru en Anna segir ýmislegt hafa verið á hann lagt við hönnun og smíði lampans. „Hann skar sig illa á fæti á stálprufum sem ég hafði lagt á gólfið þegar við vorum að spek- úlera í samsetningum og þurfti að sauma fimmtán spor. Nafn lamp- ans er því tileinkað honum en maðurinn minn er Ítali og Kolur þýðir maður sem er dökkur yfir- litum. 305 er svo afmælisdagurinn hans,“ útskýrir Anna. Nánar má forvitnast um hönnun Önnu Þórunnar á www.annathorunn.is. ■ heida@365.is KLÝFUR ÖLDURNAR ÍSLENSK HÖNNUN Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir kynnti nýjan borðlampa á liðnum HönnunarMars, Kol 305. Togaraútgerð í Hafnarfirði var innblásturinn að baki lampanum. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 fonix.is Hátúni 6a 105 Reykjavík S. 552 4420 HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% AFSLÁTTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.