Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 KOLUR 305 Borðlampann kynnti Anna Þórunn á liðnum HönnunarMars í Epal. Myndir/Anna Þórunn LANDFESTAR Lítið akkeri á lampafæt- inum heldur utan um snúruna. ANNA ÞÓRUNN Anna keyrir daglega fram hjá höfninni í Hafnarfirði og sótti innblástur þangað við hönnun lampans. MYND/ANNA ÞÓRUNN LÝSING Lampinn lýsir bæði niður og upp í gegnum lokið á skerminum. Til stendur að útfæra lampann frekar í marmara. Ég flutti í blessaðan Hafnar-fjörðinn fyrir tveimur árum og keyri nánast daglega meðfram sjónum og höfninni. Þegar ég ákvað að hanna lampa sótti ég innblástur þangað,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöru- hönnuður en hún kynnti á liðn- um HönnunarMars borðlampann Kol 305. Lampinn er úr málmi og kross- við og segir Anna takmarkað efnisval á Íslandi hafa haft sitt að segja í hönnunarferlinu. „Það verður að horfa í úr hvaða efnum hægt er að fram- leiða hér á landi og þar liggur málmur beinast við. Ég fór því að skoða skipin og togarana og öll samskeyti á lampanum eru gróf, líkt og á skipum. Skermur- inn er hallandi, eins og skip að kljúfa öldurnar. Togarar höfðu í raun aldrei höfðað til mín en eftir rannsóknarferlið finnst mér þeir svo fallegir. Mig dauðlang- aði bara út á sjó en það varð þó ekki af því,“ segir Anna Þórunn hlæjandi. Lampinn lýsir bæði niður og upp í gegnum gat á lokinu og einnig er hægt að taka lokið af skerminum. Á döfinni er að útfæra lokið og litla „akkerið“ á lampafætinum úr marmara. Akk- erið hefur það hlutverk að halda utan um snúruna og eignar Anna manninum sínum þá útfærslu. „Hann var orðinn svo þreyttur á hvað langt var í rofann á nátt- lampanum að hann var farinn að vefja snúrunni utan um fótinn á lampanum. Mér fannst það ekkert sérstak- lega smart og fór að velta fyrir mér hvernig hægt væri að leysa málið. Þannig varð hringurinn til, hann vísar í landfestar og í akkeri,“ útskýrir Anna. Maðurinn hennar á heiðurinn af fleiru en Anna segir ýmislegt hafa verið á hann lagt við hönnun og smíði lampans. „Hann skar sig illa á fæti á stálprufum sem ég hafði lagt á gólfið þegar við vorum að spek- úlera í samsetningum og þurfti að sauma fimmtán spor. Nafn lamp- ans er því tileinkað honum en maðurinn minn er Ítali og Kolur þýðir maður sem er dökkur yfir- litum. 305 er svo afmælisdagurinn hans,“ útskýrir Anna. Nánar má forvitnast um hönnun Önnu Þórunnar á www.annathorunn.is. ■ heida@365.is KLÝFUR ÖLDURNAR ÍSLENSK HÖNNUN Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir kynnti nýjan borðlampa á liðnum HönnunarMars, Kol 305. Togaraútgerð í Hafnarfirði var innblásturinn að baki lampanum. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 fonix.is Hátúni 6a 105 Reykjavík S. 552 4420 HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.