Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.06.2014, Qupperneq 22
KYNNING − AUGLÝSINGBílrúður MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, s. 512 5434, bryndis@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Bíllinn er í öruggum hönd-um hjá Páli Gunnlaugs-syni bifreiðasmíðameist- ara, sem rekur Bílrúðumeistar- ann á Dalvegi 18 í Kópavogi. Páll hefur unnið við ísetningar og viðgerðir á bílrúðum í tólf ár. „Ég sérhæfi mig í bílrúðuviðgerðum, rúðuskiptum og rúðuísetning- um. Ég laga líka mött ljós og skipti um upphalara,“ s e g i r P á l l , sem stofnaði Bílrúðumeist- arann í mars 2 0 01. N ó g hefur verið að gera hjá honum síðan. Páll sinnir v iðsk iptav in- um sínum afar vel og raunar þurfa þeir ekki að hafa áhyggj- ur af neinu sem snýr að pappírs- vinnu eða öðru verklegu í kring- um það tjón sem þeir verða fyrir. „Fólk þarf ekki að leita til trygg- ingafélaga ef rúða brotnar. Það getur leitað beint til mín og ég sé um öll samskipti við trygginga- félögin,“ upplýsir Páll og bend- ir á að Bílrúðumeistarinn sé við- urkenndur aðili hjá öllum trygg- ingafélögum á Íslandi. „Þá á ég í mjög góðum samskiptum við þau,“ segir Páll sem einnig býður upp á aðstoð við að fylla út tjóna- skýrslu. Viðgerð eða rúðuskipti „Helstu ástæður þess að rúður brotna eða skemmast eru fyrst og fremst steinkast og svo eru það skemmdarverk á hliðarrúð- um vegna innbrota,“ segir Páll. Ef skipta þarf um rúðu þarf fólk iðulega að borga sjálfsábyrgð og tryggingafélögin afganginn. Ef hins vegar er um viðgerð á rúðu að ræða borga t r ygg- ingafélög- in það í topp að sögn Páls. „Ef greiða þarf sjálfsábyrgð af rúðuskipt- um eru það fimmtán prósent af kostnaði sem er yfirleitt á bilinu átta til tólf þúsund. Svo er fram- rúðan sá hlutur bifreiðarinnar sem fólk horfir mest á og mikið at- riði að hún sé í toppstandi,“ segir Páll glaðlega. Hægt að skila lyklum hvenær sem er Viðskiptavinir eru ekki bundnir við sérstakan tíma til að koma bílnum til Bílrúðumeistarans. „Fólk getur komið hvenær sem er sólarhringsins og sett bíllyklana inn um sérstaka lúgu fyrir lykla sem er á verkstæðinu,“ segir Páll og upplýsir að viðgerðin taki yfir- leitt um fjóra tíma. „Flestir koma með bílinn um morguninn og ná í hann í hádeginu eða koma með hann í hádeginu og sækja hann eftir vinnu,“ segir Páll og lofar toppgæðum og toppþjónustu hjá Bílrúðumeistaranum á Dal- vegi 18. Nánari upplýsingar má finna á www.bilrudumeistarinn.is eða gegnum netfangið brm@brm.is. pallgunnlaugsson@gmail.com, 8997536. Meistarinn gerir allt einfaldara Ef bílrúða brotnar er besta ráðið að panta tíma hjá Bílrúðumeistaranum. Þá er vandinn úr sögunni enda sér eigandinn, bifreiðasmíðameistarinn Páll Gunnlaugsson, um öll samskipti við tryggingafélögin og aðra pappírsvinnu. Páll sérhæfir sig í öllu er varðar bílrúðuskipti og -viðgerðir. brm.is „Fólk þarf ekki að leita til tryggingafélaga ef rúða brotnar. Það getur leitað beint til mín og ég sé um öll samskipti við tryggingafélögin,“ upplýsir Páll. MYND/HAG Toyota vakti mikla athygli fyrir nýj-asta hugmyndabílinn FV2 á bíla-sýningunni í Tókýó í lok síðasta árs. FV2 stendur fyrir „Fun Vehicle 2“ eða skemmtilega bifreiðin. Markmið hönnuða bílsins var að mynda líkamlegt og andlegt samband milli manns og vélar, svipað og milli knapa og hests. Bíllinn stjórnast að hluta af hreyf- ingum bílstjórans auk þess sem bíllinn nemur raddblæbrigði og andlitsdrætti bíl- stjórans til að geta sér til um skap hans. Þetta hljómar líkt og úr vísindaskáldsögu en þegar nánar er að gáð er tæknin sem Toyota notar nú þegar í notkun í öðrum tólum. Stjórnað með líkamanum Útlitið er hins vegar óneitan- lega eins og úr fjarlægri fram- tíð. Bíllinn er lítill og rúmar aðeins bílstjórann sem getur stjórnað bílnum annað- hvort sitjandi eða stand- andi. Í stað dyra er skyggni á toppnum sem opnast eins og skel. Ef bílstjórinn stendur helst skyggnið opið og myndar nokkurs konar framrúðu en ef bílstjór- inn situr lokast hlífin yfir honum. Ekkert stýri er í bílnum, engin bremsa eða bensíngjöf. Í staðinn bregst FV2 við breytingum á lík- amsstöðu og þyngd. Þannig þarf bílstjór- inn að halla sér í þá átt sem á að fara og halla sér fram til að fara áfram, svipað því og að aka Segway. Liturinn endurspeglar skapið Tækni sem kallast „Illumination“ gerir FV2 kleift að endurspegla skap bílstjór- ans með því að breyta um lit. Bíllinn nemur þannig andlitsdrætti og raddblæ og ákveður þannig í hvernig skapi öku- maðurinn er. Tæknin varð til í gegnum Toyota Heart-verkefnið sem gengur út á að kenna vélmennum að hafa sam- skipti með líkams- og andlits- tjáningu. Allur bíllinn getur breytt um lit og mynstur. Þannig endurspegla mismunandi litir mismunandi skapferli. Líklega kemur það sér vel fyrir lögregluna að vita hverjir eru við það að missa sig úr reiði. Þá kemur FV2 með ábendingar sem miða að skapi ökumannsins. „Ertu stress- aður? Viltu koma við í ræktinni?“ Rafknúin kerra Dekkjunum á FV2 er raðað upp í tígul. Eitt hjól að framan og aftan og tvö hjól hvort til sinnar hliðar bílstjórans. Hliðarhjól- in lýsast upp og hægt er að breyta litnum að vild. FV2-bíllinn, sem hefur verið sýnd- ur bæði í Tókýó og á fleiri bílasýningum í vor, er rafmagnsknúinn en Toyota telur lítið mál að laga aðrar náttúruvæna orku- gjafa að bílnum. Þeir sem vilja prófa slíkan bíl geta komist næst því með því að hlaða niður appi með kappakstursleik. Hægt er að hlaða því niður bæði á AppStore og Google Play. Bílrúðan endurspeglar skapið Hugmyndabílar vekja iðulega mikla athygli á alþjóðlegum bílasýningum. Margir þeirra virðast fremur eiga heima í vísindaskáldsögum en á götum en þegar nánar er að gáð eru hugmyndir bílasmiðanna ekki svo fjarlægar þegar allt kemur til alls. Toyota FV2 er einn þessara framtíðarbíla. FV2-hugmyndabílnum er hægt að stjórna bæði standandi og sitjandi. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.