Fréttablaðið - 30.06.2014, Qupperneq 50
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26SPORT
GOLF Kristján Þór Einarsson og
Tinna Jóhannsdóttir stóðu uppi
sem sigurvegarar á Íslandsmótinu
í holukeppni sem fór fram við kjör-
aðstæður á Hvaleyrarvelli í Hafn-
arfirði. Kristján Þór, sem keppir
fyrir Kjöl í Mosfellsbæ, hafði
betur gegn Bjarka Péturssyni frá
Golfklúbbi Borgarness í úrslitum
en Tinna, sem keppti á heimavelli,
vann Karen Guðnadóttur úr Golf-
klúbbi Suðurnesja.
„Ég náði að bæta mig með
hverjum hring eftir því sem leið
á mótið,“ sagði Kristján Þór í sam-
tali við Fréttablaðið en óhætt er að
fullyrða að hann hafi farið erfiða
leið að titlinum. Í fjórðungsúrslit-
um lagði hann Birgi Leif Hafþórs-
son, margfaldan Íslandsmeistara í
höggleik, að velli og Harald Frank-
lín Magnús, sem nýlega komst í
átta manna úrslit á Opna breska
áhugamannamótinu, í undanúr-
slitum.
„Birgir Leifur er líklega besti
kylfingur sem Ísland hefur átt og
árangurinn sem Haraldur Frank-
lín náði úti var frábær. Bjarki
hefur svo spilað frábært golf alla
helgina og ég held að hafi farið erf-
iðustu leiðina sem möguleg var,
með fullri virðingu fyrir öðrum,“
sagði Kristján Þór.
Vil ekkert segja um viðbrögðin
Kristján Þór lýsti á dögunum
óánægju sinni með þá ákvörðun
landsliðsþjálfarans Úlfars Jóns-
sonar að velja hann ekki í lands-
lið Íslands fyrir Evrópukeppni
landsliða sem fer fram í Finnlandi
í byrjun næsta mánaðar.
„Hann segir mér óbeint að ég
eigi ekkert heima í landsliðinu því
ég á barn og er með annað á leið-
inni. Hann telur að metnaðurinn sé
ekki í golfinu,“ sagði Kristján Þór í
umræddu viðtali við Vísi þann 20.
júní síðastliðinn.
„Ég kom virkilega „mótiverað-
ur“ inn í þetta mót og vildi senda
ákveðin skilaboð. Það gekk eftir
með þessum sigri,“ segir Kristján
Þór sem reiknar ekki með því að
fá símtal frá landsliðsþjálfaranum
eftir árangur helgarinnar.
„Ég þarf bara að bíða og sjá. En
ég hef litla trú á því,“ sagði Krist-
ján en hann vildi ekki tjá sig um
viðbrögð Úlfars sem sagði málið á
sínum tíma vera „leiðinlegan mis-
skilning“ og að hann hefði ekkert
á móti Kristjáni.
Næsta mót Kristjáns verður
meistaramót Kjalar eftir tvær
vikur en að því loknu hefur hann
undirbúning fyrir Íslandsmótið í
höggleik sem fer fram dagana 24.-
27. júlí.
„Það er enginn vafi á því að ég
stefni að sigri á landsmótinu en
ég verð svo bara að bíða og sjá til
hvernig ágústmánuður verður hjá
mér. Við eigum von á barni þá og
framhaldið ræðst af því,“ sagði
Kristján Þór að lokum.
eirikur@frettabladid.is
Vildi senda ákveðin skilaboð
Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í holukeppni. Kristján Þór var
ekki valinn í landsliðið á dögunum og segist hafa notað mótlætið til að hvetja sig áfram um helgina.
Tinna Jóhannsdóttir segir að það eigi vel við
sig að spila í holukeppni en hún bar sigur
úr býtum á Íslandsmótinu um helgina. Hún
hefur þó dregið sig til hliðar frá keppnis-
golfinu en stóðst ekki mátið þegar henni
bauðst að taka þátt á heimavelli hennar í
Hafnarfirði.
„Ég gerði engin dýr mistök í úrslita-
leiknum og þetta datt ekki fyrir Karen
[Guðnadóttur] í dag. Þetta var nokkuð rólegt
golf hjá mér,“ sagði Tinna sem var að vinna
titilinn í fyrsta sinn.
„Ég missti alltaf af þessu móti á náms-
árum mínum í Bandaríkjunum en komst í
úrslit í fyrra og endaði í þriðja sæti þar áður.
Holukeppnin á ágætlega við mig enda er
þetta mitt uppáhaldsmót ásamt sveita-
keppninni.“
Tinna er í fullri vinnu, auk þess sem
hún er að þjálfa hjá golfklúbbnum
Keili, og þurfti að fá frí til að keppa
í gær. „Ég hef verið að draga mig
út úr þessu en það er gaman að
sjá hvað það er stór hópur ungra
kylfinga að koma upp í kvenna-
flokki,“ segir Tinna en hún reiknar
ekki með því að keppa á Íslands-
mótinu í höggleik síðar í sumar.
„Nei og ég held að þessi sigur breytir
því ekki því spilamennska mín um
helgina myndi aldrei duga til sigurs á
landsmóti,“ sagði hún í léttum dúr.
Þurfti að fá frí frá vinnu fyrir úrslitin
PABBI VANN Kristján Þór Einarsson með dóttur sinni eftir sigurinn á Hvaleyrarvelli í gær. FBL/DANÍEL
ÚRSLIT
HM 2014 Í BRASILÍU
16-LIÐA ÚRSLIT
BRASILÍA - SÍLE 1-1
1-0 David Luiz (18.), 1-1 Alexis Sanchez (32.).
Brasilía vann í vítaspyrnukeppni, 3-2.
KÓLUMBÍA - ÚRÚGVÆ 2-0
1-0 James Rodriguez (28.), 2-0 James Rodriguez
(50.).
Brasilía og Kólumbía mætast í undanúrslitum
föstudaginn 4. júlí kl. 20.00.
HOLLAND - MEXÍKÓ 2-1
0-1 Giovani Dos Santos (48.), 1-1 Wesley Sneijder
(88.), 2-1 Klaas-Jan Huntelaar, víti (94.).
KOSTARÍKA - GRIKKLAND (1-1)
1-0 Bryan Ruiz (52.), 1-1 Sokratis Papastatho-
poulos (91.). Framleningu var ekki lokið þegar
Fréttablaðið fór í prentun í gær.
Í DAG
FRAKKLAND - NÍGERÍA KL. 16.00
ÞÝSKALAND - ALSÍR KL. 20.00
Sigurvegararnir mætast í undanúrslitum föstudag-
inn 4. júlí kl. 16.00.
Á MORGUN
ARGENTÍNA - SVISS KL. 16.00
ÞÝSKALAND - ALSÍR KL. 20.00
Sigurvegararnir mætast í undanúrslitum
laugardaginn 5. júlí kl. 16.00.
KÖRFUBOLTI Snæfell tilkynnti
góðan liðsstyrk í gærkvöldi fyrir
komandi átök í Domino’s-deild
kvenna en liðið hefur endurheimt
þær Maríu Björnsdóttur frá Val
og Gunnhildi Gunnarsdóttur úr
Haukum. Báðar eru uppaldar hjá
félaginu og léku síðast með því
árið 2010.
Þá gekk Snæfell einnig frá
nýjum samningi við Helgu Hjör-
dísi Björgvinsdóttur en liðið
hefur þó misst Hildi Björgu
Kjartansdóttur í nám til Banda-
ríkjanna.
Snæfell varð Íslandsmeistari í
vor og ætlar sér greinilega ekki
að láta bikarinn af hendi á næsta
tímabili. - esá
Snúa aft ur
í Snæfell
FRJÁLSAR Ísland átti fjölmarga
fulltrúa á Gautaborgarleikun-
um í Svíþjóð
um helgina
en keppt var í
öllum aldurs-
flokkum. Haf-
dís Sigurðar-
dóttir vann
gull í 100 m
hlaupi kvenna
sem og lang-
stökki en hún
varð önnur í
200 m hlaupi.
Kolbeinn Höður Gunnarsson
vann sigur í 400 m hlaupi karla
nítján ára og yngri og Jóhann
Björn Sigurbjörnsson varð annar.
Báðir voru svo nálægt sínu besta
í 200 m hlaupi.
Þórdís Eva Steinsdóttir bætti
Íslandsmetið í 300 m hlaupi og
31 árs gamalt Íslandsmet í 800 m
hlaupi fjórtán ára og yngri sem
móðir hennar, Súsanna Helga-
dóttir, setti á sínum tíma. Þá
bætti Styrmir Dan Steinunnarson
Íslandsmet pilta fimmtán ára og
yngri í hástökki en hann stökk
1,94 m. - esá
Met bætt í
Gautaborg
HAFDÍS
SIGURÐARDÓTTIR
Allt um HM á Vísi
STJARNA
GÆRDAGSINS
Klaas-Jan Huntelaar
Holland
16.00 FRAKKLAND - NÍGERÍA
20.00 ÞÝSKALAND - ALSÍR
Tvær Evrópuþjóðir etja kappi við
Afríkuliðin tvö sem eftir eru í keppninni
í Brasilíu í leikjum dagsins. Þýskaland og
Frakkland eru með lið sem gætu farið alla
leið og því reikna flestir með sigri Evrópuþjóð-
anna. Alsíringar hafa þó heillað marga með
frammistöðu sinni á mótinu og gætu reynst
Thomas Müller og félögum óþægur ljár í þúfu.
Frakkar hafa verið öflugir til þessa og verða
mögulega of stór biti fyrir Nígeríumenn.
HM í Brasilíu er að verða
keppni varamannanna en
einn slíkur gerbreytti öllu í
leik Hollands og Mexíkó í
gær. Klaas-Jan Huntelaar
kom inn á þegar Holland
var marki undir en
lagði upp jöfnunarmark
Wesley Sneijder og
skoraði svo sigurmark
sinna manna úr
vítaspyrnu í
uppbótartíma
leiksins.
FÓTBOLTI Angel Oyarzun, varaforseti spænska
úrvalsdeildarfélagsins Real Sociedad, segist
„afar vongóður“ um að félagið geti gengið frá
kaupunum á sóknarmanninum Alfreð Finn-
bogasyni sem allra fyrst. Þetta var haft eftir
honum á vefsíðu staðarblaðsins Noticias de
Gipuzkoa síðdegis í gær.
„Knattspyrnufélög nú til dags stíga almennt
varlega til jarðar þegar kemur að leikmanna-
málum en ég er vongóður um að þetta leysist
fyrr en síðar,“ sagði Oyarzun.
Annað blað, El Diario Vasco, fjallaði um
málið í gær og sagði að kaupin á Alfreð væru
óháð því hvort félagið myndi selja Antoine
Griezmann eða ekki frá félaginu. Alfreð er
sagður kosta spænska félagið allt að tíu millj-
ónir evra, jafnvirði rúmlega eins og hálfs millj-
arðs króna, samkvæmt fréttum í Hollandi og
á Spáni.
Hollenska blaðið De Telegraaf staðhæfði
fyrir viku síðan að það væri aðeins tímaspurs-
mál hvenær Alfreð færi til spænska liðsins en
hann hefur síðustu vikur og mánuði verið orð-
aður við fjöldamörg lið í Evrópu sem mörg hver
leika í sterkustu deildum álfunnar.
Alfreð varð markahæsti leikmaður hollensku
úrvalsdeildarinnar í vetur með 29 mörk en eng-
inn Íslendingur hefur skorað fleiri mörk á einu
tímabili í efstu deild í Evrópu. Hann er einnig
markahæsti leikmaður Heerenveen í hollensku
deildinni frá upphafi en hann á eitt ár eftir af
núverandi samningi sínum við félagið.
Heerenveen á þó þess kost að framlengja
samninginn um eitt ár í viðbót næsta vor. - esá
Alfreð færist enn nær Real Sociedad
Varaforseti félagsins segir mjög stutt í að gengið verði frá félagaskiptum Alfreðs í spænsku úrvalsdeildina.
Á LEIÐ TIL SPÁNAR Alfreð fagnar
einu marka sinna í Hollandi í vetur
en hann er líklega á leið þaðan.
Hollendingar hafa sýnt
að það beri ekki að
afskrifa þá þrátt fyrir að þeir
lendi undir í sínum leikjum
á HM í Brasilíu. Það hefur
nú gerst í þremur af fjórum
leikjum liðsins til þessa en
Arjen Robben og félagar
hafa náð að snúa taflinu sér
í vil og vinna allan leikina, nú
síðast gegn Mexíkó í 16-liða
úrslitum í gær. Holland er
fyrsta liðið í sögu keppninnar
sem afrekar þetta svo oft.
Hollendingar í sögubækurnar
fyrir endurkomur sínar á HM
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/G
ET
TY