Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 54

Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 54
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 0 KR. LJÓSHRAÐI FYLGI R MEÐ VÖLDUM SJÓNVARPS- ÁSKRIFTUM Internet á ljóshraða Við bjóðum upp á internet á ljóshraða til 80 þúsund heimila. Það er einfalt að athuga hvort þitt heimili er tengt, á 365.is geturðu séð hvort þú kemst á ljóshraða. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar og panta tengingu á 365.is. Frá 3.490 kr. Greiða þarf 2.610 kr. aðgangsgjald. 100 Mb/s 200 Mb/s 400 Mb/s Nú getur þú fengið mikinn hraða, meiri hraða og miklu meiri hraða. NÝTT! Hér væri auðvitað eðlilegast að nefna einhverja vandaða bollu með ódýrum vodka og niðursoðnum ávöxtum en ætli ég verði ekki að segja volgt vatn með nýkreistri sítrónu og dass af engifer drukkið fyrir klukkan sjö að morgni fyrir bestu áhrifin á húð og hár. Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur DRYKKURINN „Ég gat aldrei orðið rokkstjarna þannig að ég ákvað að gerast góður myndhöggvari í staðinn,“ segir listamaðurinn Jón Adolf Steinólfsson hlæjandi en hann opnar sýningu í Perlunni á morgun ásamt Karin Esther og Finnboga Kristinssyni en þau reka galleríið 16C í Kópavoginum. „Þetta er mjög litrík sýning og það er ekki neinn einn sérstakur stíll yfir þessu,“ segir Jón Adolf. „Ég hef aldrei viljað hengja mig á einhvern einn stíl.“ Jón Adolf hefur skorið út allt frá gíturum til aska. „Mér finnst gaman að taka gamlar hefðir og færa þær yfir til nútímans“, segir listamaðurinn sem hefur meðal annars skorið út tölvuskjái. „Mér fannst gamla handbragðið alltaf svo skemmti- legt en það átti ekki mikið við mig, ég er svo mikill uppreisnar- seggur.“ Þetta er annað árið sem lista- mannahópurinn sýnir í Perlunni en Karin Esther sérhæfir sig í glerskúlptúrum þar sem hún nýtir mikið íslenska náttúru á borð við hraun og blandar því inn í sín verk á meðan Finnbogi málar mest abstraktmyndir. Eins og áður hefur komið fram verður sýningin opnuð á morgun í Perlunni. baldvin@frettabladid.is Hæðst að hinu hefðbundna Myndhöggvarinn Jón Adolf Steinólfsson opnar sýningu á morgun í Perlunni en hann hefur alltaf verið mikill uppreisnarseggur og hengir sig ekki á einn stíl. MIKILL UPPREISNARSEGGUR Jón Adolf vill ekki hengja sig á einhvern einn sérstakan stíl. „Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóð- ritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufu- upptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Hauk- ur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“ - glp Dikta hljóðritar í Þýskalandi Hljómsveitin Dikta er um þessar mundir stödd á erlendri grundu þar sem hún dvelur í hljóðveri. Sveitin hefur verið í dvala og ekki gefi ð út plötu síðan 2011. UPPTEKNIR Hljómsveitin Dikta vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu í hljóðveri í Þýskalandi. MYND/EINKASAFN Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborg- arsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og fl ytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svo- kölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones- hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmti- legur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa lista- manninn í mikilli nálægð og jafn- vel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lög- unum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögn- ina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér fi nnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatón- leikum ef það uppselt verður á tón- leikana? „Það er möguleiki á auka- tónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsæl- asti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfi r 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verð- launa á ferli sínum, þar á meðal 20 kana d ískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy- Kanadíski kóngurinn á leiðinni til landsins Tónlistarmaðurinn Bryan Adams heldur tónleika á Íslandi í ágúst. Hann ætlar að leika öll sín vinsælustu lög en hann hefur selt meira en 100 milljónir platna. KEMUR Í HEIMSÓKN Bryan Adams kemur fram á tónleikum í Hörpu í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. ➜ Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. ➜ Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Bryan Adams– kanadíski kóngurinn verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið til- nefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisv- ar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langfl estar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. gunnarleo@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.