Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 35
 | FÓLK | 3 MASI MODELLO ROSSO 3 LÍTRAR Ítalía/Veneto, 6.650 kr. Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, fersk sýra, milt tannín. Dökk ber, krydd, blómlegt. Smellpassar með pasta, græn- metisréttum og smáréttum. MONTALTO NERO D’AVOLA MERLOT 3 LÍTRAR Ítalía/Sikiley, 5.999 kr. Vín sem hentar vel með alifugla- kjöti, pastaréttum, einnig flott með reyktu kjöti. Piccini 2 lítrar Lífrænt ræktað rauðvín Ítalía/Toskana, 4.499 kr. Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, mild tannín. Kirsuber, lauf- krydd, sólbakað. 2 lítra pakkning, lífrænt ræktað vín, pass- ar vel með svína- og lambakjöti, einnig flott með grillmat og smáréttum. MONTALTO CHARDONNAY 3 LÍTRAR Ítalía/Sikiley, 5.599 kr. Sítrónugult. Létt meðalfyll- ing, ósætt, mild sýra. Epli, pera, hunang. Flott vín sem fordrykkur, einnig ljúft með fisk- og skelfiskréttum. MONTALTO SYRAH Ítalía/Sikiley, 5.999 kr. Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, lítið þurrkandi tannín. Dökk ber, sólbakað. Henntar vel með svínakjöti, ostum, grillmat og pasta- réttum. GATO NERO CHAR- DONNAY 3 LÍTRAR Síle, 5.799 kr. Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, fersk sýra. Epli, eplakjarni, sítrus. Þetta vín hentar sem fordrykkur, einnig flott með fisk- og skelfisk- réttum. Talsverð vakning hefur orðið hjá vínframleið-endum varðandi kassavínin síðustu ár. Áður var enginn sérstakur stimpill á þessum kassa- vínum en menn hafa gert sér grein fyrir að í þeim liggja mikil markaðstækifæri og leggja því meiri metnað í vínin en áður,“ segir Jóhann Marel Viðars- son, þjónn og kennari hjá Vínskóla Ölgerðarinnar. Hann segir hráefnið í kassavínunum ekki hafa verið af miklum gæðum hér áður fyrr. „Þegar verið er að pressa vínber, stilka og steina er ákveðinn djús sem er ekki æskilegur í fínni vínum og þá var hann frekar notaður í kassavínin. Í dag er hins vegar verið að nota betri djús í kassavínin auk þess sem fleiri flottir framleiðendur hafa farið inn á þennan markað,“ segir Jóhann og bætir við að einnig hafi orðið vakning í umbúðahönnun. „Sumir kassanna sóma sér mjög vel uppi á borði.“ Kassarnir hafa marga kosti fram yfir hinar hefð- bundnu flöskur. „Í fyrsta lagi er mun hagkvæmara að kaupa vín í kassa. Það má segja að fólk sé að fá fjórar flöskur á verði þriggja. Þá geymist vínið mun lengur. Gera má ráð fyrir að vín í kassa geymist í allt að fjórar til sex vikur eftir opnun, við rétt geymsluskilyrði. Vín í flösku lifir ekki lengur en þrjá, fjóra daga frá opnun,“ útskýrir Jóhann en ástæðan fyrir löngu geymsluþoli kassavínanna er að pokarnir sem vínið er geymt í eru lofttæmdir. HENTUG Í FERÐALAGIÐ Inntur eftir því hvar kassavínin eigi best við svarar Jóhann glaðlega: „Í raun við öll tækifæri þar sem á að gleðja sálina. En vissulega eiga þau einna best við í ferðalagið, til dæmis í bústaðinn eða tjald- ferðalagið,“ segir Jóhann. Helstu kostir kassanna í ferðalaginu er auðvitað sá að þeir brotna ekki og auðvelt er að stafla þeim upp í bílnum. Jóhann nefnir einnig að kassavínin séu hagkvæmur kostur í brúðkaup. „Þá mætti til dæmis hella víninu yfir í karöflur.“ En á hann sér uppáhaldsvín? „Já, ég er mjög hrifinn af Lindeman-vínunum. Svo eru Giacondi-vín- in alveg sérstaklega fersk. Ég tók þátt í að smakka þau þegar þau komu fyrst til landsins og þau náðu mér strax í byrjun, en það er ekki alltaf þannig með kassavínin.“ KASSAVÍNIN ERU SNILLD Í ÚTI- LEGUNA OG BÚSTAÐINN Í SUMAR FERÐALAGIÐ Mikil framför hefur orðið í þróun kassavína undanfarin ár. Þau þykja nærri því að vera á pari við flöskuvínin en eru hagkvæmari kostur auk þess sem þau smellpassa í útilegur og sumarbústaðaferðir. Giacondi Pinot Grigio 3 lítrar Ítalía/Veneto, 5.999 kr. Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, mild sýra. Ljós ávöxtur, stjörnuávöxtur, krydd. Vín sem passar sem fordrykkur, með fiskréttum og einnig grænmetisréttum. Jóhann Marel Viðarsson, þjónn og kennari í Vínskóla Ölgerðar- innar, segir mikla framför hafa orðið í gæðum kassavína. MYND/DANÍEL GATO NEGRO CABERNET SAUVIGNON 3 LÍTRAR Síle, 5.600 kr. Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, mild sýra, milt tannín. Sæt- kenndur rauður ávöxtur, berjaríkt. Vín sem flott er að neyta með lambakjöti, grillréttum, ostum og pastaréttum. LINDEMANS CHARDONNAY 3 LÍTRAR Ástralía, 6.799 kr. Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Suðrænn ávöxtur, ferskja. Flott vín sem hentar með fisk- og skelfiskréttum, alifuglakjöti og smáréttum. LINDEMANS SHIRAZ CABERNET 3 LÍTRAR Ástralía, 6.799 kr. Kirsuberjarautt. Meðalfylling, hálfþurrt, fersk sýra, milt tannín. Kirsuber, dökk ber, plóma, minta. Þetta vín hentar vel með ali- fuglakjöti, svínakjöti og grillmat. MAMMA PICCINI 3 LÍTRAR Ítalía/Toskana, 5.560 kr. Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk og rauð ber, lyng. Vín sem passar með alifugla- og svínakjöti, einnig með pastaréttum sem og smáréttum. Giacondi Cabernet 3 lítrar Ítalía, 5.770 kr. Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, plómur, laufkrydd, jörð. Smellpassar með nauta- og svína- kjöti sem og gott með ostum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.