Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2014, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 04.07.2014, Qupperneq 35
 | FÓLK | 3 MASI MODELLO ROSSO 3 LÍTRAR Ítalía/Veneto, 6.650 kr. Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, fersk sýra, milt tannín. Dökk ber, krydd, blómlegt. Smellpassar með pasta, græn- metisréttum og smáréttum. MONTALTO NERO D’AVOLA MERLOT 3 LÍTRAR Ítalía/Sikiley, 5.999 kr. Vín sem hentar vel með alifugla- kjöti, pastaréttum, einnig flott með reyktu kjöti. Piccini 2 lítrar Lífrænt ræktað rauðvín Ítalía/Toskana, 4.499 kr. Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, mild tannín. Kirsuber, lauf- krydd, sólbakað. 2 lítra pakkning, lífrænt ræktað vín, pass- ar vel með svína- og lambakjöti, einnig flott með grillmat og smáréttum. MONTALTO CHARDONNAY 3 LÍTRAR Ítalía/Sikiley, 5.599 kr. Sítrónugult. Létt meðalfyll- ing, ósætt, mild sýra. Epli, pera, hunang. Flott vín sem fordrykkur, einnig ljúft með fisk- og skelfiskréttum. MONTALTO SYRAH Ítalía/Sikiley, 5.999 kr. Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, lítið þurrkandi tannín. Dökk ber, sólbakað. Henntar vel með svínakjöti, ostum, grillmat og pasta- réttum. GATO NERO CHAR- DONNAY 3 LÍTRAR Síle, 5.799 kr. Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, fersk sýra. Epli, eplakjarni, sítrus. Þetta vín hentar sem fordrykkur, einnig flott með fisk- og skelfisk- réttum. Talsverð vakning hefur orðið hjá vínframleið-endum varðandi kassavínin síðustu ár. Áður var enginn sérstakur stimpill á þessum kassa- vínum en menn hafa gert sér grein fyrir að í þeim liggja mikil markaðstækifæri og leggja því meiri metnað í vínin en áður,“ segir Jóhann Marel Viðars- son, þjónn og kennari hjá Vínskóla Ölgerðarinnar. Hann segir hráefnið í kassavínunum ekki hafa verið af miklum gæðum hér áður fyrr. „Þegar verið er að pressa vínber, stilka og steina er ákveðinn djús sem er ekki æskilegur í fínni vínum og þá var hann frekar notaður í kassavínin. Í dag er hins vegar verið að nota betri djús í kassavínin auk þess sem fleiri flottir framleiðendur hafa farið inn á þennan markað,“ segir Jóhann og bætir við að einnig hafi orðið vakning í umbúðahönnun. „Sumir kassanna sóma sér mjög vel uppi á borði.“ Kassarnir hafa marga kosti fram yfir hinar hefð- bundnu flöskur. „Í fyrsta lagi er mun hagkvæmara að kaupa vín í kassa. Það má segja að fólk sé að fá fjórar flöskur á verði þriggja. Þá geymist vínið mun lengur. Gera má ráð fyrir að vín í kassa geymist í allt að fjórar til sex vikur eftir opnun, við rétt geymsluskilyrði. Vín í flösku lifir ekki lengur en þrjá, fjóra daga frá opnun,“ útskýrir Jóhann en ástæðan fyrir löngu geymsluþoli kassavínanna er að pokarnir sem vínið er geymt í eru lofttæmdir. HENTUG Í FERÐALAGIÐ Inntur eftir því hvar kassavínin eigi best við svarar Jóhann glaðlega: „Í raun við öll tækifæri þar sem á að gleðja sálina. En vissulega eiga þau einna best við í ferðalagið, til dæmis í bústaðinn eða tjald- ferðalagið,“ segir Jóhann. Helstu kostir kassanna í ferðalaginu er auðvitað sá að þeir brotna ekki og auðvelt er að stafla þeim upp í bílnum. Jóhann nefnir einnig að kassavínin séu hagkvæmur kostur í brúðkaup. „Þá mætti til dæmis hella víninu yfir í karöflur.“ En á hann sér uppáhaldsvín? „Já, ég er mjög hrifinn af Lindeman-vínunum. Svo eru Giacondi-vín- in alveg sérstaklega fersk. Ég tók þátt í að smakka þau þegar þau komu fyrst til landsins og þau náðu mér strax í byrjun, en það er ekki alltaf þannig með kassavínin.“ KASSAVÍNIN ERU SNILLD Í ÚTI- LEGUNA OG BÚSTAÐINN Í SUMAR FERÐALAGIÐ Mikil framför hefur orðið í þróun kassavína undanfarin ár. Þau þykja nærri því að vera á pari við flöskuvínin en eru hagkvæmari kostur auk þess sem þau smellpassa í útilegur og sumarbústaðaferðir. Giacondi Pinot Grigio 3 lítrar Ítalía/Veneto, 5.999 kr. Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, mild sýra. Ljós ávöxtur, stjörnuávöxtur, krydd. Vín sem passar sem fordrykkur, með fiskréttum og einnig grænmetisréttum. Jóhann Marel Viðarsson, þjónn og kennari í Vínskóla Ölgerðar- innar, segir mikla framför hafa orðið í gæðum kassavína. MYND/DANÍEL GATO NEGRO CABERNET SAUVIGNON 3 LÍTRAR Síle, 5.600 kr. Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, mild sýra, milt tannín. Sæt- kenndur rauður ávöxtur, berjaríkt. Vín sem flott er að neyta með lambakjöti, grillréttum, ostum og pastaréttum. LINDEMANS CHARDONNAY 3 LÍTRAR Ástralía, 6.799 kr. Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Suðrænn ávöxtur, ferskja. Flott vín sem hentar með fisk- og skelfiskréttum, alifuglakjöti og smáréttum. LINDEMANS SHIRAZ CABERNET 3 LÍTRAR Ástralía, 6.799 kr. Kirsuberjarautt. Meðalfylling, hálfþurrt, fersk sýra, milt tannín. Kirsuber, dökk ber, plóma, minta. Þetta vín hentar vel með ali- fuglakjöti, svínakjöti og grillmat. MAMMA PICCINI 3 LÍTRAR Ítalía/Toskana, 5.560 kr. Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk og rauð ber, lyng. Vín sem passar með alifugla- og svínakjöti, einnig með pastaréttum sem og smáréttum. Giacondi Cabernet 3 lítrar Ítalía, 5.770 kr. Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, plómur, laufkrydd, jörð. Smellpassar með nauta- og svína- kjöti sem og gott með ostum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.