Fréttablaðið - 19.07.2014, Page 4

Fréttablaðið - 19.07.2014, Page 4
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 5 4 298 fórust þegar farþegaþota Malaysian Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu á fimmtudag. Fimmtán voru í áhöfn og farþegar 283, þar af þrjú ungbörn. ár eru þar til kemur að frekari stækkun Evrópu- sambandsins, sam- kvæmt því sem Jean-Claude Juncker, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði í ræðu á Evrópuþinginu í vikunni. gegn Argentínu tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu síðastliðinn sunnudag. 1-0 aukning hefur orðið á sölu bólgu- eyðandi verkjalyfj a síðastlið- inn áratug. Á sama tíma hefur tíðni blæðinga í meltingar- vegi aukist um 47 prósent. 20%10 Pele575.000 krónur fengust í styrktarsölu Bláa naglans á áritaðri treyju brasilísku fótboltastjörnunnar Pele til Hópbíla í byrjun vikunnar. 1.700 manns sóttu útifund á Lækjartorgi síðastliðinn mánudag þar sem mót- mælt var árásum Ísraels á Palestínumenn á Gasa. 80 milljónirkróna renna til framkvæmda- stjóra Árborgar í formi launa- greiðslna á fjórum árum. Minnihlutinn í sveitarstjórn segir mánaðarlaunin nema 1,6 milljónum. Vaxandi þrýstingur er á Rússa að liðka fyrir friði í Úkraínu eftir að aðskilnaðarsinnar þar skutu niður Boeing 777 farþegaþotu Malaysia Airlines á fimmtudag. Á blaðamannafundi vegna atburðanna, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt í Hvíta hús- inu í Bandaríkjunum síðdegis í gær, áréttaði hann nauðsyn þess að koma á vopnahléi í landinu. Hann sagði Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta mest vald hafa á þróun átak- anna í Úkraínu. „Ég verð á næstu stundum og dögum í sambandi við leiðtoga heims um hvernig best sé að bregð- ast við þessum harmleik,“ sagði Obama. „Við ætlum að sjá til þess að sannleikurinn komi fram.“ Um leið kom fram í máli forset- an að auknar vísbendingar væru um að eldflaugaárásin á þotuna hefði komið frá svæði undir stjórn aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu. Aðskilnaðarsinna sem notið hefðu stuðnings Rússa. „Og Rússland hefur neitað að taka þau skref sem nauðsynleg eru til þess að friður og öryggi komist á ný á í Úkraínu,“ sagði Obama sem kvaðst hafa rætt við Pútín Rússlandsforseta deginum áður og meðal annars rætt refsiað- gerðir á hendur Rússlandi á meðan ekki yrðu tekin raunhæf skref til að koma á friði. Öryggisráðið fundaði Á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær vógu sendiherrar Bretlands og Bandaríkjanna líka hart að Rússum og sökuðu þá um að kynda undir átökum í Úkraínu. Líkt og Bandaríkjaforseti í ræðu sinni fóru sendiherrarnir yfir hvernig aðskilnaðarsinnum hefði tekist að skjóta niður flugvélar frá úkraínska hernum á síðustu dögum. „Rússland getur endað þetta stríð. Rússland verður að binda enda á þetta stríð,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna, á fundi öryggisráðsins. Hún sagði líka að Bandaríkin hefðu ekki vitneskju um að Úkraínuher hefði búnað á svæðinu, sem hægt væri að nota til að skjóta niður flugvél- ina. Hún sagði jafnframt ólíklegt að aðskilnaðarsinnar hefðu getað beitt slíku tæki án tæknilegrar hjálpar frá Rússum. Mark Lyall, sendiherra Bret- lands, sagði að öryggisráðið yrði að gera meira en að gefa út tilkynn- ingu. Krefjast þyrfti þess að vopn yrðu lögð niður. Fyrr í gær hvatti Vladimír Pútín Rússlandsforseti jafnt úkraínska stjórnarherinn sem aðskilnaðar- sinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðar- viðræður. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ sagði hann og kvaðst hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sagði að rússnesk stjórnvöld yrðu að leggja sitt af mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Kvað hún vopnahlé nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka árásina á vél Malaysia Airlines. Hörmung í hollenskri flugsögu Þá sagði Maerk Rutte, forsætisráð- herra Hollands, í gær að árásin á farþegaþotuna væri mesta hörm- ung flugsögunnar sem dunið hefði yfir hollensku þjóðina. Flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Hann sagði hollensk stjórnvöld krefjast nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi verknað væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Enn hefur þó enginn gengist við því að hafa skotið á malasísku þot- una. Arseníj Jatsenjúk, forsætis- ráðherra Úkraínu, fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í gær- morgun að rússneskir hryðju- verkamenn bæru ábyrgð á verkn- aðinum. Hann hvatti ríkisstjórnir allra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í „að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm“. Um væri að ræða glæp gegn mannkyninu og með honum hefði verið „farið yfir öll strik“. Rúss- ar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Hljóðupptökur vekja grun Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur sím- tölum, annars vegar á milli leið- toga uppreisnarmanna og rúss- nesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisn- armanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. Ekki hefur þó verið sannreynt að upp- tökurnar séu af samtölum þessara manna. - óká, hmp, skó, aí Spjótin beinast nú að Rússlandi Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni á þotu Malaysia Airlines. FRÉTTASKÝRING Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Árásin á vél Malaysia Airlines HRYLLINGUR Á SÓLBLÓMAAKRI Kona gengur fram hjá líki vöfðu í plast nærri staðnum þar sem Boeing 777 farþegaþota Malaysia-flugfélagsins kom niður nærri þorpinu Rozsypne í austurhluta Úkraínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIGUR Um þrjátíu sérfræðingar frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hófu rannsókn á braki vélarinnar í gærkvöldi. Talsmaður stofnunar- innar segir að fyrsti hópurinn sem mætti á staðinn hafi mætt fjand- skap af hálfu vopnaðra aðskilnaðar- sinna sem ráða ríkjum á svæðinu. Michael Bociurkiw, talsmaður rannsóknarliða ÖSE, sagði við CNN að þeim hefði verið meinaður aðgangur að stórum hluta svæðisins í kringum brakið. „Við munum snúa aftur á morgun og dagana eftir það,“ segir hann í viðtali við The Guardian. Nauðsynlegt sé að hraða rannsókninni. ➜ Sakaðir um að hindra rannsókn 12.07.2014 ➜ 18.07.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is fyrir börn í Suður-Súdan Neyðarákall Hundruð þúsunda barna búa við sára neyð og hungur í Suður-Súdan. Þau þurfa hjálp – núna! Súdan Eþíópía Mið-Afríku- lýðveldið Suður-Súdan Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SKIN OG SKÚRIR lýsir helgarveðrinu ágætlega. Rigning eða skúrir víða í dag, sólarglætur um S- og N-vert landið á morgun en rigning A-lands. Hiti með ágætum, yfirleitt 10-20 stig og fremur hægur vindur. Dálítil væta í kortunum fyrir komandi viku. 12° 4 m/s 11° 3 m/s 13° 2 m/s 11° 9 m/s Hæg NA- eða A-læg átt. Fremur hæg breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 26° 32° 26° 30° 20° 23° 31° 24° 24° 25° 29° 35° 32° 31° 31° 31° 25° 32° 12° 6 m/s 12° 5 m/s 16° 7 m/s 19° 5 m/s 18° 2 m/s 14° 2 m/s 11° 2 m/s 13° 14° 11° 9° 16° 13° 19° 20° 18° 17° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.