Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.07.2014, Qupperneq 4
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 5 4 298 fórust þegar farþegaþota Malaysian Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu á fimmtudag. Fimmtán voru í áhöfn og farþegar 283, þar af þrjú ungbörn. ár eru þar til kemur að frekari stækkun Evrópu- sambandsins, sam- kvæmt því sem Jean-Claude Juncker, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði í ræðu á Evrópuþinginu í vikunni. gegn Argentínu tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu síðastliðinn sunnudag. 1-0 aukning hefur orðið á sölu bólgu- eyðandi verkjalyfj a síðastlið- inn áratug. Á sama tíma hefur tíðni blæðinga í meltingar- vegi aukist um 47 prósent. 20%10 Pele575.000 krónur fengust í styrktarsölu Bláa naglans á áritaðri treyju brasilísku fótboltastjörnunnar Pele til Hópbíla í byrjun vikunnar. 1.700 manns sóttu útifund á Lækjartorgi síðastliðinn mánudag þar sem mót- mælt var árásum Ísraels á Palestínumenn á Gasa. 80 milljónirkróna renna til framkvæmda- stjóra Árborgar í formi launa- greiðslna á fjórum árum. Minnihlutinn í sveitarstjórn segir mánaðarlaunin nema 1,6 milljónum. Vaxandi þrýstingur er á Rússa að liðka fyrir friði í Úkraínu eftir að aðskilnaðarsinnar þar skutu niður Boeing 777 farþegaþotu Malaysia Airlines á fimmtudag. Á blaðamannafundi vegna atburðanna, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt í Hvíta hús- inu í Bandaríkjunum síðdegis í gær, áréttaði hann nauðsyn þess að koma á vopnahléi í landinu. Hann sagði Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta mest vald hafa á þróun átak- anna í Úkraínu. „Ég verð á næstu stundum og dögum í sambandi við leiðtoga heims um hvernig best sé að bregð- ast við þessum harmleik,“ sagði Obama. „Við ætlum að sjá til þess að sannleikurinn komi fram.“ Um leið kom fram í máli forset- an að auknar vísbendingar væru um að eldflaugaárásin á þotuna hefði komið frá svæði undir stjórn aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu. Aðskilnaðarsinna sem notið hefðu stuðnings Rússa. „Og Rússland hefur neitað að taka þau skref sem nauðsynleg eru til þess að friður og öryggi komist á ný á í Úkraínu,“ sagði Obama sem kvaðst hafa rætt við Pútín Rússlandsforseta deginum áður og meðal annars rætt refsiað- gerðir á hendur Rússlandi á meðan ekki yrðu tekin raunhæf skref til að koma á friði. Öryggisráðið fundaði Á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær vógu sendiherrar Bretlands og Bandaríkjanna líka hart að Rússum og sökuðu þá um að kynda undir átökum í Úkraínu. Líkt og Bandaríkjaforseti í ræðu sinni fóru sendiherrarnir yfir hvernig aðskilnaðarsinnum hefði tekist að skjóta niður flugvélar frá úkraínska hernum á síðustu dögum. „Rússland getur endað þetta stríð. Rússland verður að binda enda á þetta stríð,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna, á fundi öryggisráðsins. Hún sagði líka að Bandaríkin hefðu ekki vitneskju um að Úkraínuher hefði búnað á svæðinu, sem hægt væri að nota til að skjóta niður flugvél- ina. Hún sagði jafnframt ólíklegt að aðskilnaðarsinnar hefðu getað beitt slíku tæki án tæknilegrar hjálpar frá Rússum. Mark Lyall, sendiherra Bret- lands, sagði að öryggisráðið yrði að gera meira en að gefa út tilkynn- ingu. Krefjast þyrfti þess að vopn yrðu lögð niður. Fyrr í gær hvatti Vladimír Pútín Rússlandsforseti jafnt úkraínska stjórnarherinn sem aðskilnaðar- sinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðar- viðræður. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ sagði hann og kvaðst hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sagði að rússnesk stjórnvöld yrðu að leggja sitt af mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Kvað hún vopnahlé nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka árásina á vél Malaysia Airlines. Hörmung í hollenskri flugsögu Þá sagði Maerk Rutte, forsætisráð- herra Hollands, í gær að árásin á farþegaþotuna væri mesta hörm- ung flugsögunnar sem dunið hefði yfir hollensku þjóðina. Flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Hann sagði hollensk stjórnvöld krefjast nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi verknað væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Enn hefur þó enginn gengist við því að hafa skotið á malasísku þot- una. Arseníj Jatsenjúk, forsætis- ráðherra Úkraínu, fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í gær- morgun að rússneskir hryðju- verkamenn bæru ábyrgð á verkn- aðinum. Hann hvatti ríkisstjórnir allra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í „að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm“. Um væri að ræða glæp gegn mannkyninu og með honum hefði verið „farið yfir öll strik“. Rúss- ar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Hljóðupptökur vekja grun Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur sím- tölum, annars vegar á milli leið- toga uppreisnarmanna og rúss- nesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisn- armanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. Ekki hefur þó verið sannreynt að upp- tökurnar séu af samtölum þessara manna. - óká, hmp, skó, aí Spjótin beinast nú að Rússlandi Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni á þotu Malaysia Airlines. FRÉTTASKÝRING Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Árásin á vél Malaysia Airlines HRYLLINGUR Á SÓLBLÓMAAKRI Kona gengur fram hjá líki vöfðu í plast nærri staðnum þar sem Boeing 777 farþegaþota Malaysia-flugfélagsins kom niður nærri þorpinu Rozsypne í austurhluta Úkraínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIGUR Um þrjátíu sérfræðingar frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hófu rannsókn á braki vélarinnar í gærkvöldi. Talsmaður stofnunar- innar segir að fyrsti hópurinn sem mætti á staðinn hafi mætt fjand- skap af hálfu vopnaðra aðskilnaðar- sinna sem ráða ríkjum á svæðinu. Michael Bociurkiw, talsmaður rannsóknarliða ÖSE, sagði við CNN að þeim hefði verið meinaður aðgangur að stórum hluta svæðisins í kringum brakið. „Við munum snúa aftur á morgun og dagana eftir það,“ segir hann í viðtali við The Guardian. Nauðsynlegt sé að hraða rannsókninni. ➜ Sakaðir um að hindra rannsókn 12.07.2014 ➜ 18.07.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is fyrir börn í Suður-Súdan Neyðarákall Hundruð þúsunda barna búa við sára neyð og hungur í Suður-Súdan. Þau þurfa hjálp – núna! Súdan Eþíópía Mið-Afríku- lýðveldið Suður-Súdan Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SKIN OG SKÚRIR lýsir helgarveðrinu ágætlega. Rigning eða skúrir víða í dag, sólarglætur um S- og N-vert landið á morgun en rigning A-lands. Hiti með ágætum, yfirleitt 10-20 stig og fremur hægur vindur. Dálítil væta í kortunum fyrir komandi viku. 12° 4 m/s 11° 3 m/s 13° 2 m/s 11° 9 m/s Hæg NA- eða A-læg átt. Fremur hæg breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 26° 32° 26° 30° 20° 23° 31° 24° 24° 25° 29° 35° 32° 31° 31° 31° 25° 32° 12° 6 m/s 12° 5 m/s 16° 7 m/s 19° 5 m/s 18° 2 m/s 14° 2 m/s 11° 2 m/s 13° 14° 11° 9° 16° 13° 19° 20° 18° 17° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.