Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
SÖGUGANGA Í HAFNARFIRÐIPétur H. Ármannsson arkitekt leiðir göngu Í Hafnarfirði á fimmtu-
dagskvöld kl. 20 þar sem sérstaklega verða skoðaðar byggingar eftir
Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistara ríkisins. Þeirra á
meðal er Sankti Jósefsspítali, fyrsti áfangi Flensborgarskólans
og elsti hluti húss Hafnarborgar. Gangan hefst í Hafnarborg,
menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
SYKURLÖNGUNIN HVARF OG MITTISMÁLIÐ MINNKAÐI
GENGUR VEL KYNNI
ÁNÆGÐ „Strax á fyrstu vikunni fann ég að sykurlöngunin minnkaði og varð lítil sem engin sem mér fannst alveg ótrúlegt miðað við
hvernig ég er að jafnaði,“ segir Sigrún Emma.
MYND/PJETUR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl–júní 2014
Þriðjudagur
14
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
22. júlí 2014
170. tölublað 14. árgangur
➜ Kveðja frá forsetanum
SKOÐUN Björk Vilhelms-
dóttir skrifar um nauðsyn
verndar fyrir Palestínubúa.14
TÍMAMÓT Einar Jóhannes-
son klarinettuleikari var
munstr aður á skip. 18
LÍFIÐ Þórdís Björk safnaði
saman íslenskum leyndarmál-
um og bjó til flöskuskeyti. 30
SPORT Aníta Hinriksdóttir
hefur keppni á HM unglinga
í frjálsum í dag. 26
FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT
THE MORE
YOU USE IT
THE BETTER
IT LOOKS
Miðstærð af pizzu með þremur áleggstegundum, ef þú sækir
SUMARVEIÐI Áhugamenn um Elliðaárnar tala um að um eitt þúsund laxa vanti í
árnar enda hefur veiðin verið daufl eg það sem af er sumri. Það aft rar þó ekki veiði-
mönnum frá því að eiga ánægjulegar stundir við ána. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Bolungarvík 13° SA 4
Akureyri 18° SA 2
Egilsstaðir 21° SA 4
Kirkjubæjarkl. 15° SA 4
Reykjavík 15° SA 6
DÁLITLAR SKÚRIR Í dag verða
suðaustan 3-10 m/s, skýjað með köflum
og víða skúrir en bjartviðri NA-til. Hiti
12-22 sig, hlýjast NA-lands. 4
SAMFÉLAGSMÁL Kostnaður við
ökunám hefur hækkað á síðast-
liðnum árum en samhliða því
hefur slysum ungra ökumanna
fækkað.
„Ég er sannfærður um það að
þessar breytingar sem hafa orðið
á ökunámi hafa dregið úr slysa-
tíðni og aukið hæfi ökumanna,“
segir Guðbrandur Bogason, fram-
kvæmdastjóri og fyrrverandi for-
maður Ökukennarafélags Íslands.
Hann hefur um fjörutíu ára
reynslu af ökukennslu.
Framreiknaður kostnaður við
ökunám árið 2004 var 225.392
krónur. Námið kostar nú hins vegar
286.700 krónur. Hækkunin skýr-
ist að einhverju leyti af því að nýju
skyldunámskeiði var bætt við árið
2009.
Guðbrandur hefur verið tals-
maður þess að bílprófsaldur verði
hækkaður en hann er nú 17 ár.
Hann bendir á að bílar séu þau tæki
sem valdi hvað flestum dauðsföllum.
- nej / sjá síðu 6
Ökukennari með fjörutíu ára reynslu mælir með hækkun bílprófsaldurs:
Dýrara ökunám fækkar slysum
Þú færð
ekki byssuleyfi
þetta gamall.
Guðbrandur Bogason,
fyrrverandi formaður
Ökukennarafélags
Íslands
ÚKRAÍNA Hollenskir sérfræðingar
í að bera kennsl á lík eru sáttir
við hvernig staðið hefur verið að
frágangi á líkum í kringum brak
flugvélar Malaysia Airlines sem
skotin var niður á fimmtudag í
austurhluta Úkraínu.
Þetta segir Stefán Haukur
Jóhannesson sem starfar fyrir
eftirlitssveit Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á
svæðinu. Aðskilnaðarsinnar hafa
sinnt frágangi á svæðinu síðan á
föstudag.
„Þegar við komum á föstudag,
sólarhring eftir að vélin kom
niður, þá var mikið af líkum og
líkamsleifum innan um brak og
persónulega muni fólks. Síðan
virðast þeir [aðskilnaðarsinnar]
hafa hafist handa og við höfum
fylgst með þeim fjarlægja lík og
setja í líkpoka og koma þeim á
ákveðinn stað á lestarstöð í kæli-
vagna,“ segir hann.
Aðskilnaðarsinnar hafa verið
sakaðir um að fjarlægja líkin til
að eyða sönnunargögnum. Stef-
án Haukur segir að eftirlitssveit
ÖSE hafi fylgst með aðskilnaðar-
sinnunum að verki síðustu daga
en geti ekki staðfest að þessi
gagnrýni sé réttmæt.
„Auðvitað þarf að byrja að fjar-
lægja lík sem fyrst. Það þarf að
umgangast líkamsleifar fólks af
virðingu. Þetta er mikill harm-
leikur,“ segir Stefán Haukur.
Aðskilnaðarsinnar segjast hafa
undir höndum svarta kassann
sem geymir upptökur af síðustu
augnablikunum sem vélin var á
lofti. Til stendur að afhenda kass-
ann malasískum yfirvöldum svo
rannsókn á orsökum hrapsins
geti haldið áfram. - ssb
Aðskilnaðar-
sinnar ganga
rétt frá líkum
Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum
ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17
lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn.
Bandaríkjastjórn telur að MH17
hafi verið skotin niður með
hreyfanlegu SA-11 flugskeyti sem
skotið er frá jörðu. Slík flugskeyti
eru gríðarlega dýr og flókin og því
fá dæmi þess að þau séu í eigu
annarra en þjóða sem búa yfir
hervopnum. Árið 1988 var írönsk
farþegaþota skotin niður með sam-
bærilegu vopni af Bandaríkjaher.
➜ Með nægan drifkraft
til að granda flugvél
Ungir bændur etja kappi
Hjalti Freyr Guðmundsson frá Miðdal
sigraði í þrautakeppni ungra bænda
í Kjós. 13
Yfir 500 fallnir Á þeim tveimur
vikum sem átök hafa staðið yfir á
Gasa-svæðinu hafa yfir 500 manns
fallið í valinn. 4
Vont ástand Örkyrki segir stöðuna
varðandi P-bílastæðakort fyrir fatlaða
vera vonda því yfirvöld fylgi ekki EES-
reglugerð um upplýsingar. 8
Mynd um björgunarafrek
Kvikmyndagerðarmaðurinn Þórarinn
Hávarðsson gerir heimildarmynd um
tuttugu ára gamalt björgunarafrek í
Vöðlavík. Hann vonast til að tekjur af
myndinni dugi fyrir minnisvarða. 10
Þegar við
komum á
föstudag,
sólarhring
eftir að vélin
kom niður, þá
var mikið af
líkum og líkamsleifum
innan um brak og per-
sónulega muni fólks
Stefán Haukur Jóhannesson, sem
starfar fyrir eftirlitssveit Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, hefur sent samúðar-
kveðjur til konungs Malasíu og
konungs Hollands fyrir hönd
íslensku þjóðarinnar. Hann segir
hug og bænir Íslendinga vera hjá
fjölskyldum hinna látnu.