Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 6
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
SAMFÉLAGSMÁL Kostnaður við öku-
nám hefur hækkað á síðastliðnum
árum en samhliða því hefur slysum
ungra ökumanna fækkað.
Samkvæmt tölum sem Frétta-
blaðið viðaði að sér frá Ökukenn-
arafélagi Íslands var kostnaður
við ökunám árið 2004 alls 124.700
krónur, sem framreiknað til vísitölu
dagsins í dag eru 225.392 krónur.
Námið kostar nú alls 286.700 krón-
ur. Þetta er 27,2 prósenta hækkun.
Hækkunin skýrist að einhverju
leyti af því að nýju skyldunámskeiði
var bætt við árið 2009 en hann kall-
ast Ökuskóli 3. Fyrir þurftu allir
nemendur einungis að sitja tvö nám-
skeið, Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2.
Ökuskóli 3 er fimm tíma námskeið
þar sem eru þrír verklegir tímar og
tveir bóklegir. Heildartímafjöldi
námsins hefur því hækkað. Nem-
endur þurfa þar að auki að sækja
verklega tíma ásamt ökukennara
sem oftast eru tuttugu talsins.
„Ég er sannfærður um það að
þessar breytingar sem hafa orðið
á ökunámi hafa dregið úr slysa-
tíðni og aukið hæfi ökumanna,“
segir Guðbrandur Bogason, fram-
kvæmdastjóri og fyrrverandi for-
maður Ökukennarafélags Íslands,
í samtali við Fréttablaðið. Hann
hefur um fjörutíu ára reynslu af
ökukennslu.
Árið 2000 var hlutdeild ungra
ökumanna um 36 prósent í umferð-
arslysum en sú tala hefur nú lækk-
að um 8 prósent eða niður í 28 pró-
sent allra slysa. „Þetta er ekki bara
betri kennsla þó að það sé stórt
atriði,“ segir Guðbrandur. „Það er
margt sem spilar þarna inn í. Til að
mynda ákveðin eftirfylgni eins og
með punktakerfinu. Ég held líka að
meiri virkni innan fjölskyldu unga
fólksins hafi áhrif.“
Guðbrandur hefur verið talsmað-
ur þess að bílprófsaldur verði hækk-
Færri slys samhliða
dýrara ökunámi
Kostnaður við ökunám hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent á áratug vegna
breytinga á náminu. Slysum hefur fækkað. Ökukennari vill þó hærri bílprófsaldur.
REYNDUR
KENNARI
Guðbrandur
hefur margra
áratuga
reynslu af
ökukennslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
2004 2014
Bóklegt nám*
Ökuskóli 1 10.000 krónur 16.500 krónur
Ökuskóli 2 7.500 krónur 12.500 krónur
Ökuskóli 3 0 36.000 krónur
Verklegt nám– algengt tímaverð hjá ökukennara ca. 45 mín.
4.920 krónur 10.200 krónur
20 tímar samtals 98.400 krónur 204.000 krónur
Próf og skírteini
Bóklegt próf 1.300 krónur 3.100 krónur
Verklegt próf 4.000 krónur 8.700 krónur
Fullnaðarökuskírteini 3.500 krónur 5.900 krónur
Samtals 124.700 krónur
Samkvæmt vísitölu 2014 225.392 krónur 286.700 krónur
* Nú þarf að ljúka þremur námskeiðum, Ökuskóla 1, 2 og 3.
Heildarkostnaður við ökunám fyrir einn
2004
225.392
krónur
2000
36%
➜ Kostnaður
við ökunám
➜ Hlutdeild 17–26 ára
ökumanna í slysum
2014
286.700
krónur
2013
28%
aður en hann er nú 17 ár. Ungt fólk
fær æfingaleyfi ári fyrr.
Guðbrandur bendir á að bílar séu
þau tæki í sögunni sem hafi valdið
hvað flestum dauðsföllum. „Þú færð
ekki byssuleyfi þetta gamall,“ segir
hann. „Þú ert ekki einu sinni ábyrg-
ur fyrir því tjóni sem þú veldur.“
Hann telur ólíklegt að aldurinn
verði nokkurn tímann hækkaður
meira en upp í 18 ára aldurinn. „Ég
tel að til að það sé kominn sá þroski
sem til þarf þá þurfi fólk að vera
orðið tvítugt. En þetta er mín per-
sónulega skoðun. Ég tek það fram.“
nanna@frettabladid.is
1. Hjá hverjum er langtímaatvinnu-
leysi mest?
2. Hvað eru mörg ár frá fæðingu
sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar?
3. Hvers lensk er hljómsveitin sem
Hrólfur Vagnsson ferðast með?
SVÖR:
1. Hjá konum yfi r fi mmtugu 2. 800 3.
Armensk.
MANNLÍF Aðstandendur Fiskidags-
ins mikla á Dalvík hyggjast slá
heimsmetið í pitsubakstri með því
að baka 80 til 100 fermetra salt-
fiskspitsu. Tilefnið er þrjátíu ára
afmæli fyrirtækisins Sæplasts.
Hver pitsa sem verður
bökuð í heilu lagi verð-
ur 120 tommur.
Fiskidagurinn mikli
verður haldinn í fjór-
tánda sinn helgina eftir
verslunarmannahelgina. „Þetta
gengur allt samkvæmt venju,“ segir
framkvæmdastjórinn Júlíus Júlíus-
son. Hann bætir við að fleiri nýjung-
ar verði á matseðlinum, þar á meðal
fiskipylsur sem kallast filsur.
Neðansjávarmyndbönd úr smiðju
Erlends Bogasonar kaf-
ara verða frumsýnd.
Þar sést Erlend-
ur meðal annars
klappa steinbítnum
Stefaníu eins og um
kettling sé að ræða.
Dalvíkingarnir Eyþór Ingi, Matti
Matt og Friðrik Ómar verða í sviðs-
ljósinu á kvöldtónleikunum, ásamt
öðrum. Sungin verða lög með
Meat Loaf, Freddie Mercury, Elvis
Presley og Bee Gees, auk Eurovisi-
on-slagara. „Þetta verður stærsta
tónlistarsýning sem hefur verið sett
upp á landsbyggðinni,“ fullyrðir Júl-
íus og hefur það eftir fyrirtækinu
Exton. Kvöldinu lýkur svo með flug-
eldasýningu.
En hvernig verður veðrið? „Það
verður það sama og síðustu 13 ár.
Það er alltaf gott veður hjá okkur, 7,
9, 13. Alltaf.“ - fb
Baka 80 til 100 fermetra saltfiskspitsu á Fiskideginum mikla á Dalvík sem verður haldinn 9. ágúst:
Ætla að slá heimsmetið í pitsubakstri
MARGT UM MANNINN Um 26 þúsund
manns sóttu Fiskidaginn mikla á síðasta
ári. MYND/HELGI STEINAR
STANGVEIÐI Hollywood-leikstjórinn Quentin Tarantino lauk í gær veið-
um í Hítará. Landaði hann fyrsta laxinum sínum í túrnum en alls fékk
hollið tæplega þrjátíu laxa sem þykir mjög gott í ánum vestanlands um
þessar mundir.
Leiðsögumenn og staðarhaldarar sögðu leikstjórann hafa verið ein-
staklega mikið ljúfmenni og áhugasaman við veiðarnar. Gleðin var því
mikil þegar Tarantino náði fyrsta laxinum sínum neðan við veiðihúsið
með góðri aðstoð leiðsögumanns og háfara.
Þess má geta að sumarveiðin í Hítará er komin í 150 laxa. - kl
Quentin Tarantino lauk góðri ferð í Hítará í gær:
Hógvær leikstjóri með maríulax
MEÐ MARÍULAXINN Tarantino var ánægður með feng sinn í fyrsta laxveiðitúrnum.
MYND/SVFR.IS
VEISTU SVARIÐ?
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
hrærivélar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Drive-HM-140 1600W -
14 cm hræripinni - 2 hraðar
22.990,-
Lescha steypu rhrærivél SBM
P150 150 lítra (hægt að taka
í sundur - þýsk gæði)
61.900,-
Lescha steypu hrærivél SM 145S
140 lítra (þýsk gæði)
73.900,-
Steypu
LÖGREGLUMÁL „Við erum núna í
spennufalli og höfum bara verið
á átta okkur á þessu, en honum
líður bærilega,“ segir móðir
drengs sem ráðist var á í fótbolta-
leik á Snæfellsnesi í gær. Dreng-
urinn fékk höfuðáverka eftir
hnefahögg og spörk í höfuðið og
var fluttur með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar á sjúkrahús í Reykja-
vík. Meiðsli drengsins voru minni
en óttast var í fyrstu.
Lögreglan mat það svo að um
alvarlega líkamsárás væri að
ræða og er því sjálfkært í mál-
inu. Skýrslutökur stóðu yfir til
miðnættis í fyrrakvöld. - skó
Líkamsárás í fótboltaleik:
Spennufall hjá
móður piltsins
FÓLK „Það er gott að vita af því að
það er enn gott fólk í heiminum,“
segir erlendur ferðamaður sem
endurheimti síma sem hann týndi
í Reykjavík.
Ferðamaðurinn segir frá því á
síðunni Reddit að þremur dögum
eftir að síminn hvarf hafi hann
fengið skilaboð á Facebook frá
stúlku sem var með símann. Þegar
hann hafi snúið til Reykjavíkur
nokkrum dögum seinna hafi hann
sent stúlkunni skilaboð. „Hún lagði
það á sig að koma símanum til
mín auk þess sem hún skildi eftir
nokkrar flottar myndir á síman-
um,“ segir ferðamaðurinn. - gar
Ánægður ferðamaður:
Fékk týnda
símann aftur