Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 8
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Kia Sorento EX Lux 2,2 Árg. 2013, ekinn 48 þús. km, dísil, 198 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. * Verð: 6.590.000 kr. Kia cee’d LX 1,4 Árg. 2010, ekinn 106 þús. km, bensín, 90 hö., beinskiptur 5 gíra, eyðsla 5,8 l/100 km. * Verð: 1.680.000 kr. Kia Sportage EX 2,0 Árg. 2012, ekinn 81 þús. km, bensín, 164 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 8,2 l/100 km. * Verð: 4.290.000 kr. Kia cee’d EX 1,6 Árg. 2013, ekinn 10 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km. * Verð: 3.970.000 kr. 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 3 ár eftir af ábyrgð 5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia cee’d SW EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 13 þús. km, dísil, 128 hö., beinskiptur 6 gíra, eyðsla 4,5 l/100 km.* Verð: 3.490.000 kr. Greiðsla á mánuði 36.700 kr.** M.v. 52% innborgun og 60 mán. óverðtryggt lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,57%. 5 ár eftir af ábyrgð Kia Sportage EX 2,0 Árg. 2013, ekinn 35 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, fjór- hjóladrifinn, eyðsla 6,9 l/100 km.* Verð: 5.570.000 kr. Greiðsla á mánuði 48.500 kr.** ** M.v. 54% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,19%. 6 ár eftir af ábyrgð Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 4x44x4 Grænn bíll 4x4 *Uppgefnar eyðslutölur framleiðanda m.v. blandaðan akstur. Grænn bíll EISTLAND Aðstandendur Augusti- blus-blúshátíðarinnar í Eistlandi hafa afturkallað boð til hasarleik- arans Stevens Seagal vegna stuðn- ingsyfirlýsinga hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Fyrir stuttu réttlætti Seagal framgöngu Pútíns í Úkraínu. Rússar hafa ekki verið hátt skrifaðir hjá Eistum allt frá inn- rás þeirra í landið í síðari heims- styrjöldinni. Sagt er frá þessu í spænska blaðinu El País í gær. - jse Blúshátíð í Eistlandi: Afpanta Seagal TRYGGINGAMÁL Rúm 38 prósent örorkulífeyrisþega sem fá tekju- tengdar örorkubætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins fá annað- hvort of mikið eða of lítið greitt í bótum sínum. Er þá miðað við að skekkjan sé meir en 100 þúsund krónur. Þetta kemur fram í árs- uppgjöri TR. Bótaþegar bera ábyrgð á því að skila inn nákvæmum tekjuáætl- unum og að upplýsa um breyt- ingar. Þegar staðfest skattfram- tal liggur fyrir endurreiknar TR réttar bætur fyrir bótaþega. - kóh TR gerir upp fyrir árið 2013: 38 prósent fá leiðréttingu STEVEN SEAGAL Kappinn hefur nú eina ástæðu enn til að blúsa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SAMFÉLAGSMÁL Hvergi er hægt að nálgast upplýsingar um notkun á stæðiskortum fyrir hreyfihaml- aða á Íslandi þrátt fyrir að sam- eiginlega EES-nefndin hafi mælst til þess að aðildarríki gerðu not- endum það kleift í tilmælum sem komu upphaflega frá ráði Evrópu- bandalagsins árið 1998. Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða tók gildi á Íslandi árið 2000 eftir að sameiginlega EES-nefndin tók upp í EES-samninginn fyrrnefnd tilmæli um bílastæðakort fyrir fatlaða. Þar segir: „Láta ber kort- höfum í té allar upplýsingar um skilyrði fyrir notkun kortanna í aðildarríkjun- um.“ Au k þess a er lagt til við aðildarríkin að þau „láti í té, á grundvelli tækni- legs upplýsingablaðs, sem fram- kvæmdastjórnin lætur útbúa, yfirlit yfir notkunarskilyrði í mis- munandi ríkjum Evrópusambands- ins þegar bílastæðakort er gefið út handa fötluðum einstaklingi að beiðni hans“. Stæðiskortin má nota í öllum ríkjum sem eiga aðild að EES- samningnum en þau eru 31 tals- ins. Í tilmælunum er lögð áhersla á réttindi fatlaðs fólks til þátttöku í atvinnu- og félagslífi. Því eigi fatl- aðir að geta nýtt sér bílastæðakort sitt alls staðar í bandalaginu í sam- ræmi við reglur í landi hverju. Ólafur Ísleifsson er öryrki sem þarf að nýta sér stæðiskortin. Hann flutti til Íslands árið 2008 frá Englandi, átta árum eftir að reglugerðin tók gildi hér á landi. „Þegar ég fékk „bláa“ kortið þar fylgdi með klukkuspjald og þykk bók með leiðbeiningum um hvern- ig ætti að nota það í hinum ýmsu löndum í Evrópu. Hér heima fékk ég bláa kortið og þegar ég spurði um leiðbeiningar var fátt um svör. Þegar ég spurði hvar ég gæti feng- ið þær upplýsingar var mér bent á ríkislögreglustjóra,“ útskýrir Ólafur. „Ég fór þangað og hafði tal af honum. Hann sagði orðrétt: „Þess- um tilmælum frá ráði Evrópu- bandalagsins var fleygt í okkur og okkur gert að hafa þetta klárt eftir tvo mánuði. Þess vegna er þessi hráa reglugerð um þetta.“ Hann segir þetta vont ástand. „Þú sérð að útlendingar sem eiga að nota þessi skírteini hér fá aldrei neinar upplýsingar um hvernig eigi að nota þau.“ Erfitt reyndist fyrir blaðamann að fá svör um málið þegar eftir því var leitað. Hver vísaði á annan. „Útgáfa P-korta er hjá sýslu mönnum, en ekki embætti ríkis- lögreglustjóra. Því er rétt að beina erindinu til sýslumanns,“ sagði í svari frá ríkislögreglustjóra. Sýslumaður staðfesti að engar leið- beiningar fylgdu með útgáfu kort- anna aðrar en þær sem koma fram á bakhlið þess. Innanríkisráðuneytið tók reglu- gerðina til endurskoðunar árið 2010 en niðurstaða fékkst ekki í málið þá og það bíður enn úrlausn- ar í ráðuneytinu. nanna@frettabladid.is Ekkert leiðbeint um notkun stæðiskorta fyrir fatlað fólk Mælst er til þess að ríki innan EES gefi út upplýsingar um notkun svokallaðra P-merkja til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra. Ekki er hægt að nálgast upplýsingar um kortin á Íslandi. Vont ástand, segir aðfluttur öryrki. ÓLAFUR ÍSLEIFSSON TAKMARKAÐAR LEIÐBEININGAR Allar þær upplýsingar sem hægt er að fá um notkun kortsins eru á bakhlið þess eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. AÐGENGI SÉ TRYGGT Fatlað fólk á rétt á því að gerðar séu raunhæfar viðbótarráð- stafanir sem miða að því að auka þátttöku þess í atvinnu- og félagslífi samkvæmt tilmælum frá EES. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.