Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 20
FÓLK| HEILSA Á KAFI Hér bregður Anna María á leik og syndir með köfunarfélaga á bakinu við Azoreyjar. MYNDIR/AÐSENDAR Anna María Einarsdóttir byrjaði að kafa af því að henni leiddist í sumarfríi í Marmaris í Tyrklandi fyrir átta árum. „Mér leiddist svo á fjórða degi að þegar ég gekk fram hjá auglýsingaskilti um köfun ákvað ég að slá til og prófa. Eftir það varð ekki aftur snúið og ég hef verið að kafa síðan. Reyndar varð ég svo heilluð að ég ákvað að lengja ferðina til þess að geta tekið fyrsta námskeiðið. Þegar heim var komið fór ég á frekari námskeið og náði mér svo í kennslu- réttindi í byrjun árs 2009 á Tenerife og hef verið að kenna köfun síðan. Í dag er köfunarkennsla mitt aðal- starf.“ SNÝST UM AÐ HALDA STJÓRN Anna María segir köfun ekki vera adrenalínsport þvert á það sem margir halda. „Þetta snýst alls ekki um spennu. Það er vissulega áhætta sem fylgir þessu sporti en ef farið er eftir reglum minnkar áhættan tölu- vert. Það eru reglur um hvað má vera lengi ofan í og hvað má fara djúpt. Ef farið er eftir því og kafað innan eigin getu þá ætti allt að vera í lagi. Auðvitað geta orðið slys en í erfiðum aðstæðum snýst allt um að halda hugarró og hafa stjórn á sjálfum sér. Þegar fólk er orðið öruggt með sjálft sig, umhverfið og búnaðinn þá verður þetta eins og jóga, þetta snýst um að anda inn og anda út. Það er alveg dásamlegt að vera í eigin hugarheimi í allri náttúrudýrðinni neðansjávar,“ segir hún og brosir. Í VOTRI GRÖF HERMANNA Anna María hefur farið víða um heim gagngert til þess að kafa. Hún hefur meðal annars kafað í Truk Lagoon í Míkrónesíu í Kyrrahafi og í kringum Azoreyjar. „Truk Lagoon er einn ótrúlegasti staður í heimi til að kafa á. Þar var japanska hernum grandað á tveimur nóttum í seinni heimsstyrjöldinni sem hefnd Bandaríkja- manna fyrir Pearl Harbour. Þar liggja því tugir skips- og flugvélaflaka sem hægt er að kafa niður að, mörg á tíu til fimmtán metra dýpi og önnur á allt að níutíu metra dýpi. Til að kafa þetta djúpt þarf að hafa tæknikafara- réttindi og því ekki á færi almennra kafara að fara þang- að niður. Fyrstu réttindi kafara leyfa þeim að fara niður á átján metra dýpi, framhaldsréttindi gefa færi á þrjátíu metrum. Ég er sjálf með réttindi til að fara á fimmtíu metra dýpi en hef mest kafað á 64,8 metra dýpi. Þá var ég í för kennara sem höfðu tæknikafararéttindi.“ Þrátt fyrir ótrúlega upplifun í Kyrrahafi er Anna María á þeirri skoðun að ekkert síðra sé að kafa við strendur Íslands. „Það eru margir sem læra að kafa er- lendis en átta sig ekki á að það er hægt að halda áfram að kafa hér. Ég er félagi í Sportkafarafélagi Íslands og við förum í skipulagðar ferðir saman, bæði í dagsferðir á höfuðborgarsvæðinu og í lengri ferðir, til dæmis í El Grillo á Seyðisfirði, Strýtur fyrir norðan og Reykjanesið fyrir vestan. Hér eru köfunarstaðir á heimsmælikvarða og ótrúlegt frelsi sem felst í því að geta tekið búnaðinn með sér, keyrt af stað, hent sér í sjóinn og kafað. Þegar fólk er búið að koma sér upp þeim búnaði sem til þarf er þetta ódýr íþrótt að stunda og félagsskapurinn er líka góður.“ Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum um köfun geta skoðað heimasíðu Sportkafarafélagsins, kofun.is eða sent póst á diveramen@live.com. HUGARRÓ Í VATNI KÖFUN Anna María Jónsdóttir hefur lifað fjölbreyttu lífi þótt ekki sé hún orðin fimmtug. Hún er menntuð hárkollugerðarkona og sminka, viðskiptafræðingur og með kennsluréttindi í köfun. Hún kafar um allan heim. RÁNDÝR Á FERÐ Anna María var á hákarlaslóðum við Azoreyjar. SKIPSFLAK Margt er að sjá í sjónum hér við land og frelsi sem felst í því að geta hent sér í sjóinn og kafað. FJÖLBREYTT LÍFRÍKI Við Íslandsstrendur er fjölbreytt lífríki í sjónum og eru hér köfunarstaðir á heimsmælikvarða. SVONA FÆRÐU AFSLÁTT ÁN ÞESS AÐ BIÐJA UM HANN! Allir áskrifendur sjónvarps eða fjarskipta- þjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. skráðu þig á Afslátturinn kemur sjálfkrafa á kortaviðskiptin Um 20 fyrirtæki og verslanir eru í Vild og fer fjölgandi Í Vild færðu afsláttinn án þess að biðja um hann JA N Ú A R Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.