Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 34
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 Mörkin: 0-1 Ingimundur Níels Óskarsson (10.), 1-1 Árni Vilhjálmsson (11.), 1-2 Atli Viðar Björnsson (31.), 1-3 Kassim Doumbia (39.), Arnór Sveinn Aðalsteinsson (44.), 2-4 Jón Ragnar Jónsson (90.). BREIÐABLIK (4-4-2): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Gísli Páll Helgason 7, Elfar Freyr Helgason 6, Finnur Orri Margeirsson 6, Arnór Sveinn Aðal- steinsson 6 - Höskuldur Gunnlaugsson 5 (84. Davíð Kristján Ólafsson -), Andri Rafn Yeoman 5 (78. Olgeir Sigurgeirsson -), Guðjón Pétur Lýðsson 4, Elvar Páll Sigurðsson 6 (66. Ellert Hreinsson 4) - Árni Vilhjálmsson 7, Elfar Árni Aðalsteinsson 6. FH (4-3-3): *Róbert Örn Óskarsson 7 - Jón Ragn- ar Jónsson 7, Sean Reynolds 6, Kassim Doumbia 5, Jonathan Hendrickx 6 - Sam Hewson 6, Hólmar Örn Rúnarsson 7, Emil Pálsson 7 (46. Davíð Þór Viðarsson 6) - Ingimundur Níels Óskarsson 7 (81. Brynjar Á. Guðmundsson -), Atli Guðnason 7, Atli V. Björnsson 6 (72. Ólafur P. Snorrason -). Skot (á mark): 12-14 (7-6) Horn: 12-8 Varin skot: Gunnleifur 2 - Róbert Örn 5 2-3 Kópavogsvöllur Áhorf: 1.187 Þorvaldur Árnason (6) Mörkin: 1-0 Igor Taskovic (90.). VÍKINGUR (4-3-3): Ingvar Þ. Kale 6 - Kjartan Bald- ursson 6, *Igor Taskovic 7, Alan Lowing 6, Ívar Ö. Jónsson 5 (33. Agnar D.Sverrisson 4) - Kristinn J. Magnússon 6, Arnþór Ingi Kristinsson 5 (87. Óttar Steinn Magnússon -), Aron Elís Þrándarson 5 - Michael Abnett 5 (60. Darri Steinn Konráðsson 4), Dofri Snorrason 5, Pape M. Faye 4. FJÖLNIR (4-3-3): Þórður Ingason 6 - Árni K. Gunnarsson 5 (41. Matthew Ratajczak 5), Atli M.Þorbergsson 5, Bergsveinn Ólafsson 6, Gunnar Valur Gunnarsson 6 - Illugi Gunnarsson 5, Guð- mundur B. Guðjónsson 4, Gunnar Guðmundsson 5 - Guðmundur Karl Guðmundsson 4, Aron Sigurðarson 5 (81. Þórir Guðjónsson -), Chris Tsonis 3 (63. Ragnar Leósson 4). Skot (á mark): 11-9 (2-3) Horn: 4-4 Varin skot: Ingvar 3 - Þórður 1 1-0 Víkingsvöllur Áhorf: Óuppgefið Guðmundur Ársæll (4) FÓTBOLTI FH er enn ósigrað í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Breiðabliki í mögnuðum leik á Kópavogsvelli í gærkvöldi. FH komst í 3-1 í fyrri hálfleik áður en Kass im Doumbia, miðvörður liðsins, var rek- inn út af og Blikar minnkuðu muninn. Einum færri héldu FH-ingar út í seinni hálfleik og skoruðu eitt mark til viðbótar en það gerði Jón Ragnar Jónsson á 90. mínútu leiksins. Víkingar hefndu ófaranna gegn Fjölni í nýliðaslagnum í Víkinni í gærkvöldi, en Vík- ingar unnu leikinn, 1-0. Eina markið skoraði fyrirliðinn Igor Taskovic á 90. mínútu. Víkingar eru með 22 stig eftir tólf umferðir en Fjölnir með ellefu stig. - tom FH-ingar endurheimtu toppsætið í gærkvöldi TÆKLING Atli Guðnason rennir sér á eftir boltanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SPORT Komdu með bílinn í skoðun hjá Aðalskoðun frá 15. til 30. júlí og þú gætir unnið sólarlandaferð með fjölskyldunni. ert þú á leið í sólina í boði aðalskoðunar? Opið kl. 8 – 17 virka dagawww.adal.is FÓTBOLTI KR mætir skoska stór- liðinu Celtic í dag í seinni leik lið- anna í 2. umferð forkeppni Meist- aradeildar Evrópu. Skotarnir unnu fyrri leikinn í Vesturbænum með einu marki gegn engu og eru því í góðri stöðu fyrir leikinn í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir verkefnið ærið. „Ég býst við svipuðum leik og síðast. Þeir voru mikið með boltann og spiluðu hratt á milli sín. „Celtic spilaði æfinga- leik á laugardaginn (gegn Dym- ano Dresden) og er að komast í betra stand. Þetta verður örugg- lega hörku erfitt fyrir okkur, en við verðum að reyna að standa í þeim, leggja okkur fram og hlaupa og berjast og sjá hvort við getum strítt þeim aðeins. Celtic er frá- bært lið og mun betra en ég gerði mér kannski grein fyrir.“ Hann segir ljóst að Skotarnir muni ekki vanmeta lið KR. „Celtic mun spila á sínu sterk- asta liði. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir undir stjórn nýja þjálf- arans (innskot blm. Ronny Deila). Hann fékk bara eins árs samning og hann þarf að sanna sig strax. Hann fer á fullu gasi í þennan leik og leikmennirnir þurfa að sanna sig fyrir honum. Þetta verður gríð- arlegt erfitt fyrir okkur.“ Rúnar segir mikilvægt fyrir KR að fá ekki á sig mark snemma leiks. „Það er það sem við þurfum að gera; að halda hreinu og laumast fram í eina og eina sókn. Við þurf- um að skapa okkur fleiri færi en við gerðum í fyrri leiknum. „Við sköpuðum ekki mikið í þeim leik. Við þurfum að búa okkur til fleiri færi og það væri gaman að geta sett mark á þá, en fyrst og fremst þurfum við að passa okkur eigið mark.“ Rúnar segir ástandið á leik- mannahópnum gott, nema hvað Óskar Örn Hauksson muni missa af leiknum í dag vegna meiðsla. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis. - iþs Ætlum að stríða þeim KR þarf sigur gegn Celtic í Skotlandi í kvöld. SPENNTUR Rúnar stýrir sínum mönnum í Edinborg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ FRJÁLSAR Í dag hefur Aníta Hinriksdóttir keppni á HM nítján ára og yngri í Bandaríkj- unum en keppt er á hinum sögufræga frjáls- íþróttavelli í Eugene í Oregon-fylki. Alls á Ísland fimm keppendur á mótinu en Aníta keppir fyrst þegar undanrásir hefjast í 800 m hlaupi í dag. Undanúrslit fara fram á morgun og úrslitahlaupið aðfaranótt föstudags. Gunnar Páll Jóakimsson er þjálfari Anítu og í forsvari fyrir íslenska hópinn í Eugene. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel en Aníta hefur síðustu daga æft í nágranna- bænum Salem. „Þar vorum við með þýska og svissneska landsliðinu og allt eins og best verður á kosið,“ sagði Gunnar Páll í samtali við Fréttablaðið í gær. „Andinn í hópnum er mjög góður og allir hér eru tilbúnir til að gera sitt besta.“ Á að toppa í Eugene Aníta er ríkjandi heimsmeistari sautján ára og yngri í greininni sem og Evrópumeistari nít- ján ára og yngri eftir frábært keppnistímabil í fyrra. Hennar besta hlaup var þó á sterku móti í Mannheim þar sem hún bætti Íslandsmet sitt í greininni sem stendur enn. Gunnar Páll hefur þó ekki áhyggjur af því að Aníta hefur ekki verið nálægt sínum allra besta tíma í sumar. Það eigi sér eðlilegar skýringar. „Til þess að ná sínu allra besta þarf að taka þátt í hlaupum þar sem samkeppnin er sem mest. Við hefðum getað elt 1-2 svoleiðis mót í sumar en ákváðum frekar að miða allan und- irbúning við þetta mót. Nú er hún í sínu allra besta formi,“ segir Gunnar Páll. Alls eiga sex stúlkur betri tíma en Aníta í greininni á þessu ári en í þeim hópi eru aðeins tvær sem eiga betri tíma á árinu en Íslandsmet Anítu, 2:00,49 mínútur. Þær eru Sahily Diago frá Kúbu og hin enska Jessica Judd, sem er ekki meðal þátttakenda í Eugene þar sem hún býr sig nú undir Samveldisleikana í Glasgow. Mary Cain frá Bandaríkjunum er einnig í þessum hópi en valdi að keppa fremur í 3.000 metra hlaupi en 800 metrum. Hið sama má segja um Gildu Casanovu frá Kúbu sem keppir í 400 m hlaupi. Auk Diago eru Zeytuna Mohammed frá Eþí- ópíu og hin ástralska Georgia Wassall báðar með í 800 m hlaupinu og má reikna með að þær muni veita Anítu harða samkeppni um verðlaun í greininni. Diago á best 1:57,74 mínútur sem var um tíma besti tími ársins í flokki fullorðinna. Hún telst því sigurstranglegust í Eugene en Gunnar Páll reiknar þó ekki með yfirburðum hennar. „Þó svo að hún eigi talsvert betri tíma en aðrir þá tel ég allar líkur á að keppnin í greininni verði mjög jöfn,“ segir hann. Sterkur íslenskur hópur Gunnar Páll hefur fengið sterk viðbrögð við því hversu sterkan hóp keppenda Ísland á að þessu sinni. Sindri Hrafn Guðmundsson [spjótkast], Hilmar Örn Jónsson [sleggjukast], Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Kolbeinn Höður Gunn- arsson [báðir 200 m hlaup] verða einnig í eldlín- unni og vonar Gunnar Páll að þeir tveir fyrst- nefndu geti blandað sér í baráttu um verðlaun. „Þeir eiga báðir góðan möguleika á að komast í úrslit og þá getur allt gerst. Reynsla þeirra af stórmótum er ekki jafn mikil og reynsla Anítu en þeir geta vel náð langt. Spretthlaupararnir hafa sýnt miklar framfarir þó svo að við reikn- um ekki með þeim í úrslitum. Þeir hafa engu að síður staðið sig gríðarlega vel,“ segir Gunn- ar Páll og bætir við að fjöldi keppenda sé styrk- leiki út af fyrir sig. „Þau veita hvert öðru mikinn stuðning,“ segir hann. eirikur@frettabladid.is Aníta í sínu allra besta formi Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fi mm keppendur á mótinu. Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í 800 m hlaupi og stefnir að sjálfsögðu á toppinn. ÆTLAR SÉR LANGT Aníta Hinriksdóttir verður í harðri baráttu um verðlaun í Eugene. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í gær valin besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í Pepsi- deild kvenna. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í húsakynnum Ölgerðarinnar. Stjarnan trónir á toppi deildarinnar með 24 stig og er Harpa markahæsti leikmaður deildarinnar með sextán mörk. Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfarinn en Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með sautján stig og hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í allt sumar, fæst allra liða. Bríet Bragadóttir fékk verðlaun sem besti dómar- inn og Selfyssingar áttu bestu stuðningsmennina í fyrri hluta mótsins. Harpa og Ragna Lóa bestar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.