Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. júlí 2014 | FRÉTTIR | 13
NOREGUR Knattspyrnumótið
Norway Cup verður fyrsta mótið
í heiminum sem verður alveg
tóbakslaust. Áhorfendum leyfist
sem sagt hvorki að reykja né nota
munntóbak á meðan þeir fylgjast
með keppninni, að því er kemur
fram á vef norska dagblaðsins
Aftenposten.
Tilgangurinn er sagður vera
meðal annars sá að leggja áherslu
á réttindi barna og ungmenna
til þess að vera í tóbakslausu
umhverfi og koma í veg fyrir
mögulegan þrýsting á þau að
byrja að nota tóbak. - ibs
Knattspyrnumót í Noregi:
Fyrsta keppnin
án alls tóbaks
ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA
ÁVAXTA FÉ SITT Í LÍFEYRISAUKA
Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem býður eingöngu
viðbótarlífeyrissparnað.
Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn
lífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér
góð lífskjör eftir starfslok.
Skoðaðu leiðirnar á www.arionbanki.is/lifeyrisauki, með því
að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða
hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn
að góðri framtíð.
ÞÚ KEMST HÆRRA
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP
Lífeyrisauki
Innl. skuldabr.
Lífeyrisauki
Erl. verðbr.
Lífeyrisauki 5
Lífeyrisauki 4
Lífeyrisauki 3
Lífeyrisauki 2
Lífeyrisauki 1
Nafnávöxtun 30.06.2013-30.06.2014
5 ára meðalnafnávöxtun júní 2009-júní 2014
ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA
Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun
í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna
meðalnafnávöxtun frá 30.06.2009-30.06.2014 en
ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari
upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast
á arionbanki.is/lifeyrisauki.
8,2%
4,4%
5,3%
8,7%
3,1%
9,1%
2,4%
9,3%
7,2%
4,5%
3,9%
5,8%
8,6%
-0,2%
BRETLAND Kate Middleton, her-
togaynjan af Cambridge, heim-
sækir eyjuna Möltu í septem-
ber. Þetta verður fyrsta opinbera
heimsókn hennar utan Bret-
landseyja, án þess að Vilhjálmur
Bretaprins sé með í för.
Tilefni heimsóknarinnar er
að fimmtíu ár eru liðin frá því
að Malta varð sjálfstætt ríki.
Middleton verður aðeins eina
nótt í burtu frá heimili sínu, að
því er kemur fram á vef BBC.
Sonur hennar og Vilhjálms,
Georg prins, sem verður eins árs
í dag, verður ekki með í för. Fyrr
á þessu ári fór fjölskyldan í vel
heppnaða opinbera heimsókn til
Ástralíu og Nýja-Sjálands. - fb
Kate Middleton til Möltu:
Ein í opinbera
heimsókn
KJARAMÁL Flugvirkjafélag Íslands
hefur samþykkt nýjan kjarasamn-
ing við flugfélagið Icelandair ehf.
Samningurinn hefur þegar
tekið gildi og gildir til 31. ágúst
2017.
Flugvirkjafélagið stóð fyrir
vinnustöðvunum í júní sem olli
einhverjum töfum á flugumferð
til og frá landinu.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair, segir jákvætt að samið
hafi verið til svo langs tíma.
Kjarasamningar flugmanna
gilda til 30. september, en samn-
ingaviðræður eru ekki hafnar. - kóh
FVFÍ sátt við kjarasamning:
Kjör flugvirkja
samþykkt
ICELANDAIR Flugvirkjar samþykktu
loks kjarasamninga við flugfélagið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HERTOGAYNJA Kate Middleton fer í
opinbera heimsókn til Möltu í septem-
ber. NORDICPHOTOS/AFP
TÓBAK Bannað verður að taka í vörina
á mótinu Norway Cup. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LANDBÚNAÐUR Hjalti Freyr Guð-
mundsson frá Miðdal í Kjós bar
sigur úr býtum í keppninni Ungi
bóndi ársins, sem var haldin
síðastliðinn laugardag. Hún fór
fram í túninu fyrir utan félags-
heimilið Félagsgarð í Kjós, sam-
hliða fjölskylduhátíðinni Kátt í
Kjós.
Keppt var í alls kyns þrautum,
þar á meðal í að ýta rúllum og að
raka heyi. „Þetta gekk mjög vel.
Það rigndi þegar ég kom klukkan
eitt en það hætti að rigna á slag-
inu tvö þegar keppnin byrjaði,“
segir Einar Freyr Elínarson,
formaður Félags ungra bænda,
spurður út í keppnina. „Lífið lék
við okkur þarna.“
Alls tóku sextán keppendur
þátt, eða fjórir frá hverju lands-
hlutafélagi. Keppnin var fyrst
haldin árið 2009 og í ár var það
Félag ungra bænda á Vestur-
landi og Vestfjörðum, FUBVV,
sem stóð fyrir henni. Það félag
vann einmitt liðakeppnina sem
var einnig haldin þennan dag. - fb
Hjalti Freyr Guðmundsson frá Miðdal sigraði í bændakeppni sem var haldin í Kjós:
Regnið vék fyrir bændum sem öttu kappi
HJALTI FREYR
GUÐMUNDSSON
Hljóp í poka og
rakaði og ýtti hey-
rúllum.
MYND/MARISKA VAN DE
VOSSE