Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 16
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Váleg tíðindi, eins og var með farþegaþotu grandað yfir Úkraínu, gera ekki boð á undan sér. Hið sama getur átt við um hin góðu. Það var vissulega hið mesta undrun- arefni, ekki síður annarra en Íslendinga, að Reykjavík varð fyrir valinu til fundar þeirra Gorbachevs og Reag- ans í Höfða 1986. Og síðar kom í ljós að fundurinn var upphaf ferlis sem leiddi til loka kalda stríðsins með falli Berlínarmúrsins 1989. Aflétt var ógn kjarnorkustríðs. Spennuþrungnum vonum og von- brigðum í Höfða er vel lýst í nýút- kominni bók Reagan at Reykjavík eftir ráðgjafa hans Ken Adelman. En nú blasir við að með yfirtöku Rússa á Krímskaga 2014, riðlaðist sú ríkjaskipan sem staðið hafði í 25 ár og samskiptin færst á annað stig. Allt fór mjög til verri vegar við ásak- anir um að Rússar hafi látið sínum liðsmönnum té eldflaugabúnaðinn til þess ódæðisverks að skjóta niður malasísku farþegaflugvélina. Upphaf þessa var að Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, rift- aði aukaaðildarsamningi við ESB, sem undirrita átti í árslok 2013, en gerði þess í stað samstarfssamn- ing við Rússa. Þetta leiddi til mik- illa mótmæla í Kiev, afsagnar og landflótta Yanukovych. Í maí sl. var haldin forsetakosning og valinn í þann stól Petro Porosjenko. Þá greip Pútín tækifærið að einangra Krím- skaga, sem eftir „þjóðaratkvæði“ var innlimaður í Rússland. Rússar tóku að vopna rússneskumælandi minni- hluta og rússneskur her er í við- bragðsstöðu við landamæri Úkraínu. Rússland er nú sá fjandmaður, sem var frá 1949 þegar NATO var stofn- að. Herafli var aukinn í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum og Búlgaríu. Þeir voru reknir úr G8-samvinnu helstu iðn- ríkja. NATO lagði af sam- ráðsvettvanginn í NATO Russia Council. Samningar um aðild þeirra að OECD voru lagðir á hilluna. Efna- hagslegar- og fjármálaleg- ar þvingunarráðstafanir Bandaríkjanna voru enn hertar í júlí. Hervæða á ný Við norðurskautið hervæða Rússar á ný víglínu kalda stríðsins. RIANO- VOSTI-fréttastofan tilkynnti 24. apríl sl. að Pútín forseti hefði ákveð- ið að koma upp neti nútíma flota- bækistöðva á heimsskautssvæðinu vegna nýrrar kynslóða herskipa og kafbáta. Aftur kæmu í notkun tvær flotabækistöðvar og flugvell- ir í Síberíu ásamt sjö á Kolaskaga. Herða skyldi á kröfum um hafsbotn- inn, sem er jarðfræðilega tengdur Rússland en það á við um norður- pólinn, sem þeir hafa helgað sér. Á dögum kalda stríðsins ríkti þarna stöðugleiki vegna varna NATO, ekki hvað síst frá Keflavík. Bandaríkin lögðu niður fasta við- veru í Keflavík 2006 en eru aðal- þátttakandi í tímabundinni loft- rýmisgæslu. Svíþjóð og Finnland koma þar einnig við sögu undir for- ystu Noregs. Skýrsla frá Carnegie Foundation segir að „Úkraínukrís- an hafi bætt norðurvíglínu (e. nort- hern flank) við vestursvæði nýrra átaka. Einmitt þegar hæst stóð út af Krímskaga efndu Rússar til heræf- inga í Íshafinu … Tafir eða jafnvel uppnám samvinnu á norðurskautinu sem hófst giftusamleg 2008, beri ekki að útiloka við þessar kringum- stæður … “ Sögulegu tækifæri var glatað, að ekki skyldi farið ráðum mikils málþings um Öryggismál á norður- slóðum og NATO, sem haldið var í Reykjavík 29.-30. janúar 2009. Þátt- takendur voru um 300 frá öllum 26 aðildarríkjum bandalagsins með for- ystu starfsliðs þess með ráðherrum og þingmönnum. Þáverandi aðal- framkvæmdastjóri, Jaap de Hoop Scheffer, var mjög eindreginn tals- maður þess að NATO hefði hlutverki að gegna á norðurslóðum. Niður- stöður formanns í ráðstefnulok voru m.a. að nauðsynlegt væri að ná miklu nánari samvinnu í NATO-Russia Council; styrkja bæri samstarfið við Rússa í björgunar- og leitaraðgerð- um og lá þá beint við að Keflavík yrði miðstöð þess samstarfs. Það er til furðu að þessum til- lögum skyldi ekki fylgt eftir og að meiri áhugi var á meintum gereyð- ingarvopnum Saddams Husseins en á Norðurskautinu. Ofan á varð lítt skiljanleg stefna Kanada, að norður- skautið væri utan varnarráðagerða NATO. En nú má sjá að hér réði versta skammsýni. Heimurinn kall- ar á að þjóðarmorð í Palestínu séu stöðvuð og Úkraínukrísunni ljúki en að síðan hefjist viðræður stór- veldanna. Fylgir því ekki góð gæfa að bjóða aftur upp á Höfða? Það er þakkarvert að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur markað stefnu um samstöðu við NATO um stuðning við uppbygg- ingu Úkraínu og að Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra var sendur út sem einn fyrirliða í eftirliti ÖSE. Ógnin fyrr og síðar Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjöts- framleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þess- ari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi. 60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátr- un og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steik- ur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum grip- um, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðsl- unnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þess- um gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur. Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftir- spurn eftir mjólkurafurðum, eink- um þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mán- uðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársfram- leiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkur- afurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölg- um mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir. Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eft- irspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á naut- gripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburð- ar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum miss- erum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtök- in eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Lands- samband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vax- andi eftirspurn er eftir. Undirtekt- ir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt. Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svip- uð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbygg- ingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslensk- ir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlend- um markaði og hafa af því mann- sæmandi afkomu. Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? LANDBÚNAÐUR Sigurður Loftsson bóndi í Steinsholti og formaður Landssambands kúabænda Baldur helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda ➜ Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öfl ugu kynbótastarfi mestu. ➜ Einmitt þegar hæst stóð út af Krímskaga efndu Rússar til heræfi nga í Íshafi nu. UTANRÍKISMÁL Einar Benediktsson fv. sendiherra Ísland er talið vera spenn- andi ferðaland og það með réttu. Landslag og sérstök náttúra heillar gestina. Ég hef heimsótt þetta land í 30 ár. Að vísu er flest frekar dýrara hér samanborið við verðlag í Þýskalandi. En það er skiljanlegt miðað við háu skattana sem ríkið þarf til að standa undir öllum kostnaði. Landið er stórt og íbúar fáir. Margt þarf að flytja inn og eru flutningsleiðir langar. En nýlega tekur maður því miður eftir því að reynt er að féflétta ferða- fólkið meira en réttlætanlegt er. Verð og þjónusta eru ekki lengur í sam- ræmi. Hér eru nokkur nýleg dæmi: ● Bláa lónið Um það bil 40 evrur kostar að fara á þennan fræga stað. Þetta þykir mér allt of dýrt fyrir að fara í bað í vatni sem er í raun og veru affallsvatn frá gufu- aflsvirkjun og því ekki kostnaðar- samt að útvega baðvatnið. Meira að segja er rukkað fyrir að skoða einungis baðstaðinn. ● Kerið Þar er krafist greiðslu fyrir að bera sprengigíg augum. Í Þýskalandi eru til slík fyrirbæri („Vulkanische Eifel“) og þar þykir sjálf- sagt að fjöldi fólks gangi um þessi svæði án þess að þurfa að borga. ● Námaskarð Þar eru rukkaðar inn 5 evrur fyrir að ganga um hvera- svæðið en þjónustan á móti eru nokkrir frumstæðar kamrar! Á þetta að halda svona áfram? Land eins og Ísland sem hefur miklar tekjur af ferðamennsk- unni ætti að stíga varlega til jarð- ar hvað verðlag snertir. „Fórnfýsi“ ferðamanna er ekki endalaus. Og ekki koma einungis milljónamær- ingar hingað til að skoða landið. Er núverandi ríkisstjórn að styðja græðgi fárra manna? Í mínum augum er þetta að minnsta kosti sorgleg þróun. Þróun í ferðaþjónustu FERÐAÞJÓNUSTA Helmut Jünemann Diplom– Verwaltungswirt Þýskalandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.