Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 30
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 22
„Ég safnaði nákvæmlega 1.246.500
krónum í fyrra og ofan á það lagði
Velferðarsjóður barna 250.000 beint
inn á Rjóðrið. Ég reikna með því að
ég geti safnað enn meiru núna,“
segir athafnamaðurinn Jón Gunn-
ar Geirdal. Hann ætlar að hlaupa
tíu kílómetra í Reykjavíkurmara-
þoninu til styrktar Rjóðrinu, hvíld-
ar- og æfingarheimili fyrir lang-
veik börn, í ár eins og hann hefur
gert síðustu ár. Í fyrra var hann sá
einstaklingur sem safnaði mestum
peningum í áheitasöfnun Íslands-
banka en fast á hæla hann fylgdi
stórleikarinn Ólafur Darri Ólafs-
son. En hver ætli verði helsti keppi-
nautur Jóns Gunnars í ár?
„Það væri gaman ef það væri
vinur minn Ólafur Darri. Við vorum
hnífjafnir undir lokin í fyrra.“
Jón Gunnar er í einu orði sagt
óþolandi, að eigin sögn, þegar hann
safnar áheitum fyrir hlaupið.
„Nú er „operation óþolandi“ byrj-
að. Nú verður blásið í óþolandi her-
lúðra og fólk getur farið að fá kvíða-
hnút í magann,“ segir Jón Gunnar og
bætir við að enginn sé óhultur þegar
hann fer á fullt að safna áheitum.
„Minn helsti undirbúningur er að
vera í símanum og áreita fólk. Það er
enginn látinn í friði þegar ég byrja
að hringja og væla út peninga.“
Jón Gunnar hljóp tíu kílómetrana
á rúmlega fjörutíu mínútum í fyrra
en hefur best náð 38.54 mínútum.
Hann hefur hlaupið lengra en það
endaði með ósköpum.
„Ég hef engan drifkraft í mara-
þonvegalengdir. Reykjavíkurmara-
þonið er eitt skemmtilegasta hlaup
ársins og ég vil ekki eyðileggja drif-
kraftinn með því að líða illa.“ - lkg
Nú verður blásið í óþolandi herlúðra
Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal ætlar að safna sem fl estum áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu í ár.
STOLT Hér er Jón Gunnar ásamt Söndru
Björgu Helgadóttur eftir hlaupið árið
2011. MYND/ÚR EINKASAFNI
➜ Reykjavíkurmaraþonið
verður hlaupið þann 23. ágúst
Tóm lífsgleði á LungA
LungA listahátíðin fór fram í fj órtánda sinn á Seyðisfi rði um síðustu helgi en
hátíðin er frábær blanda af listum, sköpun, tjáningu og stórbrotinni náttúru.
Að sögn aðstandenda var hátíðin í ár ein sú besta frá upphafi .
450 g stórar rækjur
1 tsk. pipar
1 tsk. salt
1 ½ tsk. sítrónu- og jurtakrydd
1 ½ msk. ólífuolía
3 sítrónur
6 hvítlauksgeirar
½ laukur, smátt saxaður
½ bolli þurrt hvítvín
2 bolli kjúklingasoð
1 msk. smjör
1 msk. hveiti
450 g heilhveitipasta
¼ bolli steinselja, söxuð
Blandið pipar, salti og sítrónu-
kryddi saman við rækjurnar í lít-
illi skál. Setjið olíuna á pönnu yfir
lágum hita og steikið hvítlauk og
lauk í um þrjátíu sekúndur. Setjið
rækjurnar ofan á laukblönduna
og steikið í um þrjátíu sekúndur
á hvorri hlið eða þangað til þær
eru orðnar bleikar. Fjarlægið af
hellunni og kreistið hálfa sítrónu
yfir rækjurnar og setjið til hliðar.
Hellið hvítvíni, kjúklingaseyði
og restinni af sítrónusafanum á
pönnuna og látið sjóða. Lækkið
hitann og eldið blönduna í um tíu
mínútur.
Látið sjóða í stórum potti, bætið
pastanu saman við og eldið það
samkvæmt leiðbeiningum á um-
búðum. Hellið því næst vatninu
af pastanu.
Hyljið smjör í hveiti, bætið við
hvítvínsblönduna og hrærið
þangað til smjörið er bráðnað.
Lækkið hitann og bætið pastanu
saman við. Leyfið pastanu að
drekka í sig sósuna í um mínútu.
Bætið rækjunum saman við og
blandið öllu vel saman. Skreytið
með steinselju, takið af eldavél-
inni og berið fram. - lkg
Fengið af síðunni ieatthereforeicook.com
POTTÞÉTTUR PASTA-
RÉTTUR MEÐ RÆKJUM
Þessi réttur er ekki flókinn en afar bragðgóður.
SUMARLEGT Rétturinn er afskaplega frískandi.
Hjónaband Beyoncé og Jay Z stend-
ur á brauðfótum ef marka má skrif
í New York Post. Heimildarmaður
fjölmiðilsins segir að stjörnuhjón-
in ferðist með hjónabandsráðgjafa
með sér á tónleikaferðalaginu On
the Run þessa dagana.
„Þau eru að reyna að átta sig
á því hvernig þau eigi að hætta
saman án þess að skilja. Þetta er
risastórt tónleikaferðalag og þau
hafa nú þegar fengið peninga frá
flestum styrktaraðilum fyrirfram,“
segir heimildarmaðurinn. Bætir
hann við að þetta verði þeirra síð-
asta tónleikaferðalag og gæti mark-
að endalok hjónabandsins. Þá segir
hann að fæðing frumburðarins
Blue Ivy hafi átt að bjarga hjóna-
bandinu.
„Þau gerðu þau klassísku mistök
að halda að barn myndi breyta öllu
og hjálpa til við að endurvekja ást-
ina en það gerði það ekki.“ - lkg
Skilnaður í vændum
Beyoncé og Jay Z glíma við hjónabandserfi ðleika.
NEISTINN SLOKKNAÐUR Beyoncé og
Jay Z ferðast með hjónabandsráðgjafa.
NORDICPHOTOS/GETTY
STUÐ Á LUNGA Unnsteinn Manuel
Stefánsson leikur sóló á skipshúsinu.
MYNDIR/MAGNÚS ELVAR JÓNSSON
METNAÐARFULL LISTAVERK
Mikil vinna er lögð í þau verk
sem unnin eru yfir hátíðina.
NÁTTÚRULEG HÖNNUN Listamenn
og fatahönnuðir taka höndum saman á
hátíðinni.
SÉRSMÍÐAÐ SVIÐ Sviðið fyrir loka-
tónleikana var sérsmíðað fyrir hátíðina.
HEITUR Á HLJÓÐGERVLUNUM
Hermigervill er þekktur fyrir
líflega sviðsframkomu.
GÓÐUR GJÖRNINGUR
listamennirnir á LungA
taka upp á ýmsu yfir
hátíðina.
LEIKIÐ SÉR AÐ LISTINNI
Það er hvergi lognmolla á
Seyðisfirði þegar hátíðin
stendur yfir.
LÍFIÐ