Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 38
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Þetta er algjört óhóf, það er alveg á tæru. Baldur Ragnarsson „Ég byrja alltaf á kaffi í rólegheit- unum. Svo fæ ég mér yfirleitt pró- teinþeyting eða -sjeik. Í hann nota ég yfirleitt skyr eða próteinduft, ávexti, hnetusmjör, og chia-fræ, fer eftir því hvað ég á. Svo nota ég Nutribullet-mixarann og fæ svona fínan morgunsjeik!“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir þáttarstjórnandi MORGUNMATURINN „Það eru algjör forréttindi fyrir mig að fá að vera með í þessum hópi,“ segir Steiney Skúladóttir, nýjasti meðlimur Reykjavíkur- dætra. „Ég er búin að vinna í sumar með Blævi og Söru sem báðar eru í hljómsveitinni. Við erum einn af listhópum Hins hússins, Þrjár basískar, og höfum meðal annars verið að rappa þannig að innganga mín í sveitina kom í beinu fram- haldi,“ segir Steiney sem hefur fengið þjálfun frá dætrunum. „Þær hafa kennt mér hvernig maður á að haga sér sem rappari. Þær hafa sagt mér til dæmis að grípa þrisvar um píkuna á mér í hverju setti og segja fokk í hljóði til að ná fram réttu „attitude“-i. Ég er ekki mjög reið manneskja en er búin að vera að mana mig upp í þetta því það er ekki hægt að vera næs rappari. Eða kannski er það hægt? Ég kannski prófa það?“ velt- ir nýbakaða rappettan fyrir sér. Steiney er búin að koma fram tvisvar með sveitinni. Næst kemur hún fram með þeim í Druslugöng- unni sem gengin verður á laug- ardaginn en Reykjavíkurdætur, ásamt Halldóri Eldjárn, sömdu druslugöngulagið, D.R.U.S.L.A. „Reykjavíkurdætur eru fyrst og fremst vettvangur fyrir stelpur að koma fram og rappa. Þetta er tryllt listform,“ segir Steiney. - lkg Grípur reglulega um píkuna Steiney Skúladóttir er nýjasti meðlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Það er ekki hægt að vera næs rappari. Steiney Skúladóttir ÞRJÁR BASÍSKAR Steiney ásamt þeim Blævi og Söru. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég var alls ekkert viss um að fólk myndi taka vel í þetta en ég ákvað að slá til. Svo hrönnuðust bara inn leyndarmálin,“ segir Þór- dís Björk Þorfinnsdóttir, nemi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, en útskriftarverkefni hennar frá skólanum vakti þó nokkra athygli. „Ég var lengi búin að velta því fyrir mér hvað mig langaði að gera og hvað mér þótti áhugavert. Ég datt svo inn á leyndarmálin og fór að velta því fyrir mér af hverju manni þykja þau svona forvitni- leg. Ég prófaði því að búa til hálf- gerða könnun á netinu og bauð fólki að skrifa inn leyndarmálin sín, en þetta var algjörlega nafnlaust og án IP-tölu svo það var engin leið fyrir mig að rekja þetta,“ segir Þórdís, sem segir leyndarmálin hafa verið jafn misjöfn og þau voru mörg. „Uppáhaldsleyndarmálið mitt kom frá einhverjum sem viðurkenndi ólöglegt niðurhal á Dr. Phil.“ Þórdís ákvað síðan að verða sér úti um gamlar appelsínflösk- ur, skrifa leyndarmálin niður á blöð og koma hverju og einu fyrir í flösku. „Allir nemendur áttu að vera með innsetningu á lokaverk- efnum sínum í skólanum svo ég sótti gamalt fiskinet og kom flösk- unum þar fyrir. Hugmyndin var sú að leyndarmál væru stundum eins og flöskuskeyti, sum komast upp á yfirborðið en önnur ekki.“ Að sýn- ingu lokinni fór Þórdís með flösk- urnar niður í fjöru og kastaði þeim út í sjó. „Nú eru þau bara svaml- andi um í sjónum, þessar elskur.“ kristjana@frettabladid.is Íslensk leyndarmál svamla um í sjónum Þórdís Björk Þorfi nnsdóttir, nemi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, safnaði sam- an íslenskum leyndarmálum og bjó til fl öskuskeyti fyrir útskrift arverkefni sitt. Leyndarmálin svamla nú um í sjónum og gætu sum komist upp á yfi rborðið. BESTA LEYNDARMÁLIÐ UM DR. PHIL Þórdís segir að mörg leyndarmálanna hafi verið löng og drama- tísk. Besta leyndarmálið hafi þó án efa verið játning á ólöglegu niður- hali á Dr. Phil. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FRÁ SÝNINGUNNI Þórdís sótti gamalt fiskinet og kom flöskunum fyrir í netinu. Að sýningu lokinni var flösk- unum kastað út í sjó. „Þetta er bara yndislegt, Morðingjarnir eru lengi búnir að vera ein af mínum uppáhaldshljómsveitum,“ segir tónlistar- maðurinn Baldur Ragnarsson, en hann er nýjasti meðlimur Morðingjanna. Sjálfur er Baldur ekki óvanur hljómsveitar- starfi en hann hefur ekki tölu á þeim hljómsveitum sem hann spilar með. „Þetta er algjört óhóf, það er alveg á tæru,“ segir hann hlæjandi en meðal hljómsveita sem Baldur spilar með eru til dæmis Skálmöld, Ljótu hálfvitarnir, Innvortis, Dætrasynir, Bófar og núna Morðingjarnir. Baldur hefur áður komið fram með Morðingjunum en hann bjó í tvö ár með söngvaranum Hauki Viðari Alfreðssyni. „Þegar ég var beðinn um að verða fullgildur meðlimur þá gat ég ekki annað en sagt já,“ segir tónlistarmaðurinn, sem segist hafa komið sér þannig fyrir að það eina sem hann gerir er að spila tónlist. „Með góðu skipulagi er hægt að koma þessu öllu saman fyrir og meira til ef út í það er farið. Þetta hjálpar manni að vera á tánum og að halda sköpunargleðinni lifandi.“ - bþ Baldur bætist í hóp Morðingja Tónlistarmaðurinn Baldur Ragnarsson hefur ekki tölu á þeim hljómsveitum sem hann spilar með en meðal þeirra eru til dæmis Skálmöld og núna Morðingjarnir. NÓG AÐ GERA Baldur er vel skipulagður. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.