Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 14
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun - um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Undanfarið hefur oft heyrst að Ísraelsher vari Gasabúa við áður en sprengt er og hvetji þá til að flýja. En hvert eiga þeir að flýja? Ísrael lokar alveg svæðinu af til norðurs og austurs. Aðeins eitt hlið, Erez, er á landa- mærunum og í gegnum það fara engir Pal- estínumenn. Í vestur er sjórinn. Þar liggja ísraelsk skip sem hafa stöðugt verið með árásir á Gasaströndina. Í suður eru landa- mæri sem eru lokuð af Egyptalandi. Þar er eitt hlið, Rafah, og það er að öllu jöfnu lokað allri umferð. Stundum er það opið erlendum aðilum en eiginlega aldrei Palestínumönn- um. Einstöku sinnum er gerð undantekning á því. Frá því núverandi árásarhrina hófst hleyptu þeir einn daginn 12 særðum í gegn, síðan hefur verið lokað. Það er ekki að ástæðulausu að Gasa hefur verið lýst sem stærsta fangelsi í heimi og undir berum himni. Það er af sömu ástæðu sem Palestínumenn hafa grafið göng undir landamærin. Göngin voru flutningaleið fyrir brýnustu nauðsynjar og lágu hundruð þeirra hjá Rafah, en hafa verið eyðilögð af egypska hernum. Ísraelsher segir tilgang landhernaðar nú vera að uppræta þau göng inn í Ísrael sem andspyrnuhópar hafa gert norðanmegin á Gaza. Fyrir það eru íbúar nærliggjandi byggða látnir gjalda með lífi sínu. Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa, ekki síst barna, kvenna og aldraðra sem hafa engan stað að flýja í. Berangur, sjúkrahús eða moska? Það er lokað í allar áttir, en geta Gasabúar þá farið út á berangur, í moskur, skóla eða á sjúkrahús? Því miður er það ekki svarið. Berangur er óvíða, enda þéttbýlasta svæði jarðar. Síðustu daga hafa börn verið drepin sem hlupu á ströndinni og önnur sem forð- uðu sér upp á þak. Sjúkrahúsið El-Wafa var sprengt og moskur eru sérstök skotmörk, þar sem uppræta á Hamas sem er jú skil- greind sem íslömsk andspyrnuhreyfing. Viltu frið á Gasa? Það er hægt að mótmæla blóðbaðinu með ýmsum hætti og sýna samstöðu með Palest- ínumönnum. Við almenningur getum beitt sniðgöngu og hætt að kaupa vörur frá Ísrael. Styrkja má neyðaraðstoð m.a. á heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is. Reikningsnúmerið er 542-26-6990, kt. 520188- 1349. Þá stendur FÍP fyrir útifundi nú á mið- vikudag kl. 17 á Ingólfstorgi. Þar er krafan reist um alþjóðlega vernd fyrir íbúa Palest- ínu, að blóðbaðið verði stöðvað nú þegar og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hvert eiga Gasabúar að fl ýja? UTANRÍKISMÁL Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðar- ráðs Reykjavíkur- borgar ➜ Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa. R úmlega fimm hundruð konur yfir fimmtugu eru skráðar langtímaatvinnulausar hjá Vinnumála- stofnun og 330 hafa verið það í meira en ár, að því er fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Þar er haft eftir Karli Sigurðssyni, vinnumarkaðs- sérfræðingi hjá Vinnumálastofnun, að það veitist konum á þessum aldri erfiðara að komast aftur inn á vinnumarkaðinn ef þær missa vinnuna en öðrum hópum. Ekki er Karl inntur eftir hugsanlegum skýringum á þessu í fréttinni, þessari staðreynd er bara slegið fram eins og ekkert sé eðlilegra. Eins og konur yfir fimmtugt séu komnar fram yfir síðasta söludag í huga atvinnurekanda og um það sé þegjandi sam- komulag. Vandséð er hver rökin fyrir þeirri stefnu gætu verið. Flestum ber saman um að eldri konur séu samvisku- samir starfskraftar og taki færri veikindadaga en yngri konur þar sem þær eru ekki með börn heima. Ekki þarf að óttast að þær fari í barneignarfrí og starfsreynslan sem þær búa yfir ætti að vera eftirsóknarverð í hverju því fyrirtæki sem leggur eitthvað upp úr því að ráða starfsfólk sem kann að vinna og leggur metnað í að skila góðu verki. Skýringanna er sem sé vart að leita í því að konur á þessum aldri séu ekki góðir starfskraftar, hér liggur eitthvað annað að baki. Mikið hefur verið rætt og ritað um æskudýrkun á íslensk- um vinnumarkaði og samkvæmt þessu virðist sú dýrkun beinast í ríkari mæli að ungum konum en körlum. Karlar yfir fimmtugt eiga ekki við sama vanda að glíma og jafn- öldrur þeirra, síðasti söludagur þeirra kemur mun síðar á ævinni. Getur verið að á þessum femínísku tímum með lög- setningum um jafnan hlut karla og kvenna í stjórnum fyrir- tækja og hjá opinberum stofnunum velji atvinnurekendur enn konur eftir útliti en ekki starfsgetu? Er kvenlegur þokki meira virði þegar valið er í stöður en starfsreynsla og þekk- ing? Og ef sú er raunin, stenst það lög? Hefur kvennahreyf- ingin engan áhuga á að skoða þetta mál ofan í kjölinn? Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti fyrr á árinu máls á því að upplifun eldri kvenna væri sú að þær væru allt að því útskúfaðar úr samfélaginu. Að þær væru nánast ósýni- legar, ómarktækar og dæmdar úr leik. Sú yfirlýsing skilaði stuttu viðtali í útvarpi en síðan ekki söguna meir. Umræðan var ekki tekin upp af kvennabaráttuhópum eða fjölmiðlum og rann hægt og hljóðalaust út í sandinn. Áhuginn fyrir að skoða hvort þetta væri rétt hjá Þórhildi reyndist sáralítill sem, eins kaldhæðnislegt og það nú er, renndi enn frekari stoðum undir þessa fullyrðingu hennar. Í raun var samfélagið að segja að það þyrfti ekkert að hlusta á kellingar sem komnar væru úr barneign og þar með hættar að funkera sem kynverur. Þau viðbrögð þurfa reyndar ekki að koma á óvart því ef lögin um jafnrétti kynjanna eru skoðuð kemur í ljós að þar er hvergi minnst á starfsreynslu og -aldur kvenna þegar tryggja á jafn- rétti til starfa, enda virðast lögin að miklu leyti miðast við að gera konum á barneignaraldri kleift að samræma vinnu og barnauppeldi. Eftir að því lýkur virðist ekki gert ráð fyrir þeim meir. Þær eiga sjálfsagt bara að fara heim og prjóna. Konur yfir fimmtugt fá ekki nýja vinnu. Ekki nógu sexý? Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Naflaskoðun Það er óalgengt að stjórnmálamenn séu reiðubúnir að líta í eigin barm og jafnvel viðurkenna mistök. Það gerði Karl Garðarsson þingmaður aftur á móti í viðtali við DV um helgina. Hann kvaðst ósammála fullyrðingum flokksfélaga sinna um að Fram- sóknarflokkurinn fengi ósanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum. „Menn þurfa að líta í eigin barm og reyna að vanda sig betur í skoðanaskiptum og málflutningi. Fjölmiðlar eru ekkert að atast í fólki sem kemur bara heiðarlega fram, er samkvæmt sjálfu sér og er ekki með neinar öfgaskoð- anir,“ sagði Karl í samtali við DV. Gæti haldið námskeið Karl Garðarsson þekkir auðvitað starfsemi fjölmiðla í þaula eftir að hafa starfað á þeim vettvangi um árabil. Bæði sem fréttamaður og fréttastjóri á Stöð 2 en síðar sem framkvæmda- stjóri og ritstjóri Blaðsins sáluga. Það gæti því verið fengur að því fyrir forystusveit Framsóknarflokksins að fá Karl til þess að halda námskeið fyrir þingmenn flokksins um eðli þess starfs sem fjölmiðlamenn sinna. Á góðum degi yrði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, fljótur að með- taka skilaboðin frá Karli. Enda var Sigmundur sjálfur fréttamaður um skeið, eins og þekkt er. Öruggt samfélag Að allt öðru og léttara. Vísir greindi frá því í vor að sést hefði til Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga Sveinssonar á öldurhúsi. Þeir eru ekki einu stjórnmálamennirnir sem hafa látið sjá sig á veitingastöðum bæjarins því fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá því í gær að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir, eiginkona hans, hefðu málað bæinn rauðan á laugardagskvöld. Til þeirra sást meðal annars á Kaffibarnum. Það er sérstakt fagnaðarefni að við Íslendingar búum í það opnu og öruggu samfélagi að opinberar persónur geti áhyggju- lausar sótt vinsæla veitingastaði bæjarins. jonhakon@ frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.